Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla fyrir óharðnaðan ungling aðhorfa upp á móður sína tærast upp og deyja úr krabbameini – án þessað taka svo mikið sem eina verkjatöflu til að draga úr þrautunum. Þetta upplifði James Hetfield, sem síðar varð söngvari og gítarleikari í einni vinsælustu hljómsveit sem um getur, málmbandinu Metallica, þegar hann var sautján ára. Fjölskyldan var sannkristin og heyrði til sértrúarsöfnuði í borg englanna, Los Angeles. Fyrir vikið mátti móðirin ekki heyra á verkjalyf minnst enda væru þau almættinu ekki þóknanleg. Sjálfur lét Hetfield ekki verkjatöflu inn fyrir sínar varir fyrr en að móður sinni genginni. Hann var þá til húsa hjá eldri hálfbróður sínum, en faðir hans hafði látið sig hverfa þegar Hetfield var þrettán ára. Skrapp út í sjoppu að kaupa sígarettur-týpan. Hetfield leið fyrir ofsatrú foreldra sinna meðan hann var í grunnskóla; mátti til dæmis ekki sækja tíma í heilsufræði og þurfti að húka frammi á gangi á meðan. Það reynd- ist honum þungt félagslega. Hetfield tengdi ekki við hálf- bróður sinn og fáeinum mánuðum eftir andlát móðurinnar stóð hann á eigin fótum; fékk inni hjá æskuvini sínum, Ron McGovney, sem var fyrsti bassaleikari Metallica. McGovney vék síðar fyrir séníinu Cliff Burton, sem beið bana í rútu- slysi í Smálöndunum í Svíþjóð haust- ið 1986, á tónleikaferðalagi Metall- ica. Enn eitt áfallið fyrir Hetfield, sem þá var aðeins 23 ára. Eins og eftir brotthvarf föðurins og dauða móðurinnar sópaði hann tilfinningum sínum hins vegar beint undir teppið og byrgði inni í sér gríðarlega angist og reiði sem sannarlega hefur brotist út í tónlistinni gegnum tíðina. Hefði Metallica orðið Metallica án þessara áfalla í lífi James Hetfield? Varð harmur hans okkar gæfa? Það er ekki tilviljun að ég deili þessum upplýsingum með þér núna, lesandi góður; ég er að lesa sögu Metallica þessa dagana, Enter Night eftir tónlistar- blaðamanninn Mick Wall. Ég þekkti þá sögu svo sem býsna vel fyrir en hér er talsvert af viðbótarupplýsingum enda byggir Wall bókina ekki aðeins á samtölum við ’tallica-gaurana sjálfa, sem tekin eru á löngu árabili, heldur hefur hann líka aðgang að öllu galleríinu í kringum þá, svo sem öðrum þröss- urum, róturum, umboðsmönnum, upptökustjórum, vinum – og óvinum. Það er óhætt að mæla með þessari bók. James Hetfield, til hægri, í sveiflu ásamt félaga sínum í Metal- lica, Robert Trujillo. AFP Tók ekki magnyl við krabbameininu Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Sjálfur lét Hetfieldekki verkjatöflu innfyrir sínar varir fyrr enað móður sinni genginni. Hann var þá til húsa hjá eldri hálfbróður sínum, en faðir hans hafði látið sig hverfa þegar Hetfield var þrettán ára. Ásmundur Atlason Ég er búinn að skipuleggja einn hluta, að fara til Krítar. SPURNING DAGSINS Ertu búin/n að skipu- leggja sumarfríið? Kristín Gunnarsdóttir Ég ætla að vera á landinu, það er gott að vera á landinu á sumrin. Morgunblaðið/Ásdís Emil Jóhannsson Það er ekkert sumarfrí, ég tók vetrarfrí. Það er bara vinna fram undan í sumar. Hallfríður Kristín Jónsdóttir Ég ætla í afmælisferð til Tenerife í tvær vikur og svo ætla ég að ferðast innanlands. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Átt þú sérstaka tengingu við sögurnar? Ég hef alltaf haldið upp á Múmínálfana en ég held að ég hafi ekki átt nema eina bók um þá. Ég man aftur á móti vel eftir teiknimyndunum sem hafa verið sýndar nokkrum sinnum á RÚV. Í dag tengi ég einna helst við fallega hönnun á alls kyns varningi sem tengist Múmínálfunum – fallegum boll- um og svoleiðis. Áttu þér eftirlætispersónu úr Múmínálfunum? Já, eins klisjulega og það hljómar, þá fíla ég Míu eiginlega best. Hún er svona „rebel“ með stórt hjarta. Er einhver múmínpersóna sem þú tengir sérstaklega við? Í seinni tíð tengi ég einna helst við Múmínmömmu, sem umber alla og vill að allir fái tækifæri til að læra af mistökum sínum. Við hverju má búast á tónleikunum á laugardag? Það má búast við stórskemmtilegum fjölskyldu- tónleikum. Falleg tónlist, með fallegum boðskap. Sinfóníuhljómsveit Íslands er uppáhaldshljóm- sveitin mín og meðlimir hennar eru alltaf í stuði. Svo mun ég líka spila á hörpudisk í einu laginu. Hvernig leggst sumarið í þig? Sumarið er loksins komið og leggst afskaplega vel í mig. Ég var að kaupa mér svo flott hjól og ætla að hjóla í allt sumar og sérstaklega auðvitað í vinn- una í átakinu Hjólað í vinnuna. Hvað er síðan á döfinni hjá þér? Við erum að sigla inn í endasprettinn á Mamma Mia á næstunni, en sýningum lýkur núna í vor. Það verða heldur betur viðbrigði. Við ætl- um að gleðja áhorfendur og vera með tvær „sing-along“ sýningar á endasprettinum og það verður svaka skemmtilegt held ég. Við erum a.m.k. öll mjög spennt að fá áhorfendur til að taka undir með okkur. Morgunblaðið/Golli JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Tengir helst við Múmín- mömmu Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Í dag, laugardaginn 6. maí, verða fjölskyldutónleikarnir Múmínálfar í söngvaferð: Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttir í Hörpu. Erkki Lasonpalo stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þórarinn Eldjárn þýddi söngvana en með hljómsveitinni á tónleikum koma fram Egill Ólafsson og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.