Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 Ú t um gluggann á Ægisíðunni blasir úfið hafið við í allri sinni dýrð. Við Árelía höfum komið okkur vel fyrir í gömlum leður- sófa með kaffi úr postulíns- bollum og það er eins og við höfum hist í gær. Við könnumst hvor við aðra frá gamalli tíð en í þá daga hittumst við oft fyrir tilviljun úti á líf- inu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, börn bæst í heiminn og skilnaðir að baki; gleði og sorgir. Nýjar áskoranir blasa sífellt við og það er nóg sem þarf að ræða. Árelía er nýbúin að gefa út enn eina bókina, Sterkari í seinni hálfleik, en árin sem geta kallast miðja lífsins eru henni sérstaklega hugleikin. Framtíðarstarf er ekki til Árelía er dósent við viðskiptadeild Háskóla Ís- lands, fimmtug, fráskilin þriggja barna móðir og rithöfundur með meiru. „Mitt svið er stjórnun og leiðtogafræði en ég hef kennt í yfir tuttugu ár í háskólum og hef kennt í raun flest sem tilheyrir því sviði,“ út- skýrir doktor Árelía. Ferill hennar hófst í stjórnmálafræði hér heima en þaðan fór hún til London í vinnu- marksfræði. Því næst lá leiðin til Essex í dokt- orsnám en örlögin höguðu því þannig að hún kom heim áður en náminu var lokið og því fékk hún námið metið við félagsvísindasvið HÍ. „Ég var fyrsti stúdentinn sem útskrifaðist sem doktor af félagsvísindasviði Háskóla Íslands.“ Eftir nokkurra ára starf hjá Gallup var Ár- elía ráðin við Háskólann í Reykjavík og kenndi hún þar frá stofnun skólans. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún kennir enn. Meðfram kennslunni hefur hún verið iðin að skrifa bækur. „Kennslan er mjög skemmtileg og gefandi en við búum við þau forréttindi að fara í rann- sóknarleyfi sem gerir það að verkum að við förum reglulega frá. Starfinu fylgir mikið álag en akademískt starf er eins og að lifa lífi þar sem maður er aldrei búinn að skila ritgerðinni. Ég er núna á þessu misseri með 200 nemendur og það þýðir að ég stjórna eiginlega 200 manns sem er heilmikið. Það er því gott að fara reglu- lega frá því þá kemur maður með endurnýj- aðan kraft aftur og hefur miklu meira að gefa. Kennslan er lífsstíll en maður verður að taka pásur af og til, annars verður maður ógeðslega leiðinlegur!“ segir Árelía og hlær. „Alveg bara súr.“ Árelía kennir nú kúrs um framtíðina á vinnumarkaði, málefni sem hún hefur mikinn áhuga á og skrifar um í bókinni Sterkari í seinni hálfleik. „Orðið starfsferill er jafnt úrelt og ritvél. Eins og með ritvél; það má nýta þann grunn vel þegar unnið er á tölvu en þetta er úreltur hlutur sem við myndum aldrei fara aftur í að nota. Nemendur mínir líta ekki á að þau séu að fara í fast starf sem þau ætla að vera í til fram- búðar. Það er liðin tíð. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að átta okkur á því að við erum ekki í einhverri línulegri þróun varðandi starfsferil. Við erum að byggja upp fagþekk- ingu alla ævi og svo nýtum við hana með mis- munandi hætti,“ segir hún. „Við þurfum öll að horfa á starfsferil okkar eins og leikarar horfa á sinn. Þegar þú ferð í leiklistarnám getur þú ekki átt von á því að fara á samning hjá stóru leikhúsi alla ævi. Þú þarft hins vegar að viðhalda fagþekkingunni, annars ertu dottinn út. En þú getur nýtt þér menntunina í ýmislegt,“ útskýrir Árelía. „Fæst okkar eru alla ævi hjá einhverjum banka; við fáum ekki gullúrið.“ Alltaf pláss fyrir fagþekkingu Eins og fyrr segir gerir Árelía þessu málefni góð skil í nýju bókinni en þá með fólk á miðjum aldri og eldra í huga. Hún segir að fólk verði að passa sig að dragast ekki aftur úr og því sé nauðsynlegt að bæta sífellt við sig reynslu og þekkingu. „Á miðjum aldri þarftu að fara yfir málin; hver er mín fagþekking? Hvernig hef ég verið að bæta hana? Hvernig ætla ég að endur- mennta mig? Og þá á ég ekki eingöngu við þá sem hafa farið hinn hefðbundna menntaveg,“ segir hún. „Allt sem hægt er að vélvæða mun verða vélvætt. Segja má að það séu mismun- andi skoðanir hjá fræðimönnum um þessa þró- un; annars vegar eru þeir sem segja: þessi þróun mun valda miklu atvinnuleysi og stétta- skipting aukast í kjölfarið. Svo eru hinir sem segja, og ég er kannski frekar þar, að ný störf sem ekki eru sýnileg núna verði til. Það er í rauninni þrennt sem mikilvægt er að byggja upp; það er sköpunarkraftur, það er „common sense“ og í þriðja lagi greiningarhæfni. Þegar upplýsingaflæðið er svona mikið og fólk er að gúgla allt, þá er mikilvægt að kunna að greina á milli réttra og rangra upplýsinga. Þannig þarftu t.d. lögfræðinginn til að stytta þér leið, þú þarft fasteignasalann þó að þú getir séð þetta allt á netinu, þú þarft alltaf fólk með fag- þekkingu. Þannig að það verður alltaf. Svo eru það hinir sem túlka fyrir okkur tilveruna, leik- arar, skáld og skemmtikraftar. Þessar greinar eru vaxandi og verða það líklega áfram. Þann- ig að ég hef ekki þessar áhyggjur en ég tel mjög mikilvægt að byggja upp fagþekkingu,“ segir Árelía og telur hún að fólk eigi að vinna lengur en nú er gert. „Við munum lifa mikið lengur, jafnvel verða níutíu plús. Fólk verður að spyrja sig: Ætlarðu að hætta að vinna 67 ára? Á hverju ætlarðu að lifa?,“ segir Árelía. „Að láta fólk hætta 67 ára er algör tímaskekkja og mun breytast. Mér finnst þetta bara mannréttindabrot!“ Konur eiga að ráða samfélaginu Hvað finnst þér um íslenskar konur yfir fimm- tugu í atvinnulífinu? „Vandamálin okkar eru kannski að mörgu leyti lúxusvandamál,“ segir hún og á þá við að staða kvenna í fjölmörgum löndum sé verulega slæm. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að konur á ákveðnum aldri nenna ekki lengur að vera á vinnustaðnum, það kemur þessi tilfinn- ing „fokk it“, ég nenni ekki að taka þátt í þess- ari pólítík lengur. Þær hafa verið að hverfa úr leiðtogastörfum, konur á miðjum aldri sem er algjör synd því konur eftir fimmtugt, þegar þær eru búnar að fara í gegnum breytinga- skeiðið, eru að mínu mati sterkir leiðtogar. Við eigum að ráða samfélaginu,“ segir hún bæði í gríni og alvöru. „Vegna þess að við tökum svo góðar ákvarðanir, við erum oftast komnar yfir það að þóknast öllum. Við þorum í átök en er- um samt alltaf með hópinn í huga. Ég vil sjá konur fara áfram, verða forstjórar, forsætis- ráðherra og ráðherrar. Við þurfum samt að gera það án þess að ganga of mikið á okkur, án þess að vinna alltof mikið.“ Árelía segir að eftir breytingaskeiðið komi ákveðinn þroski og margar konur upplifi sig sterkari en áður. „Þú segir hlutina eins og þeir eru, þú biður um það sem þú þarft og ert ekkert hrædd við átök. Og ert ekki að afsaka þig. Þess vegna kemur líka; ég nenni ekki þessu hjónabandi, nenni ekki þessum vinnustað þar sem er sand- kassaleikur og þá ertu kannski bara farin. En það er ekki gott,“ segir Árelía en bókin hennar útskýrir vel þessi mál öll. „Fyrir bókina tók ég viðtöl við átta einstaklinga á miðjum aldri sem höfðu gjörbreytt einhverju í sambandi við starfsframa.“ Að ganga inn í tómið Af hverju ertu með ástríðu fyrir þessum aldurshópi? Er það af því að þú ert þar sjálf? „Ég byrjaði þegar ég var fertug að pæla í þessu, það var nú blaðagrein í Times sem kveikti í mér og ég get ekki hætt. Ég var úti í London um daginn og kom heim með átta eða níu bækur í viðbót um þessi mál! Ég les enda- laust um þetta. Það býr líka í mér ákveðinn predikari og mín fagþekking er kannski ein- faldlega miðlun. Ég segi oft að allt sem ég geri sé til þess að ég geti keypt mér fleiri bækur,“ segir hún og brosir. Þar sem Árelía kennir leiðtogafræði hefur hún mikinn áhuga á að velta fyrir sér hvað gerist hjá fólki á miðjum aldri, ekki síst varð- andi leiðtoga. „Leiðtogar breytast oft um sextugt og öðl- ast meiri auðmýkt. Þeir fá meiri þörf fyrir að kenna fólki. Þannig að þetta tengist auðvitað því sem ég er að kenna. En persónulega finnst mér þetta bara svo spennandi. Það eru svo óendanlega miklir möguleikar sem okkar kyn- slóð stendur frammi fyrir sem ekki áður hafa verið í boði. Ég kom heim með eina bók sem heitir Age is just a number. Þar greinir frá 97 ára gömlum manni sem hleypur ennþá mara- þon. Þar bendir hann á, sem mér finnst spenn- andi, að lífsskeiðið eftir sjötíu ára aldur er lítið rannsakað. Hvernig við eldumst, þetta er ónumið svið að mörgu leyti. Hugmyndir okkar um það hvernig er að eldast eru að breytast svo hratt. Læknar og vísindamenn hafa verið að rannsaka mikið öldrunarsjúkdóma eins og Alzheimer og parkinsonsveiki og fleira sem fylgir oft hækkuðum aldri. En það er ekki mikið verið að rannsaka heilbrigt fólk sem komið er yfir sjötugt. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar sýna að við getum náð stór- kostlegurm árangri varðandi lífsánægju og hreysti með því að hreyfa líkamann og iðka andann.“ Finnst þér að við þroskumst áfram enda- laust? „Já, algjörlega. Eða nei, ekki allir! Fólk verður, á miðjum aldri, annaðhvort betra eða bitrara. Sumir staðna. Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er minnst í kringum 46 ára aldur. Á milli 40-65 lenda flestir í lífskreppu. Það virðist vera líffræðileg staðreynd fyrir bæði kynin,“ segir hún. „Ég kalla þetta tómið. Við göngum inn í tómið og þurfum að takast á við okkur sjálf. Fyrir mér er þetta eðlilegur sársauki sem fylgir því að þroskast. Það er alltaf eitthvað sem þarf að leiðrétta, oft úr barnæsku og upp- eldi, jafnvel þótt aðstæður hafi verið til fyrir- myndar. Það er ekki óalgengt að fólk burðist með lága sjálfsmynd eða sjálfstraust, með- virkni, fíknir, óuppgerð sár sem valda kvíða og þunglyndi. Eitthvað sem hefur haldið aftur af því. Svo kemur þú á einhvern stað þar sem þú horfist í augun við sjálfa þig og spyrð: hvert er ég komin? Þá er kannski ýmislegt sem fólk þarf að leiðrétta en það eru bara allt of margir sem ekki gera það. Fólk getur ekki sleppt tak- inu af reiði, getur ekki fyrirgefið sjálfu sér og öðrum, tekst ekki á við fíknina. Þá er auðvelt að flýja, fullt af flóttaleiðum.“ Er þetta ekki dæmigerð miðlífskrísa? „Jú. Og það er ákveðin hætta á að fólk verði biturt. Ef fólk horfist ekki í augu við sjálft sig og tekur úr bakpokanum er ekkert auðveldara að gera það þegar það er 65 eða 75 eða 85. Þá á maður að vera kominn eitthvað allt annað. Maður verður að gangast við sjálfum sér. Við þekkjum alveg steríótýpurnar, sérstaklega þegar talað er um gráa fiðringinn hjá körlum, og það er stundum lítið úr þeim gert. En þeir fara í gegnum sína krísu og velja stundum auðvelda flóttaleið, sem er auðvitað klisjan líka, að yngja upp. Það er ein leið, til að vita hvort maður er ennþá sætur og sexy. En það er auðvitað engin lausn. En ég skil þörfina. Og það gera konur líka, svo við tölum ekki bara um karlana. En fyrir mér er þetta svolítið að endurtaka leikinn,“ segir Árelía. Upplifi endurfæðingu eftir skilnað Árelía er sjálf nýskilin og hefur nú verið ein- hleyp í tæpt ár. Þrátt fyrir tvo skilnaði hefur „Þú verður að gang- ast við sjálfum þér“ Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent og rithöfundur, er nýbúin að gefa út bókina Sterkari í seinni hálfleik. Bókin fjallar um hvernig takast skal á við líf og störf á seinni hluta ævinnar, ekki síst í ljósi þess að ævi fólks lengist sífellt. Árelía hefur mikla ástríðu fyrir lífsskeiðum fólks og les allt sem hún kemst yfir því tengt. Hún stendur sjálf á tímamótum, er nýskilin og hefur þurft að skipuleggja líf sitt upp á nýtt. Við ræðum um lífið og tilveruna, konur á vinnumarkaði, miðlífskrísur, stefnumótamenninguna og um ástina sem hún trúir alltaf á. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.