Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 15
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
fengu Edduverðlaun núna í febrúar tileinkaði
ég honum þau. Hann var strax 13-14 ára gam-
all farinn að fara á milli bæja, búandi til vélar
sem bæjarlækurinn knúði, til að létta fólkinu
lífið. Hann er algjör grúskari. Barnæska hans
passar við barnæsku Ævars vísindamanns,“
segir hann.
Hvað finnst honum um að þú leikir per-
sónuna Ævar vísindamann?
„Hann er gríðarlega sáttur. Rosalega
ánægður.“
Ævar vísindamaður fór svo úr útvarpi í sjón-
varp þegar Björgvin Franz bauð Leynifélaginu
að koma fram í Stundinni okkar. „Ég hélt að
Ævar vísindamaður myndi bara birtast einu
sinni þannig að ég var ekkert að búa til gervi.
Ég mætti bara með smá úfið hárið og mín gler-
augu. Svo bauð Björgvin mér að koma aftur og
eftir það spurði hann mig hvort ég hefði áhuga á
að vera með regluleg innslög um vísindi í Stund-
inni. Ég sló að sjálfsögðu til. Að lokum vorum
við búin að gera meira en 30 innslög og þá
kviknaði sú hugmynd að gera sér þætti, næstum
eins og Nýjustu tækni og vísindi fyrir börn. Upp
úr því fæðist Ævar vísindamaður í þeirri mynd
sem við þekkjum hann í dag,“ segir Ævar, en
þættirnir hafa nú verið sýndir í fjögur ár við
miklar vinsældir. „Við Eggert Gunnarsson leik-
stjóri renndum alveg blint í sjóinn og vissum
ekkert hvernig það myndi ganga, en viðtök-
urnar hafa verið framar björtustu vonum.“
Barnabækur og lestrarátak
Meðfram vinnunni sem Ævar vísindamaður
hélt Ævar áfram að skrifa og hefur hlotið verð-
laun og viðurkenningar fyrir bækur sínar. Ný-
lega fékk hann viðurkenningu sem einn af 39
bestu barnabókahöfundum Evrópu undir 39
ára.
Ævar segist bara vinna út frá viðfangs-
efnum sem honum finnist spennandi. „Ég er
að skrifa tvær bókaseríur þessa dagana, en
önnur þeirra fjallar um bernskubrek Ævars
vísindamanns, þar sem allt hreinlega verður að
vera hrikalega spennandi. Viðbrögðin hafa
verið afar góð. Risaeðlur í Reykajvík var sú
fyrsta og komst á lista hjá bandarískum vís-
indabókaverðlaunum og svo fylgdi Vélmenna-
árásin á eftir, en hún var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Sú þriðja í röðinni,
Gestir utan úr geimnum, kemur svo út núna í
maí. Þessar þrjár bækur tengjast inn í lestrar-
átak Ævars vísindamanns sem hófst fyrir
þremur árum. Þegar ég var búinn að vera með
þættina í eitt ár fann ég að viðbrögðin við þeim
voru góð og að krakkar voru virkilega að
hlusta á það sem ég hafði að segja. Þá langaði
mig að segja eitthvað sem skipti máli og sem
gamall bókaormur kom bara eitt til greina,“
segir Ævar, en lestrarátak hans var vel
heppnað. Í átökunum þremur hafa verið lesnar
meira en 177 þúsund bækur, en átakið snýr
aftur á næsta skólaári.
„Í lokin á hverju átaki eru fimm krakkar
dregnir út, úr innsendum miðum, og þessir
fimm fá að vera persónur í Risaeðlum í
Reykjavík, Vélmennaárásinni og Gestum utan
úr geimnum,“ segir hann, og er þá notað nafn
viðkomandi barns og jafnvel útlit. „Þetta verð-
ur alltaf flottara og flottara með hverju árinu.
Guðni forseti dró t.d. úr lestrarátakspottinum í
ár og í fyrsta skiptið í sögu átaksins voru tveir
nafnar dregnir. Allt í einu var ég kominn með
tvo Alexandera og þurfti þess vegna að setja á
mig rithöfundarhattinn og redda því. Sem bet-
ur fer heitir annar þeirra Alexander Máni og
þar með var geimveran, lykilpersóna bókar-
innar, komin með nafn. Sumir sem eru dregnir
fá að vera manneskjur en öðrum er breytt í
eitthvað annað. Strák frá Egilsstöðum var til
dæmis breytt í grameðlu sem át ungling úr
Kópavogi og stelpa frá Hrísey varð vélmenni.
Það gengur á ýmsu,“ útskýrir Ævar. „Bæk-
urnar eru skemmtilegar og þú lærir óvart eitt-
hvað í leiðinni.“
Gleymdi að sprengja upp skóla
Bróðir Ævars, Guðni Líndal Benediktsson, er
einnig barnabókahöfundur og vann íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir bókina Ótrúleg
ævintýri afa: Leitin að Blóðey.
„Guðni er virkilega skemmtilegur penni og
við lesum yfir allt hjá hvor öðrum. Svo er mjög
gott að eiga eina þrettán ára systur, sem er á
hárréttum aldri, hún er sían á allt sem við
skrifum, báðir. Hún hefur oft reddað mér. Ég
hafði til dæmis lofað því þegar ég var að segja
krökkum frá Vélmennaárásinni að ég myndi
enda hana á að sprengja upp skóla. Þegar ég
var svo búinn að skrifa bókina hafði ég stein-
gleymt því. Jóna Rós systir hafði þó sem betur
fer engu gleymt, hringdi í mig og minnti mig
á,“ segir hann og brosir.
Ævar hefur einnig skrifað bækur í seríu sem
hann nefnir „Þín eigin“ sería. Þá ræður les-
andinn sjálfur framvindu sögunnar og getur
valið hvað gerist næst.
„Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur,
þú ræður hvað gerist, og í hverri bók má finna
fleiri en 50 mismunandi enda. Suma góða og
aðra alveg hreint hræðilega. Sem þýðir auðvit-
að að ef bókin endar illa er það þér að kenna en
ekki mér. En það má alltaf fletta til baka og
velja nýja leið, það er aukalíf. Það er auðvitað
mjög skemmtilegt að skrifa svona bækur, en
það sem mér þykir vænst um er að bækurnar
virðast höfða sérstaklega vel til barna sem
höfðu ekki áhuga á lestri, því allt í einu var
kominn leikur inn í lesturinn. Þá hef ég líka
heyrt af vinahópum, systkinum og fjölskyldum
sem lesa bækurnar saman og ákveða saman
hvað eigi að gerast,“ segir hann. Fjórða bókin í
Þín eigin-bókaflokknum kemur í október og þá
er stefnan tekin á léttlestrarbókaútgáfu af Þín
eigin-bókunum á næsta ári fyrir yngri lesendur.
Áhorfendur ráða ferðinni
Ýmislegt fleira er á prjónunum hjá Ævari. Til
stendur hjá RÚV, í samstarfi við Fenrir Films,
að gera þætti byggða á bókinni Þín eigin þjóð-
saga. „Við Guðni bróðir erum að fara að skrifa
sjónvarpsþætti fyrir RÚV upp úr bókinni, sem
er auðvitað fáránlega töff. Þessi hugmynd
kviknaði hjá Skarphéðni (Guðmundssyni) dag-
skrárstjóra, sem hafði samband við mig og
spurði hvort bókin mín, Þín eigin þjóðsaga,
gæti virkað sem sjónvarpsþáttur. Í fyrstu
fannst mér þetta algerlega út úr kortinu og
hélt að þetta myndi aldrei ganga. Skarphéðinn
gafst hins vegar ekki upp og loks fór ég að
hugsa málið og hvernig þetta myndi allt saman
virka. Í bókunum ræður lesandinn ferðinni,
sem þýðir auðvitað að í þáttunum verða áhorf-
endur að ráða. Um leið og ég fattaði hvernig
við myndum leysa það var hálfur sigurinn unn-
inn. Sem þýðir auðvitað að ef þættirnir enda
illa, eins og með bækurnar, er það algjörlega
þjóðinni að kenna, en ekki okkur Guðna bróð-
ur,“ segir Ævar og útskýrir hvernig það verði í
framkvæmd.
„Í hverjum þætti verður stoppað tvisvar og
áhorfendur kjósa. Við erum með ákveðnar hug-
myndir um hvernig við myndum haga þeirri
kosningu en það eru alveg eitt, tvö ár í að þetta
verði frumsýnt og margt sem getur gerst í
tækni á þeim tíma sem gæti hjálpað okkur. En
hugmyndin er að meirihlutinn ræður. Þú kýst í
byrjun og lok þáttar, þannig að þú ræður í
hvaða átt sagan fer til að byrja með og svo ræð-
urðu hvernig hún endar. Íslensku þjóðsögurnar
eru komnir í okkar nútímasamfélag og fólk á
öllum aldri er að lenda í því að rekast á þessi
kvikindi með tilheyrandi látum,“ segir hann, en
búið er að ákveða að þættirnir verði sex. „Þetta
verða þættir í anda Lemony Snicket og Tim
Burton; afar hættuleg ævintýri. Við erum
komnir með handritastyrk frá Kvikmyndasjóði
og erum þessa dagana að hefja skrif. Þetta
verkefni er gríðarlega spennandi margra hluta
vegna. Að vinna með bróður sínum við að búa til
gagnvirkan sjónvarpsþátt, sem er kryddaður
með þjóðsögunum og er auk þess íslenskur æv-
intýraþáttur – þetta er draumur í dós,“ segir
Ævar, en stefnt er að frumsýningu 2019.
„Sögulokin munu spanna allt frá mikilli ham-
ingju í eitthvað algjörlega hræðilegt!“
Ævar vísindamaður hverfur brátt
Það er því nóg fram undan hjá þessum unga
leikara, rithöfundi, handritshöfundi og „vís-
indamanni“. Ævar segir að Ævar vísinda-
maður fari hægt og rólega að kveðja þjóðina.
„Þín eigin þjóðsögu-þátturinn fer að taka yfir
ásamt fleiri bókum og það þýðir að Ævar vís-
indamaður verður smám saman settur til
hliðar. Það kemur samt jólaþáttur næstu jól og
lestrarátakið verður áfram tvö ár í viðbót,
ásamt tveimur bókum af Bernskubrekum Æv-
ars sem fylgja því. En karakterinn fær hægt
og rólega hvíld úr sjónvarpinu. Ég er búinn að
leika hann núna í átta ár og þetta er rosalega
gaman en líka svakaleg vinna. En svo er líka
mikilvægt að festast ekki bara í einhverju
einu, ef maður hefur möguleika á því.“
Þú endurvekur hann kannski seinna?
„Nei, mig langar ekki til þess, stefnan er
ekki að snúa aftur eftir tíu ár. Að því sögðu
ætla ég ekkert að sprengja hann í loft upp og
eyða honum algerlega en það verður einhver
skemmtilegur lokahnykkur sem mun ekki fara
framhjá neinum,“ segir hann og hlær.
Þú hefur sett leiklistarferil þinn aðeins til
hliðar.
„Það kom smá pása en ég er samt ennþá að
segja sögur. Þetta byrjaði allt í barnæsku, að
vera sá sem gat sagt brandarana, sem eru í
raun bara stuttar sögur. Þegar þú ert leikari
ertu að segja sögu, þegar þú skrifar verk eða
bók ertu að segja sögu. En leiklistin kemur
aftur, mig er farið að klæja smá,“ segir Ævar,
sem heldur sér við með því að talsetja teikni-
myndir meðfram skrifunum, auk þess sem
hann mun halda aðra tónleika sína með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands í febrúar á næsta ári,
Ævintýratónleika Ævars. Starfið er fjölbreytt
og Ævar segist vera þar sem hann vill vera.
„Ég er með marga bolta á lofti. Þetta er al-
gjörlega draumadjobbið.“
’ Ég fattaði það þegar ég varsvona fimm ára gamall aðþað væri hægt að vinna við þaðað talsetja Strumpa. Ég upp-
götvaði að það var maður sem
héti Laddi og hann fékk borgað
fyrir að talsetja heilt þorp af
Strumpum. Og ég hugsaði með
mér að það hlyti að vera mjög
skemmtileg vinna.
Ævar segir að vísindamaðurinn
Ævar þurfi brátt að kveðja þjóðina
enda er nóg að gera á næstunni hjá
Ævari að semja handrit að nýrri
sjónvarpsseríu þar sem áhorfendur
ráða framvindu sögunnar.