Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 17
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
hún fulla trú á hjónabandinu.
„Ég er þeirra skoðunar að það séu rosalega
margir kostir í góðu hjónabandi. Við vitum það
samkvæmt rannsóknum að það er það sem
veitir fólki mestu lífshamingju. Þess vegna er
góður maki gulls ígildi en ef hjónabandið er
heftandi þarf fólk að horfast í augu við það. Í
mínu tilfelli var ákvörðunin mjög erfið og eftir
skilnað þarf maður að endurraða lífinu. Það
eru kostir í því líka, ég upplifi ákveðna endur-
fæðingu í þessu ferli. Mér finnst ég tengja aft-
ur við ýmsa þætti í mér sem ég hef ekki verið
að rækta undanfarið,“ segir Árelía.
„Ég er tiltölulega sjálfstæð og get raðað líf-
inu mínu nákvæmlega eins og ég vil.“
Er þetta einhvers konar stjórnsemi?
„Nei, nei. Þetta er alls ekki það. Við konur
upplifum oft á miðjum aldri rosalega mikla
frelsistilfinningu þegar hormónastarfsemi okk-
ar breytist. Það þarf alls ekki að þýða að konur
vilji skilja. Á miðjum aldri blasa við valáfangar í
lífinu, ef svo má að orði komast, skylduáfang-
arnir eru búnir og það er stórkostlegt að geta
haldið áfram saman þegar fólk á fjölskyldu sam-
an. Þegar þú ert kominn í seinni hálfleik blasir
við að verkenfin verða líka erfið. Þú veist alveg
að þú munt takast á við sjúkdóma, dauðsföll,
fullorðin börn og barnabörn. Það er auðveldara
að gera það saman. Mín skoðun er að fólk eigi
að hugsa sig brjálæðislega vel um varðandi
skilnað þegar það á börn saman. En þessi
frelsisþörf er þannig að þegar hlutirnir eru ekki
að ganga upp, sérðu það fljótt.“
Hvað finnst þér um deitmenningu okkar
aldurshóps?
„Mér finnst hún svo hrikalega fyndin,“ segir
Árelía á innsoginu. Við skellihlæjum.
„Ég hef ekki haft mikinn tíma en er nú að
vakna til lífsins og alls konar skemmtilegir hlut-
ir eru að koma til mín. Ef þú ert að leita að
maka, þá áttu bara í fyrsta lagi að viðurkenna
það fyrir sjálfri/sjálfum þér og það er mjög eðli-
legt að vera á Tinder og Einkamálum eða hvað
það heitir. Mér finnst bara heilbrigt að fara á
Tinder og tala saman, hittast svo og ákveða
framhaldið. Það er miklu betra heldur en í
gamla daga þegar maður fór á djammið. Mér
finnst ekkert smart og skemmtilegt að vera
niðri í bæ eftir miðnætti komin yfir fimmtugt þó
að það gerist að sjálfsögðu stundum. Það er mín
persónulega skoðun. Við vorum þar fyrir tutt-
ugu, þrjátíu árum, þetta hefur allt sinn tíma.“
Einhver sem bíður mín
Trúir þú á ástina?
„Já, ég er búin að eiga marga góða menn,“
segir hún og skellihlær en hún hefur búið með
tveimur mönnum og á eina fullorðna stúlku,
unglingstúlku og níu ára gamlan dreng.
„Það hvarflar ekki að mér að ég eigi eftir að
vera ein það sem eftir er, mér finnst það fárán-
leg tilhugsun. Það er ekkert mál að vera ein, ég
get alveg verið ein og akkúrat núna finnst mér
það mjög skemmtilegt og gefandi. En ég veit
bara hvað það gerir lífið fyllra að hafa einhvern
með sér. En ég er ekki komin þangað. En ég
efast ekki um að það sé einhver sem bíður mín.
Ef maður lokar á ástina og kynveruna þá er
maður að loka á alveg svakalega stóran hluta af
sjálfum sér.“
Árelía sankar að sér bókum um lífið eftir
fimmtugt eins og fyrr segir og fjalla margar
þeirra um ástarmálin. Ein bókanna sem rötuðu
í ferðatöskuna í síðustu utanlandsferð heitir
Dating after fifty for Dummies. „Þetta er bara
stórkostleg bók, mér finnst að maður eigi að
kynna sér hlutina! Mér finnst að fólk sem er að
deita eigi að hugsa, að hverju er ég að leita? Ég
held að þegar við erum yngri séum við að leita
að foreldrum fyrir tilvonandi börn okkar. Þá
verða kröfurnar þannig. En á miðjum aldri
breytist forgangsröðunin. Nú skiptir máli að
fólk sé heilbrigt, hafi góðan húmor, eigi áhuga-
mál og vini og sé í nánum samskiptum við fjöl-
skyldu sína. Er hægt að tengjast viðkomandi,
hefur hann eða hún eitthvað skemmtilegt fram
að færa? Þessi bók er með tékklista, sem er
bara sniðugt. En svo finnst mér númer eitt, tvö
og þrjú að viðkomandi sé búinn að gangast við
sjálfum sér og búinn að taka til í bakpokanum
og sé heill einstaklingur.“
Kynþokki spyr ekki um aldur
Hvað finnst þér um kröfur samfélagsins til út-
lits kvenna?
„Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein
fyrir því að kynþokki hefur ekkert með það að
gera að vera tuttugu ára eða fjörutíu kíló,“ segir
hún og hlær.
„Mér finnst mikilvægt að konur haldi áfram
að vera kynverur þangað til þær eru níutíuog-
eitthvað. Þetta snýst svolítið um hvernig þú
sérð sjálfa þig og það er mjög mikilvægt að hafa
fyrirmyndir. Ég sé fullt af konum sem mér
finnst vera mjög kynþokkafullar, og ég er alveg
heterosexual, sem halda þessu bliki í augum og
sveiflu í mjöðmum. Og við erum fyrirmyndir
fyrir þær sem á eftir koma. Við þurfum að leyfa
okkur að vera sexy, leyfa okkur að hugsa um og
njóta kynlífs. Kynþokki er eitthvað sem skrúf-
ast ekki fyrir en þú getur auðveldlega skrúfað
fyrir hann.“
Hvað eiga konur að gera þegar þær lesa um
ofurkonur með 7% í fitu?
Árelía skellihlær. „Það er bara rugl, maður á
bara að láta svona upplýsingar sigla fram hjá
sér. Aristóteles talar um það fyrir 2.400 árum að
maður eigi á miðjum aldri að velta þessu fyrir
sér: hvað er það sem ég hef ekki þroskað í fari
mínu? Ég sjálf hef verið öll í hausnum á mér,
verið að kenna, skrifa bækur, vera í háskóla.
Þetta er allt sem gerist í höfðinu. Núna er ég að
prófa mig áfram að gera hluti sem ég hef ekki
gert hingað til. Ég er búin að fara í jóga, dans
og kraftlyftingar svo eitthvað sé nefnt. Fyrir
mér snýst þetta ekkert um hvort ég sé fimmtíu
kíló eða hundrað eða eitthvað þar á milli. Ég er
bara með Aristóteles í huga. Nú ætla ég að
prófa mig áfram í alls konar hreyfingu og finna
hvaða áhrif eru af því. Annað sem ég prófaði
eftir að hafa lesið um það er að þeir sem njóta
velgengni búa oftast um rúmið sitt. Ég prófaði í
átta vikur og það gerði ekkert fyrir mig!“ segir
hún og skellir upp úr.
Ætlarðu að skrifa íslenska útgáfu af Dating
after fifty for Dummies?
„Það getur vel verið að ég geri það. En hins
vegar er ég byrjuð á skáldsögu sem ég þarf að
koma frá mér fyrst. Hún er um ástina, er það
ekki klassískt? Ég get ekki sagt þér meira í
bili,“ segir Árelía sposk og við látum það verða
lokaorðin.
Árelía var að senda frá sér bókina
Sterkari í seinni hálfleik þar sem hún
fer yfir möguleika sem fólk á að nýta
sér á síðari hluta æviskeiðsins.
Morgunblaðið/Ásdís
’ Það er ekkert mál að veraein, ég get alveg verið einog akkúrat núna finnst mérþað mjög skemmtilegt og gef-
andi. En ég veit bara hvað það
gerir lífið fyllra að hafa ein-
hvern með sér. En ég er ekki
komin þangað. En ég efast ekki
um að það sé einhver sem bíð-
ur mín. Ef maður lokar á ást-
ina og kynveruna þá er maður
að loka á alveg svakalega stór-
an hluta af sjálfum sér.