Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2017 Á Ebay er hægt að fá alls kyns muni ættaða frá Íslandi, frímerki, gæruskinn og pen- ingaseðla svo fátt eitt sé nefnt. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem bréf skrifað af Einari Benediktssyni er þar til sölu en svo er einmitt nú. Í bréfinu sem er opinbert plagg skrifar skáldið og lögfræðingurinn að Hlín John- son hafi fulla heimild til að fara með fjármál hans og ráðstafa eignum hans eins og hún hafi þá gert um nokkurt skeið og það um- boð gildi framvegis. Hlín og Einar kynntust árið 1927 þegar Einar var 63 ára gamall en Hlín var átta árum yngri. Þau fluttust sam- an til Herdísarvíkur þar sem hún annaðist hann í sjúkdómum hans þar til hann lést en bréfið er skrifað 3 árum áður en hann deyr, árið 1937. Er bréfið undirskrifað með hans eiginhönd og vottað. Fyrir áhugasama er bréfið á um 10.000 krónur á uppboðs- vefnum en seljandinn er íslenskur. Bréf Einars Ben á Ebay Bréfið sem er til sölu er vélritað en Einar Benediktsson skrifar undir það. Á uppboðsvefnum Ebay er nær 80 ára gamalt bréf íslensks skálds til sölu. Hlín Johnson og Einar Benediktsson bjuggu saman í Herdísarvík síðari hluta ævi hans. Í byrjun maí árið 1997 greindi Morgunblaðið frá því að 25 manns hefðu komið sér fyrir fyrir framan húsnæði borgar- verkfræðings í Reykjavík og beðið þar í allt að sólarhring eftir úthlutun einbýlishúsalóða í Staðahverfi við Korpúlfsstaði. Úthlutun hófst klukkan átta að morgni 2. maí en sumir höfðu komið sér fyrir utan við húsið um klukkan 8 að morgni verkalýðsdagsins 1. maí. 49 einbýlishúsalóðir voru til út- hlutunar í hverfinu og var sá háttur hafður á að sá sem kom fyrstur fékk að velja úr öllum lóðunum og svo koll af kolli. Var haft eftir skrifstofustjóra borgarverkfræðings að þeir sem lögðu mest á sig fyrir lóð- irnar hefðu verið golfarar með forgjöf sem ætluðu sér að ná í lóðir sem lágu að golfvellinum við Korpúlfsstaði en einnig vildu sumir fá útsýni út að sjó. Golfararnir sem lögðu allt í sölurnar fyrir lóðina sína höfðu garðstóla, lestrarefni og nesti meðferðis. Um hádegið þennan sama dag og úthlutun hófst höfðu 30 lóðir verið frá- teknar. GAMLA FRÉTTIN Golfarar vildu lóðir Menn leggja ýmislegt á sig fyrir golfíþróttina. Það sannaðist í byrjun maí fyrir 20 árum fyrir framan húsnæði borgarverkfræðings í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn ÞRÍFARAR VIKUNNAR Vilhelm Anton Jónsson tónlistarmaður og naglbítur Theódór Elmar Bjarnason landsliðsmaður í knattspyrnu Björn Stefánsson leikari og trymbillSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Agra Model 2903 B 69 cm. Áklæði Ct.70 Verð 115.000,- Leður Ct.15 Verð 149.000,- s ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla s Dado Model 2822 L 214 cm. Áklæði Ct.70 Verð 239.000,- Leður ct.10. Verð 299.000,- s Tratto Model 2811 L 207 cm. Áklæði Ct.70 Verð 269.000,- Leður Ct.10 Verð 359.000,- s Aura Model 2913 B 86 cm. Áklæði Ct.70 Verð 199.000,- Leður Ct.10 Verð 245.000,- Italia Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.