Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 26
MATUR Það þarf ekki að vera flókið að bera fram salat með góðri dressingu.Blandaðu saman 1 tsk. af Dijon-sinnepi, 1½ msk. af majónesi, smá
salti og pipar og msk. af hvítvínsediki.
Salatdressing á 2 mínútum
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
Þeir Anton Jónas og ÓlafurHlynur Illugasynir eru rúm-lega tvítugir bræður frá Ólafs-
vík. Þeim fannst vanta stað fyrir ungt
fólk að hittast á yfir kaffibolla eða öl-
krús og ákváðu að taka til sinna ráða.
„Við erum að opna kaffihúsið
Kaldalæk en okkur fannst vanta ein-
hvern stað í Ólafsvík fyrir krakka til
að koma saman og spjalla og í staðinn
fyrir að bíða eftir að einhver annar
myndi gera það ákváðum við að kýla
á þetta,“ segir Anton, sem hefur orð
fyrir þeim bræðrum.
Heimilislegt og kósí
„Við viljum hafa einfalt kaffihús með
góðu kaffi og rólegri stemmningu.
Fyrirmyndin er svolítið Reykjavík
Roasters og Kaffihús Vesturbæjar.
Ekki of stórt, heldur heimilislegt og
notalegt.“
Á boðstólum verða samlokur, kök-
ur, kaffi og áfengi en Anton segir þá
ætla að byrja smátt og sjá til hvort
síðar verði einhverju bætt á matseð-
ilinn.
„Þetta verður allt rosalega heim-
ilislegt; við verðum með brauð með
rúllupylsu og flatkökur með hangi-
kjöti. Ef ég myndi lýsa kaffihúsinu í
stuttu máli myndi ég segja að það
væri eins og að fara í kaffi til ömmu.“
Hús í hjarta bæjarins
Húsið er friðað, frá árinu 1910, og er
aðeins um 30 fermetrar. „Þetta er í
hjarta bæjarins, eitt af þessum eld-
gömlu húsum, en það er inni í Sjó-
mannadagsgarðinum,“ útskýrir Ant-
on.
Spurður hversu margir gestir
komist að í einu svarar Anton að hús-
ið taki í kringum fimmtán manns.
„En svo erum við með rosalega fín-
an pall hér fyrir utan sem gæti tvö-
faldað fjöldann á góðum degi.“
Hugsað fyrir heimamenn
Anton segist alveg eiga von á erlend-
um ferðamönnum þótt staðurinn sé
fyrst og fremst hugsaður fyrir heima-
menn. „Túristarnir fylgja þar sem
heimamennirnir fara. Við erum ekki
að búa til túristastað en auðvitað eru
allir velkomnir,“ segir Anton, sem
mun sjálfur standa vaktina í sumar.
Bróðir hans hyggst stunda strand-
veiðar í sumar en gæti stokkið til ef
mikið verður að gera.
Bræðurnir hafa verið á sjó í vetur
að fjármagna verkið og er Anton
spenntur að opna í dag, laugardag.
Það stefnir í fínasta veður og ætti því
að verða stemmning á pallinum á
Kaldalæk um helgina.
Stemmningin á að vera
heimilisleg og notaleg og
eru innanstokksmunir
hafðir í stíl við húsið.
„Eins og í kaffi hjá ömmu“
Bræðurnir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir létu drauminn rætast og
eru að opna kaffihúsið Kaldalæk nú um helgina.
Í aldargömlu húsi í Ólafsvík opna bræður nú kaffihúsið Kaldalæk. Þeir munu leggja áherslu á heimilislega stemmningu
með góðu kaffi og bakkelsi. Á sumrin verður hægt að nýta pallinn en húsið tekur aðeins um fimmtán gesti í einu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Kaffihúsið er í gömlu húsi og er aðeins um þrjátíu fermetrar að stærð. Fimm-
tán manns komast í sæti en á góðviðrisdögum er hægt að sitja úti á palli.
Ljósmynd/Anton
Smábátahöfnin er falleg og þangað er tilvalið að fara eftir góðan kaffisopa.
Morgunblaðið/Ásdís