Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 29
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eplasalat – einn þeirra
rétta sem eru í boði í
Salatsjoppunni.
Davíð Kristinsson hefur lengi haft mikinn áhuga á
mat og lagt áherslu á að útbúa hollar máltíðir handa
sér og sínum. Gaf út matreiðslubók fyrir nokkrum ár-
um en segir réttina sem í boði eru í Salatsjoppunni
ekki byggða á bókinni nema að litlum hluta. „Hér er
hægt að fá snakk ofan á salatið og majonessósur,“
segir hann en svoleiðis nokkuð var ekki til umfjöll-
unar í bók Davíðs. Þótti ekki nógu hollt til að komast
þar að enda annað þar á ferðinni en skyndibitinn sem
sem boðið er upp á á nýja staðnum við Tryggvabraut.
Á veitingastaðnum er boðið upp á nokkrar salat-
skálar af matseðli en viðskiptavinum stendur einnig
til boða að setja saman rétt að eigin vali eins og sjá
má hér að ofan.
Einn salatréttanna á seðlinum er kenndur við Dav-
íð og er einmitt í uppáhaldi hjá honum. „Próteinið fæ
ég úr hægelduðum nautakinnum. Í skálinni eru líka
sætar kartöflur, rauðrófur, jalapeno, avókadó, pikl-
aður rauður laukur og chili-majónes. Sem skraut of-
an á salatið fæ ég mér til dæmis ristaðar furuhnetur.
Þetta salat hefur slegið í gegn hjá okkur,“ segir Davíð.
Umrætt salat er í skálinni á mynd hér til hliðar.
Af matseðli eða eigin samsetning
Grísk jógúrt
www.biobu.is
Lífrænar
mjólkurvörur
Lífrænu Grísku jógúrtina frá Biobú er gott nota í
matargerð, svo sem í ídýfur með karríréttum og
öðrum sterkkrydduðum réttum, þar sem hún er
svalandi og vinnur á móti kryddinu í réttunum.
Svo er hún alveg kjörin í alla sósugerð og til
mareneringar á grillsteikinni.
Jógúrt hvítlaukssósa
250 ml Grísk jógúrt
1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
1-2 hvítlauksrif, pressuð
0,25-0,5 tsk svartur pipar
Smá klípa steinselja (má sleppa)
Hrærið öllu vel saman.
Kælið í a.m.k. 30 mínútur.
Lífræn íslensk framleiðsla
Lífræn