Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 22
HÖNNUN Í dag, laugardag, klukkan 14, verður opnuð í Gerðarsafni útskrift-arsýning meistaranema í myndlist og hönnun við Listaháskóla Íslands. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi. Leiðsagnir um sýninguna verða 14. maí og 21. maí klukkan 15. Útskriftarsýning meistaranema í Gerðarsafni 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 Tinna er með eindæmum smekkleg, en hún hef-ur innréttað mörg heimili í gegnum tíðina.Hún segir notagildi vera númer eitt, tvö og þrjú þegar kemur að því að innrétta heimilið. „Mér finnst mikilvægt að skapa hlýju með litum og áferð. Til dæmis setti ég múrsteinsvegg til að fá meiri kar- akter í eldhúsið okkar þar sem innréttingin sjálf er grá, svört og mjög stílhrein. Smáatriði eins og gylltir rafmangstenglar og blöndunartæki gera líka mikið fyrir rýmið. Þetta eru hlutir sem kosta ekki mikið en setja skemmtilegan svip á eldhúsið.“ Tinna sækir innblástur á heimilið með því að fara á sýningar í París, Stokkhólmi og Mílanó. Hún segist einnig kíkja mikið í verslanir erlendis í þeim ferðum og heldur sérstaklega upp á verslunina Urban Out- fitters. „Sú verslun er alltaf með svo skemmtilegar útstillingar og fallegar innréttingar sem veita mér innblástur fyrir heimilið og Hrím.“ Þá segist hún jafnframt dugleg að versla á ferða- lögum sínum. „Ég kaupi oft eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið þegar ég er að ferðast um heiminn. Svo er ég með mikið samansafn af gölluðum vörum úr Hrím sem þurfa líka heimili.“ Aðspurð segist Tinna halda hvað mest upp á eld- húsið á heimilinu. Hjónin lögðu mikla vinnu í að inn- rétta eldhúsið, sem er afar rúmgott og staðsett í miðju heimilisins. „Nú er ég líka farin að hafa aftur tíma til að elda svo ég eyði miklum tíma þar,“ út- skýrir Tinna. Morgunblaðið/Eggert Gamalt símaborð í forstof- unni. Hjónin settu þessar fal- legu flísar á gólfið þegar þau festu kaup á húsinu. Persónulegt og heillandi heimili Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi verslunarinnar Hrím, býr ásamt fjölskyldu sinni í fallega innréttuðu heimili í Hlíðunum þar sem hlýlegt yfirbragð í litum og innréttingum fær að njóta sín. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Tinna Brá leggur áherslu á að skapa hlýju á heimilinu. Stofan er ákaflega smekkleg, mál- uð í fallega bláum lit sem passar ákaflega vel við tekkhúsgögnin. Hillan sem geymir viskí er fengin af veitingastaðnum Einari Ben.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.