Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 LESBÓK Annars er ég ekki að rétta upphönd // Mig klæjaði í handar-krikann / var að geispa“ seg- ir í ljóði Fríðu Ísberg sem finna má í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni eru einmitt ljóð Fríðu og annarra „svikaskálda“: Melkorku Ólafsdóttur, Sunnu Dísar Másdóttur, Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísar Helga- dóttur. Sunna Dís Másdóttir tók að sér að svara fyrir hópinn og segir að titillinn að bókinni hafi komið snemma í ferl- inu, „en ekki alveg strax, við vorum með nokkra mögulega, en okkur fannst þessi fanga best andann í bók- inni. Nafnið Svikaskáldin er komið af því að við erum að glíma við svikin og svikahrappinn í okkur öllum, en titill- inn er tvíræður: ég er ekki að rétta upp hönd þýðir ekki horfa á mig, ég var ekkert að rétta upp hönd, og svo líka: við erum ekki að rétta upp hönd, við erum ekki að biðja um orðið eða plássið, við tökum það.“ Höfundarnir sex eru allar ritlistar- nemar í Háskóla Íslands „og þar ganga allir með þá hugmynd í koll- inum að gefa út bók,“ segir Sunna og hlær. Hún segist ekki hafa verið með hópunum í upphafi en þær hafi hringt í hana og boðið henni að vera með. „Það var eins og að fá símtal frá sam- viskunni og eitt besta símtal sem ég hef fengið. Við fórum svo í sumar- bústað og vorum eina helgi, skrif- uðum ljóð eftir stundaskrá, sem gekk merkilega vel. Það var einstaklega skemmtilegt að vera í svo miklu ná- vígi því að maður fann hvernig ljóðin fóru að flétta saman fingrum.“ Það á ekki við alla að skrifa ljóð eft- ir stundaskrá en Sunna segir að sér falli slíkt vel: „Þegar búið er að taka frá tíma og rétta mér blað og penna þá framkvæmi ég. Einu rammarnir sem við lögðum upp með voru að við ætluðum að skrifa bók í þessum sum- arbústað og við ætluðum að gefa þá bók út. Þemu og þræðir spunnust á staðnum. Við náðum að skrifa bókina að langmestu leyti á viku, en síðan tók náttúrlega við vinna við yfirlestur og lagfæringar. Við settum ekkert fyrir með lengd eða fjölda ljóða, leyfðum því að ráðast og bókinni að verða til á lífrænan hátt,“ segir Sunna og bætir við að Svikaskáldamerkið sem skreytir bókina hafi orðið til eftir að bókin var tilbúin. „Við fengum þá flugu í höfuðið á síðustu metrunum og það kallar á eitthvað meira, en við vit- um ekki hvað það verður.“ Eins og getið er settu þær ekkert fyrir hvað varðar þema í bókinni, en Sunna segir þó að fljótlega hafi svik borið á góma. „Það voru líka kaffisop- ar á stundatöflunni og þá fóru konur að tala og lesa upp það sem komið var á blað og við fundum það mjög snemma að þar sló eitthvað í okkur öllum, þessi eilífðarglíma við að þora að taka plássið og að finnast eins og maður sé að villa á sér heimildir.“ - Þið eruð náttúrlega allar aldar upp við það að vera með sífellt sam- viskubit, eins og konur almennt. „Við erum í slagnum og þetta verk- efni er til að kýla samviskubitið beint á nefið, en það er samt ekki auðvelt að sleppa undan því “ Þær Svikaskáld fjármögnuðu bók- ina með forsölu á netinu, sem Sunna segir að hafi gengið mjög vel. „Við vorum búnar að fjármagna prentun og helsta kostnað áður en bókin kom út, en okkar laun eru gleði og svo fáum við líka eintök af bókinni.“ - Þið eruð í ritlistarnámi og úr því námi hafa margar bækur komið. Ytra spunnust deilur fyrir nokkrum árum um það hvort hægt væri að kenna rit- list, enda lífseig rómantíska myndin af innblásna snillinginn. „Mér finnst það svo furðuleg um- ræða að ég veit eiginlega ekki hvern- ig ég á að svara henni. Af hverju finnst fólki eins og það sé fullkomlega eðlilegt að læra myndlist en það sé ekki hægt að læra ritlist? Ég bara skil það ekki. Við höfum öll einhverja hæfileika sem hægt er að þroska með því að stunda nám og fá leiðsögn. Það sem mér hefur líka fundist mikilvægt með ritlistina uppi í skóla er sam- félagið, það er ekki síður mikilvægt. Maður fær stundaskrána sem hentar mörgum, eins og mér til dæmis,“ seg- ir Sunna og hlær, „en samfélagið skiptir svo miklu, það að komast í tengsl við önnur skáld og aðra höf- unda og sökkva sér niður í samræður, þar gerast hlutirnir.“ Eilífðarglíma við að þora að taka plássið Svikaskáldin eru sex ungar skáldkonur sem tóku sig saman, skrifuðu ljóða- safn og gáfu það út. Heiti safnsins, Ég er ekki að rétta upp hönd, vísar öðrum þræði í það að þær eru ekki að biðja um orðið, þær taka það. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í ritgerðasafninu Stofuhita bendir Bergur Ebbi Benediktsson á þá staðreynd að þó flestir kjósi að eyða stærstum hluta ævi sinnar við stofuhita vilji helst enginn heyra á hann minnst: „Er það vegna þess að stofuhitinn sé of þrúg- andi í þægindum sínum eða vegna þess að innst inni vitum við að stofuhitinn er niðurstaða sem náðist eftir að milljón kaldir og heitir straumar urðu málamiðlun að bráð?“ Mál og menning gefur út. Bergur Ebbi við stofuhita Tindur hefur gefið út skáldsöguna Ósýnilegi maðurinn frá Salem eftir sænska rithöfundinn Christoffer Carlsson. Bókin segir frá því er ung kona finnst myrt í íbúð sinni. Í sama húsi býr ungur lögreglumaður sem hefur verið leystur frá störfum, en tekur að kynna sér morðmálið. Ósýnilegi maðurinn frá Salem var valin glæpa- saga ársins í Svíþjóð árið 2013, en Christoffer Carlsson er yngsti glæpasagnahöfundur í Svíþjóð sem fær slík verðlaun. Helgi Jónsson þýddi. Ósýnilegi maðurinn Rússneski rithöfundurinn Sergei Dovlatov var þekktur og vinsæll rithöfundur á seinni hluta tuttugustu aldar, en bækur hans fengust ekki gefnar út í heimalandi hans og var þeim því dreift í leynilegu samizdat-handritunum og smyglað úr landi og þær gefnar út þar. Dovlatov fluttist til Bandaríkjanna 1976 og skrifaði þar fjölda bóka, þar á meðal Konu frá öðru landi sem Dimma hefur gefið út í íslenskri þýðingu Áslaug- ar Agnarsdóttur. Saga frá síðustu öld Fyrir stuttu var frumsýnd spennumyndin og hrollvekjan Ég man þig sem byggð er á sam- nefndri bók Yrsu Sigurðardóttur. Af því tilefni gaf Veröld Ég man þig út að nýju í kilju. Í bókinni segir frá því er ung hjón halda með vinkonu sinni til Hesteyrar að gera upp hús sem þar er. Annar þráður sögunnar er af geðlækni á Ísafirði sem missti son sinn ungan þremur árum fyrr. Óskýranlegir atburðir fara síðan að gerast á Hesteyri og eins á hjá geðlækninum á Ísafirði. Spennandi hrollvekja Bókaforlag Minnesota-háskóla hef- ur gefið út á ensku safn af íslensk- um smásögum, Out of the Blue. Sögur í bókinni eiga Auður Jóns- dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Gerður Kristný, Einar Örn Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, Kristín Eiríks- dóttir, Andri Snær Magnason, Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Óskar Magnússon, Rún- ar Helgi Vignisson, Magnús Sig- urðsson, Einar Már Guðmundsson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Þór- arinn Eldjárn, Guðmundur Andri Thorsson og Jón Kalman Stef- ánsson. Sjón skrifar formála að bókinni. Í kynningu á bókinni kemur fram að hún sé fyrsta safn íslenskra smá- sagna sem gefið er út á ensku, en höfundarnir tuttugu séu þekktustu og virtustu núlifandi höfundar landsins. „Safn þetta ber lesendur til Íslands, hins tímalausa lands vík- inga og náttúruundra og verður ef- laust lykilrit í þýðingum á íslensk- um bókmenntum í áratugi.“ Í kynningunni kemur einnig fram að Ísland sé heimili Bjarkar og þar hafi sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones verið kvikmynduð að hluta, en náttúrufyrirbæri eins og hraunbreiður, jöklar og jökullón hafi gert landið að einum vinsæl- asta ferðamannastað heims. Helen Mitsios ritstýrði bókinni, en hún er bókmenntafræðingur, skáld og gagnrýnandi. Hún sá einn- ig um útgáfu á safni íslenskra ljóða sem ber heitið Beneath the Ice: An Anthology of Contemporary Ice- landic Poetry og kom út fyrir þrem- ur árum. Safn íslenskra smásagna LYKILRIT HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.