Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 41
stofunni – eins konar fryst augnablik. „Suma textana í verkunum getur fólk lesið, aðra ekki, og segja má að það sé ákveðið of- hlæði af texta, hvers vegna sem það gerist,“ segir Guðný Rósa. „Textinn kemur á svipaðan hátt og línan í teikninguna, hann kallar bara á mig og þá fer ég að ritvélinni og slæ hann inn í þau.“ Hún bætir við að hún sé með einar fjórar ritvélar á vinnustofunni og noti þær stundum eins og gatara á pappírinn eða kalkipappírinn sem hún skrifi á. „Þetta er vefnaður úr verkum og stundum vef ég líka þráð ofan í teikning- arnar,“ segir hún. Um þögnina í verkum Guðnýjar Rósu skrifar Jón B.K. Ransu myndlistarmaður: „þótt textinn kunni að vera samsettur úr orðum eða táknum, er hann að sama skapi stef sem líður um eins og hljóðræn teikning eða form á þöglum fleti.“ Eins og hljóðrænar teikningar Þetta er stöðug leit! Ég hef í sjálfu sér ekkiunnið þessa sýningu sem sjálfstæðaheild en þetta eru verkin sem röðuðust vel saman á ákveðnum tímapunkti,“ segir Guðný Rósa Ingimarsdóttir myndlistarkona um sköpunina og verkin á sýningunni sem hún er að setja upp og verður opnuð í Hverfisgallerí að Hverfisgötu 4 klukkan 16 í dag, laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er þagnarmerkið í nótnaskrift – táknið sem segir hljóðfæraleik- urum að sitja á sér. Þetta er önnur einkasýning Guðnýjar Rósu í Hverfisgalleríi, en sú fyrri var sett upp fyrir fjórum árum. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við L’Ensav La Cambre í Brussel og í HISK í Antwerpen í Belgíu. Hún býr í Brussel ásamt manni og börnum og vinn- ur þar að listinni og sýnir reglulega; hún hefur haldið á þriðja tug einkasýn- inga í Reykjavík, Brussel, Madríd, Düsseldorf og Ant- werpen og tekið þátt í á sjötta tug samsýninga. Myndverk Guðnýjar Rósu eru margræð. Teikningin er áberandi í marglaga verk- unum þar sem textar og orð skjóta líka upp kollinum, og hér er hún líka til að mynda með plötuumslög úr óvenjulegu upplagsverki; sýnir nokkur ein- stök umslög en platan með hljóðverki hennar verður síðan gefin út í tölusettu upplagi. Guðný Rósa hefur frá upphafi byggt verk sín upp á endurtekningu, ákveðnum persónu- legum takti sem hefur verið vísun í minningar um gjörninga framkvæmda í einveru á vinnu- Fjölfeldi með hljómplötu á vínyl eftir Guðnýju Rósu, Comme ça louise? (2017). Er það meðal verkanna sem hún sýnir nú í Hverfisgalleríi. Sýning með nýjum verkum eftir Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag. Verk hennar eru margræð, byggja á teikningum og orðum og svo er vísað í þögnina. Guðný Rósa Ingimarsdóttir 7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Gísli Sigurðsson, hálfníræður fyrrverandi kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands, er gestalista- maður gallerís ART67 við Laugaveg 67 í maímánuði. Hann opnar þar sýningu í dag, laugardag, kl. 14. Myndlistarkonan Karlotta Blöndal opnar sýninguna „Spor- brautir“ í Gallerí Út- hverfu á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni getur að líta ný verk frá und- anförnum mánuðum sem tengjast öll í gegn- um teikn- ingu. Árlegir vortónleikar Selkórsins verða á sunnudaginn kl. 16 í Sel- tjarnarneskirkju. Á blandaðri efnis- skránni eu meðal annars lög tengd Írlandi en þangað heldur kórinn í tónleikaferð nú í byrjun júní. Útskriftartónleikar Örnu Mar- grétar Jónsdóttur frá tón- smíðadeild Listaháskóla Íslands verða í Laugarneskirkju klukkan 16 á sunnudag. Fram koma kórinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar. Vortónleikar Kórs Átthaga- félags Strandamanna í Árbæjar- kirkju á sunnudag klukkan 15. Á efnisskrá eru þekkt lög sem í senn eru ljúf og létt og stjórnandi kórs- ins er Ágota Joó. MÆLT MEÐ Lífið tók miklum breytingumSvefntruflanir úr sögunni Ég var búin að prófa allt til að losna við stanslausan sviða og vanlíðan. Loksins fann ég það sem virkaði, Bio-Kult Candéa, mun halda áfram að nota það. Unnur Gunnlaugsdóttir Sef betur alla nóttina, vakna úthvíld og er laus við fótaóeirðina. Elsa Ásgeirsdóttir Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is – töflurnar fá þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð/ur l Náttúruvara hönnuð til að stuðla að góðum nætursvefni l Engin sljóvgandi áhrif l Sítrónumelis (Lemon balm) notað í gegnum aldirnar af jurtalæknum l Magnesíum, L-theanine, Kamilla og B vítamín- blanda 2 töflur fyrir svefn - náttúruleg leið til að sofa betur Melissa Dream Bio-Kult Candéa Góð og öflug vörn fyrir þarmaflóruna l Styrkir meltinguna l Vinnur á Candida sveppnum l Kemur jafnvægi á meltingaflóruna l Bestu gæði góðgerla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.