Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 19
samskipti. Maður er að stússast um daginn og
hefur mikið að gera og svo kemur dauður tími
á kvöldin en þá er ekki hægt að heyra í nein-
um á Íslandi því allir eru sofandi. Það væri
þægilegra að vera nær og auðveldara fyrir
fjölskylduna,“ segir hann en beina flugið
hjálpar.
Það vita ekki allir um fólk eins og Lárus sem
vinnur bak við tjöldin að semja lögin. Þetta
starf er því ekki fyrir egóistana. „Fyrir mig er
þetta alveg frábært. Mér líður vel að vera á
bak við að semja.“
Talið berst að þróuninni í tónlistarheiminum
og því hvort hin hefðbundna tólf laga plata
muni lifa hana af.
„Það eru flestir að gefa út smáskífur nú til
dags og ekki allir að gefa út plötur. Salan er
miklu minni en var og þetta er allt að færast
yfir á streymissíður eins og Spotify og Apple
Music. Þetta er allt að breytast frekar mikið
og er ég spenntur að sjá hvernig þetta
þróast.“
Hann er ánægður með vinsældir lagsins
„Neinei“ sem hann gerði með Áttunni. „Það
kom okkur öllum á óvart hvað það gekk vel og
hvað fólk tók vel í það.“
Lagið sömdu þeir þegar hann var yfir jólin á
Íslandi en hann segir að tónlistarheimurinn sé
stöðugt að skreppa saman og auðvelt sé að
vinna á milli landa að verkefnum. Hann vinnur
til að mynda ennþá að verkefnum á Íslandi.
En hvert er framtíðarplanið? „Það er að
halda áfram í harkinu hérna úti. Við erum að
vinna í því núna að gera lög með flottum tón-
listarmönnum og vonandi gengur það vel svo
ég geti verið hér áfram næstu árin.“
Chris Brown og Flo Rida
Hefurðu komist nálægt því að semja fyrir ein-
hvern þekktan?
„Veturinn 2015 var ég kominn með lag á
plötu hjá Chris Brown sem hann var búinn að
syngja og það var búið að staðfesta það á plöt-
una en svo endaði það því miður ekki á plöt-
unni sem var mjög leiðinlegt. Þetta leit allt
mjög vel út en ég áttaði mig þá á því að maður
veit aldrei fyrr en platan er komin út. Fólk í
þessum bransa hefur sagt mér að það geti allt
gerst. En maður verður bara að halda áfram.“
Bransinn gengur út á það að fá lag eftir sig á
plötu sem selst vel. Þannig fær lagahöfundurinn
prósentur af laginu og fleiri spennandi verkefni.
Lárus er á ágætri leið, hann er að semja lög fyr-
ir fólk á uppleið. „Ég er búinn að vera að vinna
að mörgum skemmtilegum verkefnum, eins og
til dæmis núna er ég að vinna í lagi fyrir Flo
Rida. Maður verður bara að hafa gaman af
þessu og vona það besta. Ef það mun ganga vel
þá verður þetta bara ennþá skemmtilegra.“
Eitt af því góða við að búa í Los Angeles eru margir góðir veitingastaðir.
Hér er Lárus í miðjum bröns í West Hollywood.
Á ferðalagi um hið viðfeðma ríki Kaliforníu.
Lárus á hinni frægu götu Hollywood Boulevard.
Ásamt vinum á tónleikum Skrillex og Bonobo.
Lárus og kærasta hans, Alexandra Sif Tryggvadóttir, við hátíðlegt tilefni.
Lárus Örn Arnar-
son er á samningi
hjá Honua Music.
Ljósmynd/Honua Music
’ Ástæðan fyrir því að ég byrj-aði að semja tónlist var að égvar svo mikill fiktari. Ég varmikið að spila tölvuleiki og prófa
allskonar forrit. Þetta var eitt-
hvað sem ég var góður í og ég var
ekki góður í mörgu öðru.
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19