Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 21
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 athugasemdir um þjónustuna eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur á síðuna og ekk- ert hefur verið brugðist við þeim af hálfu fyr- irtækisins. Refsistig frá Google Leitarvélar skipta miklu máli og þar kemur svokölluð leitarvélabestun (e. search engine optimization) sterk inn. Hún snýst um að heimasíða fyrirtækisins sé sem best úr garði gerð til að vera ofarlega á lista, helst efst, þegar leitað er eftir orðum sem tengjast þeirri vöru eða þjónustu sem boðið er upp á, en mjög margir þættir hafa áhrif á hvar vef- síða lendir í leitarniðurstöðum Google. Til dæmis skiptir máli að síðan sé vel smíðuð þannig að leitarvélar skilji hana, að á síðunni séu viðeigandi tenglar og að á hana sé reglu- lega sett nýtt frumsamið efni. Google og aðrar leitarvélar eru með háþróað kerfi til að meta gæði vefsíðna, kerfið er í sífelldri þróun og í raun veit enginn hina fullkomnu formúlu. Mestu skiptir að hugsa vel um vefinn sinn á allan hátt og til að mynda fá vefsíður refsistig í leitarvélakerfinu ef svokallaðar spam-síður eru með tengla inn á þær. Kerfið getur sumsé greint á milli alvöru umferðar á síðuna og tilbúinnar. Þegar fólk kaupir dýrari hluti, til að mynda bíl eða ferð til útlanda, eru upplýsingar á vef- síðu einn af mörgum hlutum sem skipta neyt- endur máli í ákvarðanatökunni. Flestir skoða nokkrar vefsíður, skoða samfélagsmiðlana og fara jafnvel líka inn í verslunina sjálfa. Margir vefir eru síðan orðnir að nokkurs konar sam- félagsmiðli. Snyrtivörurisinn Sephora er til að mynda með afar yfirgripsmikinn vef sem inni- heldur sérstakt samfélag, BeautyTalk, þar sem fólk getur spjallað saman um snyrtivörur, og annars staðar á vefnum er hægt að horfa á kennslumyndbönd þar sem vörurnar eru not- aðar. Þá geta notendur gefið hverri vöru stjörnur og umsagnir, þeir sem eru óánægðir með nýja maskarann sinn geta gefið honum eina stjörnu og útlistað hvað var ekki nógu gott, og þeir sem eru hæstánægðir með nýja næturkremið geta ausið yfir það stjörnum og talið upp hvernig það gerði húðina silkimjúka. Neytendur kunna vel að meta þjónustu sem þessa, þar sem hún hjálpar þeim að taka ákvörðun, þeir geta séð hversu margar nei- kvæðar og hversu margar jákvæðar umsagnir vara fær og jafnvel sigtað út umsagnir frá fólki með svipaða húðgerð eða húðlit. Valdimar segir að markaðsfræðin sé upp á sitt besta þegar fólk lítur ekki á auglýsingar sem auglýsingar heldur sem þjónustu; mark- aðsfræðin eigi að leysa vandamál fólks þannig að það sjálft þurfi að hugsa sem minnst. Því til stuðnings gaf markaðsmaðurinn Steve Krug hreinlega út bók um mikilvægi góðs notenda- viðmóts vefsíðna sem heitir einfaldlega Don’t Make Me Think, eða Ekki láta mig hugsa. Tit- illinn er sannarlega ekki meintur á neikvæðan hátt heldur er átt við að markaðsfólkið og vef- hönnuðirnir eiga að sjá til þess að allt sé sem einfaldast fyrir neytandann. Darwinísk þróun fyrirtækja Íslensk fyrirtæki hafa heilt yfir verið eftir- bátar erlendra þegar kemur að markaðs- setningu á netinu þótt vissulega standi mörg þeirra sig afar vel. Neytendur gera síðan sífellt meiri kröfur til fyrirtækja á netinu, sér í lagi yngri neyt- endur. „Fólk verður pirrað þegar það finnur ekki strax það sem það leitar að á vefnum. Samfélagið okkar er að verða sífellt neytenda- miðaðra og sá sem ekki ætlar að þjónusta neytandann verður ekki lengi í viðskiptum. Þetta er í raun Darwinísk þróun sem er bara mjög jákvæð. Þeir sem leggja upp úr góðri þjónustu lifa af. Hraðinn skiptir hér miklu máli og samkeppnin í markaðssetningu á snjallsímum er gríðarleg. Niðurstöður rann- sóknar sýndu til að mynda að þegar fólk var að kaupa í gegn um snjallsíma leiddi einnar til tveggja sekúndna töf á síðunni til þess að sala minnkaði um 7%. Hér má því segja að bók- staflega hver sekúnda skipti máli. Ef síður eru hægar fer fólk bara annað. Íslensk fyrir- tæki eru hér að sækja í sig veðrið því neyt- endur sætta sig ekki lengur við að þeir finni ekkert á illa hönnuðum íslenskum síðum eða að kaupferlið sé óþarflega flókið. Við sjáum nú þegar að íslenskir neytendur panta í mikl- um mæli föt, skó og aðrar vörur frá útlöndum. Hér þarf að snúa vörn í sókn og á næstu árum mun vefsala innanlands aukast gríðarlega,“ segir hann. Valdimar Sigurðsson spáir því að vef- verslun muni aukast mikið hér á landi á næstunni. Hann líkir gagnasöfnun í staf- rænni markaðsfræði við gagnasöfnun í hefðbundinni markaðsfræði á sterum. Morgunblaðið/RAX óléttar konur, en nú fá þær ekki bara auglýsingar um barnafatnað og vöggur heldur fá þær á sama tíma upplýsingar um nýjar borvélar og garðáhöld, til að þetta sé ekki alveg jafn augljóst. Mikil gagnasöfnun á sér einnig stað í gegnum vefsíður og leitarvélar. Við fáum ekki öll sömu leitarniðurstöður í Google þó að við setjum inn nákvæm- lega sömu leitarorðin því leitarvélin man að hverju við höfum leitað í fortíð- inni og veit á hvað við smelltum. Það er ekki að ástæðulausu að Google býður okkur einnig upp á ókeypis póstforrit, þó að vissulega séu í gildi ákveðnar reglur um söfnun persónuupplýsinga. Hver kannast ekki við að hafa leitað að sólarlandaferðum á netinu og það næsta sem við vitum eru auglýsingar um sólarlandaferðir á annarri hverri síðu sem við förum á? Facebook er líka ókeypis og við gefum stjórnendum þess gríðarlegt magn af persónulegum upp- lýsingum á hverjum einasta degi, upp- lýsingar sem síðan eru notaðar til að sigta út hvers konar auglýsingar eru lík- legastar til að skila árangri á tölvuskján- um okkar. Þessi greining getur verið þægileg fyrir neytandann, þannig til dæmis sleppa karlmenn við að sjá aug- lýsingar um nýjustu dömubindin því vafrinn okkar veit að þeir eru ekki markhópurinn. En Valdimar vitnar í fyrrverandi nemanda sinn sem orðaði vel ástæðuna fyrir því að fjöldi forrita veitir okkur ókeypis þjónustu: „Ef þú ert ekki að borga fyrir þjónustuna þá ert þú varan.“ Costco sem væntanlegt er til landsins er með sérstakt meðlimakort en kort af þessu tagi eru afar dýrmæt þegar kem- ur að markaðssetingu og safna dýr- mætum gögnum fyrir fyrirtækin. Þekkt dæmi er af því þegar Target í Bandaríkj- unum vissi af óléttu unglingsstúlku á undan hennar nánustu. Það var árið 2012 sem faðir stúlkunnar fór bálreiður í Target eftir að henni höfðu verið send- ir afsláttarmiðar til kaupa á barnafatn- aði og vöggu, og spurði hvort fyrirtækið væri að hvetja til þess að hún yrði ólétt. Starfsmaður Target var miður sín og baðst innilega afsökunar á þessu öllu saman, og til að fylgja því eftir hringdi hann í föðurinn nokkrum dögum seinna til að ítreka afsökunarbeiðnina. Faðirinn varð þá heldur lúpulegur og sagði að hann hefði nú komist að því að dóttir hans væri í raun ólétt og það væri hann sem ætti að biðjast afsökunar. Í ljós kom að hjá Target starfaði hæfileika- ríkur tölfræðingur sem hafði sett saman lista af 25 vörum sem líklegt er að kon- ur kaupi þegar þær eru nýorðnar ólétt- ar, og óléttar konur eru afskaplega verðmætur kúnnahópur enda er mjög mikið sem þær og þeirra fjölskylda á eftir að kaupa á næstu árum. Unglings- dóttirin hafði sumsé keypt vörur af þessum lista og fór hún þá sjálfkrafa í hóp þeirra sem fengu einstaklingsmið- aðan auglýsingapóst og afsláttarmiða fyrir óléttar konur. Eftir þetta vand- ræðalega atvik hætti Target snarlega að senda viðlíka auglýsingar en sagan segir að þeir hafi haldið áfram að sigta út MEÐLIMAKORT SAFNA GÖGNUM Verslun vissi af óléttu á undan fjölskyldunni Costco og Target eru dæmi um versl- anir sem nota meðlimakort til að safna upplýsingum um kauphegðun neytenda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.