Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 VETTVANGUR Nýlega sýndi Ríkissjónvarpiðþýsku heimildarmyndinaMaís-tálsýnin (Der Mais- Wahn). Í myndinni er sagt frá því hve maís skiptir margt fólk miklu máli – jafnvel í hvert mál. Fyrir ótrúlega marga er maís lífsspurs- mál. Talið er að milljarður manna treysti að verulegu leyti á næringu úr maís. Á síðustu áratugum hafa stjórn- völd á Vesturlöndum hins vegar tekið ákvörðun um að beina þessari mikilvægu næringu og fleiri mat- jurtum í nýjan farveg. Miklum fjár- munum, bæði beinum ríkisstyrkjum og skattaívilnunum, er nú varið í að breyta matjurtum á borð við maís í eldsneyti á bílana okkar eða jafnvel í gas til raforkuframleiðslu. Eins og kom fram í þýsku heim- ildarmyndinni er stórum hluta af maísuppskeru Bandaríkjanna nú breytt í etanól (vínanda) sem blandað er í bensínið. Flest ríki Vesturlanda hafa leitt í lög kvaðir sem þvinga seljendur eldsneytis til að blanda slíku matareldsneyti í hefðbundið eldsneyti. Þar á meðal Ísland, eftir forskrift frá Evrópu- sambandinu. Fram kom í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn minni á alþingi um þetta efni á síð- asta kjörtímabili að íslenska ríkið leggur einnig um 1,2 milljarða króna á ári í styrki til innflutn- ings á matarelds- neyti af þessu tagi. Gróflega má svo gera ráð fyr- ir að matareldsneytið (etanólið) sem flutt er árlega til Íslands sé framleitt úr fæðu sem gæti mettað 100 þúsund manneskjur á ári. Þær voru grátlegar lýsingar margra barna móðurinnar í Kenýa sem kom fram í þættinum á því hvernig þessi stefna stjórnvalda, m.a. ís- lenskra, hefur haft áhrif á lífs- möguleika fjölskyldu hennar. Verð- ið á þessari fábreyttu en lífs- nauðsynlegu fæðu í hennar heims- hluta er hærra en hún ræður við. Með því að festa það í lög að nota matjurtir sem orkugjafa eykst eft- irspurnin eftir þeim, sérstaklega maís. Það leiðir til hærra verðs en ella og hefur neikvæð áhrif á möguleika milljóna manna til að nærast. Vert er að hafa í huga að matar- eldsneytið inniheldur þriðjungi minni orku en venjulegt bensín og því leiðir notkun þess til aukins eldsneytisinnflutnings og ferðum bíleigenda á bensínstöðvar fjölgar. Þessi noktun matareldsneytis er því bæði óhag- kvæm og hefur óæskileg áhrif á framboð og verð á fæðu. Skyldi hún samt ekki vera góð fyrir umhverfið? Um það er deilt. Það getur þó vart verið gott fyrir umhverfið að land sé ræst fram og skógar ruddir til að rækta plöntur sem svo er breytt í eldsneyti. Enda er það eftiráskýr- ing að matareldsneyti sé gott fyrir umhverfið. Kvaðirnar um notkun þess komu upphaflega til vegna þrýstings frá bændum sem vildu auka eftirspurn eftir afurðum sín- um. Matur í bensíntankinn ’ Verðið á þessari fábreyttu en lífs-nauðsynlegu fæðu íhennar heimshluta er hærra en hún ræður við. Með því að festa það í lög að nota matjurtir sem orkugjafa eykst eftir- spurnin eftir þeim, sér- staklega maís. Það leiðir til hærra verðs en ella. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen saa@althingi.is AFP Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl skrifaði á Facebook í lok vikunnar: „Eitt af vandamál- unum við að rökræða um fas- isma er að með því gefur maður í skyn að hann sé til umræðu, eins og það heitir – hann sé svona eins og að vera ósammála um myntstefnuna eða Evrópusam- bandið, þetta sé eitthvað til að ræða, svona eins og hvort það sé ekki allt í lagi að brenna hús þeirra sem maður þolir ekki, út- skúfa aumingjum, stinga þá, horfa á þá drukkna, stappa á hausnum á þeim í leðurstígvélinu sínu og svo framvegis. En það er það sem sagt ekki, þetta er ekki til umræðu. No pasaran.“ Stefán Páls- son sagnfræð- ingur sagði þá á Facebook frá skondnu samtali sem hann átti: „Núnú, ertu frá Djúpavogi?“ – spurði maður sem gekk framhjá mér í Austurstræti áðan. Ég skildi ekkert, þar til ég fatt- aði að ég var í uppáhalds- bjórbolnum mínum með áletr- unina „Surtur“ stórum stöfum á vömbinni. Nú getum við öll verið sam- mála um að brandarinn er hvorki fyndinn né smekklegur – en hann hefur þó óneitanlega visst menn- ingarlegt varðveislugildi.“ Berglind „Festival“ Péturs- dóttir dagskrárgerðarkona kom heilmiklum umræðum af stað á Twitter þegar hún varpaði þessu fram: „Hver myndi leika ykkur í mynd? Held að Þorvaldur Davíð væri góður sem ég.“ Kollegar hennar af RÚV voru fljótir til svars og þar á meðal Halla Oddný Magnúsdóttir dagskrárgerð- arkona sem sagðist alltaf hafa séð fyrir sér að Eggert Þorleifs- son væri góður sem hún sjálf. Helgi Seljan birti mynd af þýsku rannsóknarlögreglunni Derrick sem Horst Tappert lék með vísan í að hann hefði verið góður að leika sig. Bergsteinn Sigurðsson var hins vegar á því að leikkonan breska Dame Judi Dench ætti að leika hann. Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifaði á Facebook í góða veðr- inu í vikunni þar sem hitinn fór meðal annars upp í 20 stig á Ak- ureyri: „Veit að ég er fullorðin og líka prestur en samt nenni ég ekki að vera inni í dag, getur vinnuskólinn eitthvað skipt við mig?“ AF NETINU jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST Fáð þé ýj i il H í f á PI PA R \ TB W A •• SÍ A • 16 5 4 5 5 , j u rn anogg rn egan app s r Emmessís ekta íslenskanr ómaís.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.