Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 40
LESBÓK Útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við ListaháskólaÍslands verður opnuð í Gerðarsafni á laugardag klukkan 14. Tíu nem- endur eiga fjölbreytileg verk á sýningunni, sem Dorothée Kirch stýrir. Meistaranemar sýna lokaverk 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 Á ákveðnum tímapunkti hættir svona verkefni að vera sam- starfsverkefni og leikstjórinn verður að stíga fram og taka ákvarðanir um hvað eigi og þurfi að gera,“ segir Kolfinna Nikulásdóttur, einn meðlima Reykjarvíkurdætra og leikstjóri sýn- ingarinnar Reykjavíkurdætur The Show. „Það aflar þér engra vinsælda að vera leik- stjóri því sá tími kemur í verkefninu að þú verð- ur að loka á skoðanir frá öllum öðrum og fara að stjórna. Þannig verður alltaf einhver ósáttur út í þig.“ Tæpt ár er síðan Kristín Eysteinsdóttir, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, setti sig í samband við Reykjavíkurdætur og óskaði eftir að þær settu upp sýningu, algjörlega á eigin forsend- um. Eftir þrotlausa vinnu og nokkrar svefn- lausar nætur að sögn Kolfinnu styttist í að sýn- ingin verði að veruleika en frumsýning verður 11. maí næstkomandi. Pressa atvinnuleikhússins Kolfinna hefur lokið námi við sviðshöfunda- braut Listaháskóla Íslands og er þetta fyrsta sýningin sem hún setur upp og leikstýrir frá út- skrift. Það getur ekki hafa verið auðvelt að koma beint úr námi og strax á hið stóra svið at- vinnuleikhúsanna. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en um leið góður skóli. Við erum að vinna með algjöru fag- fólki í Borgarleikhúsinu á sama tíma og ég leik- stýri hóp sem hefur ólíkan og fjölbreyttan bak- grunn. Þannig er aðeins ein lærð leikkona í hópnum, hún Þuríður Blær,“ segir Kolfinna en leikstjórnin hefur að hennar sögn gengið vel þrátt fyrir að umhverfið setji aukna pressu á leikstjórann. „Ég hugsa að ég myndi leggja jafnmikið á mig eða meira í áhugamannaleikhúsi. Slíkt verkefni væri í raun bara öðruvísi. Hér er t.d. hópur fagfólks í kringum okkur frá leikhúsinu og það setur á okkur nokkra pressu. Annars eru öll verkefni lærdómur og tilraun þar sem lista- maðurinn er að þróast og þroskast. Þess vegna set ég sama metnað og orku í þetta verkefni og öll önnur.“ Þátttökusýning í nýjum búningi Orðrómur um að skortur væri á tónlist í sýn- ingu Reykjavíkurdætra reyndist ekki á rökum reistur en Kolfinna segir að hér sé á ferðinni eins konar söngleikur, rappsöngleikur. „Við munum taka nokkur af bestu lögunum okkar en einnig flytja nokkur ný. Fólk ætti því að kannast við einhver lög. Á milli laga erum við svo að segja ákveðna sögu,“ segir Kolfinna en hér er þó ekki um hefðbundinn söngleik eða leikrit að ræða. „Kannski er best að lýsa þessu þannig að hér sé á ferðinni nokkurs konar leikrit en samt ekki með ákveðið upphaf eða ákveðinn endi. Þetta er meira í ætt við spjallþátt en eitthvað annað og með ívafi af þátttökusýningu en samt ekki á slíku plani að áhorfendur þurfi að óttast neitt. Þeir eru alveg öruggir,“ segir hún sposk á svip. Hið innra sjálf Spurð um inntak sýningarinnar segir Kolfinna að farið sé að innsta kjarna Reykjavíkurdætra og samstarf þeirra skoðað og greint. „Við sviptum hulunni af hópnum, þú færð að sjá skel Reykjavíkurdætra brotna niður og litið er inn í kjarna hópsins,“ segir Kolfinna en leik- sýningin hefur opnað augu hennar fyrir þeim sterku böndum sem þær bindast. „Ég hef áttað mig á því í þessu ferli hvað tengir okkur svona sterkt saman. Okkur skorti stuðning sem við fáum núna hver frá annarri. Þú veist, peppið og sjálfstraustið sem við sækj- um hver til annarrar líkt og tíðkast svo skýrt í rappheiminum. Út á við virkum við kannski mjög sterkar og sjálfsöruggar, t.d. í mynd- böndum okkar og fjölmiðlum, en í rauninni er- um við eins og allir aðrir. Við erum líka óörugg- ar og ekki alltaf vissar í okkar sök. Kannski tengir fólk við það, eru ekki allir að glíma við eitthvert óöryggi?“ Einlægt og heiðarlegt svar Kolfinnu gefur sennilega tóninn að því sem koma skal á sýn- ingu Reykjavíkurdætra því öruggar með sjálfar sig eða ekki þá koma þær fram sem sterk heild á sviði Borgarleikhússins enda hafa þær komið víða fram og alls staðar vakið mikla athygli. Hópur sem hneysklar og heillar Reykjavíkurdætur hafa komið víða við, allt frá viðtalsþáttum og tónleikum til Hróarskeldu- hátíðarinnar í Danmörku. En hverjar eru þær? Þær gáfu út sína fyrstu breiðskífu um mitt síðasta ár eða 8. júlí og bar platan heitir RVK DTR, sem er vísun í hljómsveitarnafnið. Þær vöktu gífurlega athygli eftir að leik- og söng- konan Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út í miðju atriði þeirra í spjallþætti Gísla Marteins. Svo gífurleg var athyglin eftir þáttinn að rætt var um að Reykjavíkurdætur hefðu komið af stað Reykjavíkurþrætum í fjölmiðlum. Sitt sýndist hverjum um gjörning þeirra í þættinum og ákvörðun Ágústu Evu að ganga út. Hataðar, elskaðar þá er alveg ljóst að þær bæði hneyksla og heilla, vekja til umhugsunar og ganga langt í að fara út fyrir þægindaram- mann, sinn eigin og annarra, með róttækri framgöngu sinni og framsetningu. Það má því fastlega gera ráð fyrir að sýning þeirra verði eitthvað annað og mögulega meira en hefð- bundin leikhússýning. Reykjavíkurdætur á sviði Borgarleikhússins í sýningu sinni Reykjavíkurdætur The Show. Spjallþáttur Reykjavíkurdætra Hinn 11. maí næstkomandi frumsýna Reykjavíkurdætur sýningu sína Reykjavíkurdætur The Show en alls verða sýningarnar sex. Hér er á ferðinni rappsöngleikur þar sem greindur er kjarni hljómsveitarinnar á sama tíma og gestum sýningarinnar gefst færi á að hafa áhrif, þó ekki þannig að neinn þurfi að óttast þátttökusýninguna. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is ’Út á við virkum við kannskimjög sterkar og sjálfsöruggar,t.d. í myndböndum okkar og fjöl-miðlum, en í rauninni erum við eins og allir aðrir. Við erum líka óöruggar og ekki alltaf vissar í okkar sök. Kannski tengir fólk við það, eru ekki allir að glíma við eitthvert óöryggi?“ Leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir ásamt dóttur sinni Unni Óliversdóttur. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.