Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
S
veitastrákurinn Ævar var aldrei
sveitastrákur í eðli sínu. Undra-
heimur bókmenntanna og draum-
urinn um leiklist heilluðu hann
mun meir en hestar og sveitastörf,
en Ævar er alinn upp á tamningastöð í Borg-
arfirði. Á kaffihúsi, þar sem hann situr við
skriftir flesta daga, býður hann blaðamanni
upp á tvöfaldan latte og rifjar upp leiklistarfer-
ilinn, segir frá ævintýrinu um vísindamanninn
Ævar og frá barnabókum og sjónvarpsþáttum
sem eiga hug hans allan þessa dagana.
Sveitastörfin heilluðu ekki
Í Staðarhúsum í Borgarfirði sleit Ævar barns-
skónum. Þar bjó hann ásamt foreldrum og
þremur yngri systkinum. Faðir hans, Bene-
dikt Guðni Líndal, er tamningameistari og
móðir hans Sigríður Ævarsdóttir er „allt-
muligmanneskja“, eins og hann orðar það;
bóndi, listakona og hómópati. Ævar segir æsk-
una hafa verið góða þótt hann hafi helst viljað
búa í bæ en ekki sveit.
Það liggur beinast við að spyrja hvort hann
sé ekki á kafi í hestamennsku. „Nei, ég er ekk-
ert í hestum, ekki neitt. Það kom mjög
snemma í ljós og það var 100% skilningur á
því. Allt sem tengdist sveitastörfum og útiveru
var nokkuð sem ég tengdi engan veginn við.
Ég hjálpaði auðvitað til en um leið og skyldu-
verkunum lauk fór ég inn að lesa og skrifa. Það
voru ekki komnar tölvur, við áttum ekki einu
sinni vídeótæki og RÚV rétt náðist á loftnetinu
sem við vorum með, þannig að maður fann sér
alls kyns aðra hluti að gera. Ég byrjaði
snemma að skrifa, las rosalega mikið og vissi
alltaf að ég vildi verða leikari, þannig að allt
sem var tengt því kveikti rosalega í mér,“ segir
Ævar.
Ertu með listagenið frá mömmu þinni?
„Já, og svo er pabbi búinn að gefa út bók og
myndir um hesta og bróðir minn er líka kvik-
myndagerðarmaður og rithöfundur. Systur
mínar eru líka listaspírur, þannig að þetta er
eitthvað í vatninu,“ segir Ævar.
Dreymdi um að talsetja Strumpana
Sveitapiltsins draumur var alltaf að verða leik-
ari. „Ég fattaði það þegar ég var svona fimm
ára gamall að það væri hægt að vinna við það
að talsetja Strumpa. Ég uppgötvaði að það var
maður sem héti Laddi og hann fékk borgað
fyrir að talsetja heilt þorp af Strumpum. Og ég
hugsaði með mér að það hlyti að vera mjög
skemmtileg vinna,“ segir Ævar, sem sökkti
sér ofan í að skoða þau mál.
„Eftir þetta stúderaði ég allar raddir í ís-
lenskri talsetningu og skoðaði alla kreditlista í
lok mynda. Mér fannst þetta hrikalega spenn-
andi heimur. Og að talsetja teiknimyndir er
eitt af því sem ég vinn við í dag, þannig að það
gekk eftir,“ segir hann og hlær.
Hefurðu fengið að talsetja Strumpana?
„Já! Það er nefnilega málið! Ég er búinn að
fá að talsetja tvo Strumpa. Laddi tók þetta allt
á einu bretti en ég fer hægt og rólega í gegn-
um þetta. Ég er búinn að taka Klaufastrump
og Gáfnastrump,“ segir hann kíminn.
Með hárkollu í Hárinu
Faðir Ævars átti upptökuvél sem hann notaði
til að taka upp myndir af hestum og kom hún
sér vel fyrir forvitinn og listrænan strák.
„Henni var nappað í skjóli nætur og haldið í
gíslingu heilan vetur þar sem ég gerði alls kon-
ar upptökur með vinum mínum og stuttmyndir
sem ég lék sjálfur í. Svo þegar ég kom í MA
hellti ég mér á bólakaf í leiklistarlífið,“ segir
Ævar, sem sextán ára gamall hleypti heim-
draganum og hélt norður.
„Við bjuggum eitt ár á Hólum í Hjaltadal,
þar sem var afar gaman að búa. Þegar kom að
því að velja menntaskóla ákvað ég að því norð-
ar sem ég færi, því skemmtilegra. Það var ég
búinn að ákveða, og það reyndist rétt, “ segir
Ævar, sem fór í Menntaskólann á Akureyri.
Leiklistin í skólanum átti hug hans allan og
fékk hann að spreyta sig á ýmsum hlutverk-
um. „Ég fékk aðalhlutverkið í söngleiknum
Hárið sem Leikfélag MA setti upp og var það í
fyrsta skipti sem ég fékk stórt hlutverk og það
í einhverju sem var sýnt oftar en einu sinni. Og
af því að þetta var Hárið varð lubbinn að vera
almennilegur. Ég var því með hárkollu úr al-
vöru mannahári, af því að ég er nú ekki hærð-
ari en þetta, sem þýddi að það var auðvitað
einstaklega ógeðslegt þegar hárið fór óvart
upp í mann,“ útskýrir Ævar.
„Sýningin sló í gegn fyrir norðan. Og rús-
ínan í pylsuendanum var líka sú að það vissi
enginn að ég gæti sungið. Þegar ég hringdi í
mömmu og pabba og sagði þeim að ég væri
kominn með aðalhlutverk í söngleik sögðu þau
bara ókei, flott, án þess að hafa nokkurn tím-
ann heyrt mig syngja. Eftir frumsýninguna
kom pabbi til mín og sagði mér að ég ætti að
safna hári og stofna hljómsveit, hann var svo
ánægður,“ segir hann og skellihlær.
Þetta var þá leyndur hæfileiki sem kom
þarna í ljós?
„Já, í rauninni, maður hafði bara alltaf verið
að syngja með útvarpinu, eins og maður gerir.
Árið eftir settum við upp söngleikinn Chicago og
ég fékk aftur stórt hlutverk. Svo missti ég rödd-
ina tveimur dögum fyrir frumsýningu, eiginlega
alveg, sem var ferlegt því sýningartímabilið var
svo stutt. Það reddaðist þannig að ég talaði mig í
gegnum lögin. Þetta var mikið drama,“ segir
hann en bætir við að það hafi verið góður lær-
dómur að þurfa að leysa þetta vandamál.
Þorvaldur Þorsteins áhrifavaldur
Eftir sýninguna á Hárinu hafði maður samband
við Ævar og sagðist hafa áhuga á að heyra í
honum. „Það var Þorvaldur Þorsteinsson,
myndlistarmaður og rithöfundur. Hann var svo
ánægður með mig að hann lét mig hafa tvo ein-
leiki sem hann hafði skrifað sem einstaklings-
verkefni fyrir leiklistarnema í Listaháskólanum
og sagði að ég mætti gera það sem ég vildi við
þá. Ég átti ekki til orð, ég varð svo upp með
mér. Þannig að sumarið áður en ég varð átján
ára hafði ég samband við Skúla Gautason, leik-
ara, leikstjóra og Snigil, og spurði hann hvort
hann væri til í að leikstýra mér í öðrum þessara
einleikja. Verkið sem varð fyrir valinu heitir
Ellý, alltaf góð og var upphaflega skrifað fyrir
„Allir sem þið dýrkið og
dáið eru nördar. Þau náðu
langt á sínu sviði af því að
þau voru heltekin af því
sem þau voru að gera. Þau
voru nördar,“ segir Ævar.
Nördarnir erfa heiminn
Ævar vísindamann þekkja flestir. Færri þekkja manninn á bak við persónuna, en Ævar Þór Benediksson, leikari og rithöf-
undur, hefur komið víða við. Hann hefur verið ötull við að fræða og skemmta börnum og unglingum í sjónvarpi, útvarpi
og í bókum sínum þar sem lesandi fær oft það hlutverk að stjórna framvindu sögunnar. Tvær nýjar barnabækur koma út
á þessu ári en fleira er á dagskrá og þarf því Ævar vísindamaður að hverfa af sjónarsviðinu. Spennandi sjónvarpsþátta-
sería er á teikniborðinu og verður hún fyrsti gagnvirki leikni sjónvarpsþáttur Íslandssögunnar.
Ljósmyndir og texti
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ævar er ungur maður á uppleið, enda hefur hann bæði hæfileikana og metnaðinn til að
gera hvað sem hann vill. Það var skemmtilegt að hitta hann og heyra um hans fjölbreytta
feril og það sem er fram undan. Hann er klárlega á réttri hillu sem leikari og ekki síður
sem rithöfundur. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.