Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 30
Thinkstock
Áhrif raddarinnar
Söngur, öskur, hlátur, að tala við sjálfan sig og tala við ókunnuga
hefur ýmiss konar áhrif á heilsu, gjarnan til hins betra.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Öskur, sem er ekki beint gegn
öðrum, er samkvæmt þónokkr-
um rannsóknum góð aðferð fyrir
þá sem eru undir álagi. Slík ösk-
ur skal gera í hóp með öðrum
sem ætla að öskra saman eða í
einrúmi, eða þar sem fólk er
viðbúið að þú ætlir að öskra til
að losa um spennu. Sums staðar
láta kennarar nemendur sínar
öskra fyrir próf til að losa um
stress og jafnvel eru öskursam-
komur í sumum háskólum ytra
þar sem fólk öskrar og fær sér
svo heitt kakó á eftir. Þetta eru
öskur sem þú hefur fulla stjórn á
og láta manni líða betur eftir á,
frjálsari og afslappaðri.
Öskraðu þig
frá stressinu
HEILSA Allir vita að blómkál er hollt en nýjustu tíðindi herma að hollusta þesshafi verið vanmetin og það jafnist á við ofurfæðu. Blómkál er afar C-
vítamínríkt og getur haft áhrif góð áhrif á andlega heilsu.
Súperblómkál
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
Góðar fréttir fyrir þá sem
blóta hressilega. Formælingar
og blót geta styrkt og aukið
úthald og þá sérstaklega þeg-
ar maður er á lokametrunum
að eiga við verk sem reynir á
mann líkamlega eða virðist
ómögulegt. Það getur t.d.
verið þegar maður gengur
upp erfiða brekku eða opnar
erfiða krukku. Vísindamenn
við Keele-háskólann greindu
frá þessu í vikunni og er þetta
talið tengjast því að tauga-
kerfið láti hjartað hamast
meira í reiði.
Ekki hætta að blóta
Enginn ætti að þurfa að skamm-
ast sín fyrir að tala við sjálfan sig
og reyndar er ávinningur af því
samkvæmt rannsóknum vísinda-
manna við Háskólann í Wiscons-
in. Þannig eykur slíkt tal einbeit-
ingu og gerir okkur til dæmis
auðveldara að finna hluti sem við
týnum, t.d. bíllyklana, þar sem
athyglin skerpist á umhverfið og
við sjáum frekar það sem er í
kringum okkur. Því er um að
gera að segja upphátt að hverju
við erum að leita.
Talaðu við
sjálfan þig
Að syngja í hóp bætir andlega
heilsu allra en sérstaklega eldri
borgara, samkvæmt rannsókn
sem nokkrir virtir breskir háskól-
ar stóðu að á síðasta ári en nið-
urstöður birtust fyrir hálfu ári.
Kórsöngurinn minnkaði kvíða og
þunglyndi og einmanaleika. Í
sömu könnun kom í ljós að þeir
sem njóta sérstaks ávinnings af því
að taka þátt í eða njóta tónlistar
utan eldri borgarar eru til dæmis
óléttar konur og fangar. Skiptir þá
ekki máli hvort þú heldur lagi.
Gott að
syngja í kór
Hlátur er sannarlega allra meina
bót. Fjölmargar rannsóknir hafa
verið gerðar á heilsufarslegum
ávinningi þess að hlæja, það styrk-
ir m.a. hjartað og andlega heilsu.
Undarlegur húmor og það að
hlæja á óviðeigandi augnablikum
getur verið merki um heilabilun-
arsjúkdóm á fyrstu stigum, en vef-
miðill sem birtir niðurstöður ým-
issa háskólarannsókna, The
Conversation, birti grein um efnið
í síðustu viku. Þá er til sérstök
fælni sem kallast gelotophobia, og
það er ofurhræðsla við það að ein-
hver kunni að hlæja að manni og
getur þróast út í ofsahræðslu og
þunglyndi.
Hlátur ekki
alltaf góður
Létt spjall um daginn og veginn
við ókunnuga, leigubílstjórann,
barþjóninn, konuna á biðskýlinu,
er hollt. Vísindamenn við Háskól-
ann í Chicago hafa komist að því
að það að taka þátt í spjalli um
veðrið eða annað slíkt við
ókunnuga getur gert mann já-
kvæðari og hamingjusamari. Í
sömu rannsókn kom það fram að
við forðumst slíkt tal af því að við
teljum að það geti leitt til ein-
hverrar óþægilegrar reynslu. En
það er sem sagt meira að græða
en óttast og því um að gera að
fitja upp á umræðuefni við
ókunnuga þegar aðstæður bjóða
upp á það.
Spjall um
ekkert hollt
majubud.is
Fosshálsi 5-9,
110 Reykjavík