Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 H inn 23 ára gamli Lárus Örn Arnarson er búsettur í Los Angeles þar sem hann hefur verið í tónlistarnámi síðustu tvö ár en hann skrifaði nýver- ið undir samning við fyrirtækið Honua Music. Þar vinnur hann fyrir Andreas Schuller sem er eftirsóttur lagahöfundur og útsetjari í popp- heiminum og hefur til dæmis samið fyrir Just- in Bieber, Pitbull og fleiri. Sjálfur hefur Lárus vakið nokkra athygli fyrir nýtt lag Áttunnar, „Neinei“, sem hann samdi ásamt fleirum, en það hefur verið spilað yfir 700.000 sinnum á rúmum tveimur mán- uðum en lagið er líka komið á Spotify. Hann flutti út með kærustunni sinni Alex- öndru Sif Tryggvadóttur en hún stundar nám í fjölmiðla- og samskiptafræðum við UCLA. Pabbi hennar er búsettur þarna úti svo þau búa að því að hafa fjölskyldu á svæðinu, sem er gott enda mikill tímamismunur og löng vega- lengd til Íslands. Leiddist hljómfræðin Blaðamaður heyrir síðdegis í Lárusi, sem er snemma morguns hjá honum enda er gott að taka daginn snemma í sólríkri borg englanna. „Maður reynir að gera það, það er miklu þægi- legra,“ segir Lárus sem var nýbúinn að keyra systur kærustunnar í skólann en þau voru að passa. Þrátt fyrir að hann sé nú búinn að helga sig tónlist var það ekki alltaf ljóst að hann myndi taka þessa stefnu. „Ég lærði á píanó þegar ég var lítill í um tvö ár. Mér fannst það frekar óspennandi,“ segir hann og útskýrir að hljóm- fræðin hafi dregið úr áhuga á náminu. Áhug- inn kom aftur, ekki síst í gegnum það að kenna sér sjálfur á gítar heimavið en bróðir hans átti gítar sem hann fór að spila á. Píanóið kom aft- ur til sögunnar þegar hann fór að búa til tónlist árið 2011. Fannstu fljótt að það lægi vel fyrir þér að semja tónlist? „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að semja tónlist var að ég var svo mikill fiktari. Ég var mikið að spila tölvuleiki og prófa allskonar for- rit,“ segir hann en þar á meðal voru tónlistar- forrit. „Þetta var eitthvað sem mér fannst mjög skemmtilegt,“ segir Lárus sem fann sig í þessu og hélt áfram að æfa sig. Tók þátt í 12.00 í Versló Þetta var í lok grunnskóla en Lárus var í Rétt- arholtsskóla áður en hann hélt í Verslunar- skóla Íslands. Þar fann hann vettvang fyrir tónlistina. Hann kynntist strákunum sem eru nú með skemmtiþáttinn Áttuna en voru þá með umsjón 12.00 í Versló, þar sem nemendur búa til lög og myndbönd. „Þá fór ég í þetta fyr- ir alvöru. Ég var í þriðja eða fjórða bekk þegar ég gerði fyrst lag fyrir 12.00,“ segir hann en það varð mjög vinsælt í Versló. Hann segir þetta hafa verið góðan skóla og hafa hjálpað mjög mikið upp á framtíðina. „Við spiluðum þetta fyrir framan allan skól- ann og maður fékk viðbrögð strax. Versló var góður skóli og það eru margir þar sem vilja gera eitthvað listrænt og sækja í það að starfa í nefndunum á vegum nemendafélagsins. Mér gekk ekki vel í hefðbundnu námi, það var ekki fyrir mig, en ég fann mig í þessu. Það fór líka mikill tími í þetta frá skólanum. Það hjálpaði gífurlega að hafa þennan bakgrunn,“ segir Lárus um hvaða áhrif þetta hafði á framtíðina. Tengslanetið mikilvægt Eftir Versló hélt parið vestur í nám en hann hafði skoðað skólann Musician’s Institute sum- arið fyrir útskrift. Þar var hægt að velja um margar brautir en hann ákvað að leggja áherslu á píanó og hljómfræði, sem hann hafði ekki gaman af áður en segist hafa áttað sig á því að það væri alveg nauðsynlegt að læra hana. „Það var það sem ég vildi helst fá út úr skólanum,“ segir hann. „Stór hluti af því að vera í þessum skóla er líka að vinna með krökkunum sem eru í skól- anum og kynnast fólki. Í þessum bransa eru sambönd mjög mikilvæg; það þarf að komast í samband við rétta fólkið til að koma sér eitt- hvað áfram.“ Hann komst í tengsl við Schuller hjá Honua Music í gegnum þrjá Íslendinga þarna úti, Pálma Ragnar úr StopWaitGo og Klöru og Ölmu, sem áður voru kenndar við Nylon. Lárus útskrifaðist í nóvember á síðasta ári og fékk fljótlega samning við Honua eftir að hafa sýnt Schuller nýjustu lögin sín. „Það var alveg frábært og hefði ekki getað komið á betri tíma,“ segir Lárus en hann vinn- ur sem stendur heimavið. „Ég er dag og nótt að vinna og það er margt sem þarf að gera,“ segir hann og útskýrir að tímapressan sé frek- ar mikil. „Það skiptir miklu máli að skila þessu eins fljótt og hægt er.“ Í meginatriðum virkar það þannig að lista- menn leita til þessa fyrirtækis til þess að fá lög eða til þess að láta vinna sín eigin lög áfram. „Það er mikil samkeppni í þessum bransa og stærstu verkefnin eru send á þá bestu, segir hann en vinnan felst í því að útsetja lögin. „Það er alltaf takmarkið að gera lagið betra. Schuller vinnur mikið með laga- og textahöf- undum. Þeir búa til lög saman og selja til tón- listarfólks hér í LA. Það halda alltaf allir að þessir stærstu listamenn semji lögin sín sjálfir en það er oftast eitthvert annað fólk á bak við það.“ Andreas Schuller er Norðmaður og sú spurning vaknar hvort þeir hafi verið að tengj- ast út á það að vera báðir Norðurlandabúar. „Ekki beint en ég held að Skandinavíubúar nái oftast vel saman, maður tengir meira við þá en Ameríkanana,“ segir hann og nefnir sem dæmi að það séu mjög margir Svíar í borginni. „Hér er fólk alls staðar frá, maður er alltaf að hitta fólk frá nýjum löndum.“ Alltaf í leit að einhverju nýju Starf Lárusar virkar meðal annars þannig að hann fær lög frá Schuller sem eru lítið sem ekkert unnin. „Það er smá hugmynd á bak við það, kannski bara söngurinn en ég þarf að út- setja lagið þannig að það verði tilbúið til spil- unar í útvarpi,“ segir Lárus sem sendir Schull- er svo lagið og segir gott að fá athugasemdir frá svona vönum manni. Það er nú einu sinni þannig að það er ekki einhver ein formúla að topplagi en þá gætu all- ir gert þetta. Hvert er takmarkið? „Það er bara að gera grípandi og gott lag sem höfðar til sem flestra. Við leggjum mikla áherslu á að reyna að gera fersk lög og prófa eitthvað nýtt,“ segir hann og útskýrir að þótt mörg popplög séu eins í grunninn þurfi að vera eitthvað nýtt sem grípi eyrað og fólk vilji hlusta á. Lárus fylgist með því sem er í gangi og hvað sé að virka á hverjum tíma en hann segist samt ekki leita innblásturs á dansklúbbum borgar- innar. En hvar þá? „Maður reynir að gefa sér smátíma frá lag- inu, taka pásu og fara út og dreifa huganum. Svo veltur þetta mikið á að prófa sig áfram og vesenast í þessu þangað til þetta hljómar vel.“ Hann útskýrir ferlið eftir að hann fær lag til að vinna með nánar. „Þetta getur bæði gengið mjög fljótt en líka oft tekið mjög langan tíma. Núna hef ég verið að vinna að einu lagi í heila viku, sem ég hef ekki náð að negla niður. Ég er alltaf að koma að því aftur. En svo eru önnur lög sem ég klára á tveimur eða þremur dög- um.“ Markmiðið er auðvitað að gera smell. „Það er að gera gott lag sem getur orðið vinsælt. Ef þú selur lag hérna úti sem verður vinsælt verða allir rosalega áhugasamir um hvað þú hefur gert.“ Hann segir gott að vinna fyrir Honua Music. „Þeir vinna að mörgu skemmtilegu. Ég gæti kannski gert þetta sjálfur en bransafólkið leit- ar mikið til þeirra til að fá verkefni og til að fá lög. Það hjálpar mjög mikið að vinna fyrir ein- hvern sem stóru plötufyrirtækin hérna úti leita til.“ Alltaf gott veður Hvernig er annars daglegt líf í Los Angeles? „Það er frekar einfalt og gott. Sól, sumar og rólegheit. Það er alltaf mjög gott verður sem er mikill plús,“ segir hann en parið býr í Santa Monica. „Þetta er mjög fínt. Við erum nálægt ströndinni. Það eru margir skemmtilegir stað- ir nálægt og stutt að fara margt. Þetta er mjög þægileg borg, eini mínusinn er umferðin.“ Fyrir utan umferðina er tímamismunurinn helsti gallinn við að vera Íslendingur í Los Angeles. „Sjö klukkustunda tímamismunur er frekar mikið og getur verið óþægilegt fyrir Leitin að smellinum Lárus Örn Arnarson er 23 ára tónlistarmaður og lagahöf- undur sem er búsettur í Los Angeles þar sem hann vinnur að því að semja tónlist fyrir aðra. Hann er enginn egóisti og finnst gott að vera maðurinn á bak við tjöldin. Lárus samdi ásamt fleirum lagið „Neinei“, nýjasta smell Áttunnar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.