Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 43
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Síðasta skáldsaga sem ég las var Colorless Tsukuru Tazaki and His Years of Pilgrimage eftir Murak- ami. Falleg og döpur saga sem eig- inlega krafðist þess af mér að ég svaraði erfiðum spurn- ingum um ást og vin- áttu, ofbeldi og við- brögð við því. Ég hef svo verið með Ástin ein taugahrúga, Enginn dans við Ufsaklett eftir El- ísabetu Kristínu Jökulsdóttur ná- lægt mér síðan hún kom út 2014. Ég hef mikið flett í henni og legið yfir einstökum ljóðum en er loksins að hafa mig í það núna að lesa söguna sem í henni er sögð. Ég hef haldið upp á Ellu síðan ég var barn en þessi bók er af öðru kalíberi. Hún er hrá og heiðarleg og lýsir því hvernig kona situr föst í ofbeldissambandi á hátt sem er gríðarlega auðvelt að minnsta kosti að skilja ef ekki tengja við. Bókin sem ég hef skemmt mér best yfir undanfarið er Men Explain Things to Me eftir Rebeccu Solnit. Ég las hana fyrst fyrir tveimur árum og gríp stundum niður í hana ennþá bara til að skemmta mér. Ég held ég viti ekkert betra í heiminum en konur að gera grín að feðraveldinu. Hildur Lilliendahl Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er verkefnastjóri. Svikaskáldin Þórdís Helgadóttir, Þóra Hjörleifs- dóttir, Sunna Dís Másdóttir, Fríða Ísberg, Ragn- heiður Harpa Leifsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Jónsson BÓKSALA Í APRÍL Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda. 1 LögganJo Nesbø 2 Í skugga valdsinsViveca Sten 3 Sterkari í seinni hálfleikÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Ævinlega fyrirgefiðAnne B. Ragde 5 Dalalíf VGuðrún frá Lundi 6 Risasyrpa - Glóandi gullWalt Disney 7 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 8 ÖrvæntingB.A. Paris 9 Atlasinn minn: Dýraríkið 10 ÖrAuður Ava Ólafsdóttir 11 Dvalið við dauðalindirValdimar Tómasson 12 Sonur LúsífersKristina Ohlsson 13 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 14 Atlasinn minn: Heimurinn 15 Iceland Flying HighKlaus D. Francke 16 SvefnDr.Erla Björnsdóttir 17 HeimförYaa Gyasi 18 Stúlkurnar á Englands- ferjunni Lone Theils 19 Garðrækt í sátt við umhverfið Bella Linde/Lena Granefelt 20 Komdu út! Brynhildur Björnsd./Kristín Eva Þórhallsd. Allar bækur Litir rithöfundar hafa löngum átt erfitt uppdráttar í enskumælandi bókmenntaheimi, bækur þeirra eru síður gefnar út og fá minni umfjöll- un, aukinheldur sem það er saga til næsta bæjar ef þær eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna. Af því til- efni kom hópur áhugafólks saman á síðasta ári og hrinti úr vör Jhalak- verðlaununum sem sérstaklega eru ætluð litum rithöfundum sem skrifa á ensku. Verðlaunin eru veitt í sam- vinnu við samtökin Media Diversi- fied sem berjast gegn mismunun. Fyrstur til að hljóta Jhalak- verðlaunin varð grenadíski rithöf- undurinn Jacob Ross fyrir glæpa- söguna The Bone Readers. Hann var þó varla búinn að taka við verð- laununum þegar breski þingmað- urinn Philip Davies, sem situr á þingi fyrir breska Íhaldsflokkinn, kærði Jhalak-verðlaunin til Jafn- réttisstofnunar Bretlands fyrir kynþáttamismunun, enda þótti hon- um ósvinna að veita verðlaun sem aðeins væru ætluð litum. Kæru hans var vísað frá. Grenadíski rithöfundurinn Jacob Ross skrifar um lögreglumann á ótilgreindri Karíbahafseyju í verðlaunabókinni The Bone Readers. Af grenadískum glæpum BÓKMENNTAVERÐLAUN ÉG ER AÐ LESA Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögumSvansvottuðbetra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð u Frábær þekja u Mikil þvottheldni u Hæsti styrkleikaflokkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.