Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 37
að hinn nýfæddi flokkur hans muni ekki fá meirihluta
á þingi. Stjórn forsetans muni því standa völtum fót-
um. Macron sem forseti með forsætisráðherra úr
flokki Fillons gæti leitt til afdrifaríkra breytinga eftir
5 ár. Og þar kynni Marine Le Pen að spila stóra rullu.
Fari það svo að Marine verði með á milli 35 og 40%
fylgi, verða það stórtíðindi í frönskum og evrópskum
stjórnmálum. Faðir hennar fékk aðeins 18% atkvæða
þegar hann komst óvænt í síðari umferð. Hann mátti
því áfram stimpla sem öfgamann í smáflokki og var
það ótæpilega gert.
Það eru veikar forsendur fyrir því að stimpla Mar-
ine Le Pen öfgahægrimann. Eins og sýndi sig í sjón-
varpskappræðunni í vikunni þá sótti hún í flestum
málum að Macron frá vinstri, að svo miklu leyti sem
gagnlegt er að nota slíka kvarða. Macron varðist fim-
lega og stóðst atlöguna. En spyrji menn sig með sann-
girni hvor frambjóðandinn hefði virst meiri lýðskrum-
ari hafði Macron vafalaust vinninginn. Macron, sem á
rót sína hjá sósíalistum lét eins og sá kafli lífsins hefði
verið strokaður út af skaparanum sjálfum. Macron
hefur safnað að sér ótrúlegum auðæfum á aðeins örfá-
um árum í bankabraski. Þar liggur hans tengslanet að
frátöldum tengingum inn í gamla sósíalistaflokkinn,
sem hann þykist varla þekkja lengur í sjón. Hann hef-
ur verið óforbetranlegur jámaður Evrópusambands-
ins. En sagði svo í kappræðunum að myndi hann ekki
knýja fram gjörbreytingu á ESB mætti með réttu
kalla hann svikara við þá sem kysu hann. Macron hef-
ur aldrei talað fyrir breytingum um að styrkja full-
veldi ríkja gagnvart veldi skrifræðisins. Og þótt hann
segðist ætla að gera kröfur um breytingar var óljóst
hverjar þær áttu að vera.
Stefnumál Marine Le Pen hafa verið kunn lengi og
hún hefur verið sjálfri sér samkvæm að mestu leyti og
alveg sérstaklega á mælikvarða stjórnmálanna. Svo
sannarlega má hafa gildar ástæður til að fella sig ekki
við ýmsar skoðanir hennar. En enginn kjósenda
hennar kaupir köttinn í sekknum í hennar tilviki.
Sömu sögu er ekki að segja um Emmanuel Macron.
Kjósendur vita það eitt um hann, að þar fer köttur,
liðugur mjög eins og flestir í þeirri ætt. Macron gæti
búið yfir 9 lífum kattarins og kemur oft niður á lapp-
irnar. En þótt þetta sé að sönnu vitað um Macron, þá
er sekkurinn um köttinn þann svo þykkur að enginn
veit hvort hann er svartur eða hvítur.
Deng Xiaoping, hinn mikli leiðtogi Kína, sem bjarg-
aði risaveldinu undan afleiðingum helstefnu Maos,
sagði raunar, svo frægt varð, að það skipti litlu hvort
kötturinn væri svartur eða hvítur. Aðeins hvort hann
veiddi mýs.
Eftir veru Macrons á stóli efnahagsráðherra í ræf-
ilslegri stjórn Hollande má hafa efasemdir um að sá
köttur veiði mýs.
Líka kosið handan sunds
Íhaldsflokkur Theresu May vann stórsigur í breskum
sveitarstjórnarkosningum um helgina. Verka-
mannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokk-
urinn tapaði miklu fylgi, eins og hafði þótt líklegt.
Fyrir nokkru var það nefnt á þessum stað að Ukip,
flokkur sem Nigel Farage var meginstoðin í og þving-
aði fram loforð um þjóðaratkvæði um útgöngu, myndi
tapa í næstu kosningum. Sagt var, að eftir brexitsigur
og tilkomu öflugs leiðtoga Íhaldsflokks, sem ætlaði að
fylgja málinu fast eftir, þá hefði Ukip „misst glæpinn
sinn“. Betur fer á að segja að Ukip sé fórnarlamb eig-
in árangurs.
Mörg dæmi önnur eru til um slík örlög. Stærsta
dæmið tengist Churchill. Enska þjóðin var barmafull
af þakklæti í hans garð. Samt sparkaði hún honum
miskunnarlaust í stjórnarandstöðu á sjálfu sigurárinu
1945.
Þjóðin hélt áfram að elska og dá Churchill mest
allra. En hún taldi einfaldlega að eftirstríðsár þyrftu
aðra manngerð en stríðið sjálft. Matið var ekki sann-
gjarnt en alls ekki er útilokað að það hafi verið rétt.
Norski Miðflokkurinn var einarðastur stjórnmála-
flokka í andstöðu við inngöngu í ESB. Þegar baráttan
var hörðust rauk flokkurinn upp í fylgi. En misserin
eftir að hættan var liðin hjá, hölluðu kjósendur sér að
öðrum, líka þeim sem síst má treysta í fullveldismál-
unum.
ESB hrósar happi
Þegar horft er til forsetakosninga í Austurríki, þing-
kosninga í Hollandi, fyrirsjáanlegra forsetakosninga i
Frakklandi og kosninga í Þýskalandi í september, þar
sem gengið er út frá því að kyrrstöðuflokkarnir tveir
verði áfram saman í stjórn, má segja að ESB hafi
staðið af sér atlögu lýðræðisins.
Búrókratar í Brussel og bandamenn þeirra í sum-
um höfuðborganna hafa vara á sér gagnvart lýðræð-
inu. Elítan mun því í árslok hafa gildar ástæður til að
opna dýrustu kampavínsflöskur, sem hún gerir raun-
ar iðulega án tilefnis. Almenningur borgar þær eins
og annað. En í öllum þessum sigrum, sem skálað
verður fyrir, er ekki allt sem sýnist. Bretar eru á för-
um. Það verður hvorki stöðvað með brögðum né hót-
unum. Slíkt myndi sjálfsagt takast gagnvart smáþjóð-
um sambandsins sem sjaldnast er hlustað á. Það
einkennir alla þessa „sigra“ að bilið er alls staðar að
minnka. Verði hrokinn og fyrirlitningin gagnvart full-
veldisvilja þjóðanna áfram mest áberandi, sem er lík-
legast, verður fljótlega ástæðulaust að skála.
Þá verður það aðeins spursmál um tíma. Það tók
Breta næstum hálfa öld að knýja fram kosningar um
veru sína í ESB. Og þeir eru á förum. Aðeins liðlega
55 prósenta Frakka styðja nú áframhaldandi veru í
ESB. Frakkland er þó annar af tveimur burðarbitum
báknsins í Brussel. Og það segir mikla sögu þegar
jafnvel hann er tekinn að fúna.
Hvað boðar það?
Bara gott.
Morgunblaðið/RAX
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37