Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 4
Í vísindum lærir maður að bíða Ég er mjög montin af þessu og hópnummínum og þakklát fyrir stuðning allra.Þrátt fyrir að vera búin að fá Evrópu- styrki og raka inn einhverjum viðurkenningum fyrir hópinn minn þykir manni alltaf vænst um það þegar þeir sem standa manni næst klappa manni á bakið,“ segir Unnur Anna Valdimars- dóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Fyrir tveimur dögum hlaut Unnur einhver stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir vísindastörf hér á landi. Verðlaunasjóðinn stofnuðu Árni Kristinsson og Þórður Harð- arson, núverandi heiðursprófessorar við Há- skóla Íslands og fyrrverandi yfirlæknar við Landspítala, en féð nemur fimm milljónum króna. Unnur hefur í um 20 ár rannsakað hvernig sálrænt álag og áföll hafa áhrif á heilsu og sjúk- dómsþróun en um þessar mundir er stóra rann- sóknarefnið þáttur erfða í því hvernig áföll hafa alvarlegar afleiðingar á heilsu sumra einstak- linga meðan þau hafa lítil áhrif á heilsu annarra sem þó ganga í gegnum sambærileg áföll. Unn- ur þykir vera einn fremsti vísindamaður á sínu sviði í heiminum og þykir hafa náð frábærum árangri en á síðasta ári hlaut hún hæsta styrk sem Evrópska rannsóknaráðið veitir, 2 milljónir evra. Unnur segist mjög ung hafa byrjað að þróa með sér mjög mikinn áhuga á sállífeðlisfræði og samspili þess hvernig okkur líður og hvaða áhrif það hefur á líkamann og líkamsstarfsemina. „Mér fannst ákaflega gaman í líffræði í menntaskóla og fór í sálfræði í framhaldi af því. Lokaverkefni mitt fjallaði um tengsl streitu og krabbameina og þar sáði ég einhverju fræi sem ég fékk meiri og meiri áhuga á. Þegar ég fór í doktorsnám í klínískri faraldsfræði í Stokk- hólmi sá ég mjög fljótt að þótt það væru til mjög margar rannsóknir um hvaða áhrif áföll hafa á heilsu okkar voru þær allar frekar slakar og höfðu mjög litla líffræðilega nálgun. Þetta voru pínu „vúdúfræði“ á þeim tíma en það hefur breyst mjög mikið.“ Bólgusjúkdómar afleiðing Margt hefur breyst frá því Unnur byrjaði sinn feril fyrir 20 árum en í upphafi þegar hún var að halda fyrirlestra og kynna niðurstöður sínar mætti hún oft andstreymi, frá raunvísindafólki, læknum og jafnvel hjúkrunarfræðingum. „Það hefur minnkað og kannski er stór hluti af því að Elizabeth Blackburn fékk Nóbels- verðlaunin árið 2009 fyrir rannsóknir sínar á litningaendum en hún sýndi síðar fram á að litn- ingaendar fólks sem verður fyrir miklum áföll- um eða streitu eyðast fyrr. Hún breytti mikið viðhorfinu.“ Rannsóknir síðustu tíu ára hafa leitt í ljós að sálræn áföll og streita hafa áhrif á uppkomu og framvindu hjartasjúkdóma. Það sem hefur ver- ið meginsvið Unnar er að skoða hvernig áhrif sálrænna þátta og streitu eru á uppkomu og framvindu krabbameina. „Við sjáum ákveðið mynstur í því að sjálf krabbameinsgreiningin vekur mjög mikið sál- rænt viðbragð, það er mikið áfall að greinast með krabbamein og það viðbragð getur haft mikil áhrif á framvindu meinsins og sjúkdóms- ins. Þetta er þó púsluspil þar sem myndin verð- ur aðeins skýrari með hverri rannsókn sem er gerð.“ Hvaða líkamlegu sjúkdómar eru þetta sem áföll eru talin hafa áhrif á? „Í fyrsta lagi hjartasjúkdómar, í öðru lagi all- ir sjúkdómar sem tengjast á einhvern hátt sýk- ingum. Í rannsóknum sem eru svo í farvatninu erum við að sjá að streita hefur líka töluverð áhrif á þróun sjálfsofnæmissjúkdóma af ýmsu tagi. Til dæmis sykursýki eitt og ýmsa bólgu- sjúkdóma. Streita hefur þá líka áhrif á sýkinga- tengd krabbamein og við erum að sjá fleiri og fleiri vísbendingar um að hún geti haft áhrif á framgang sjúkdómsins.“ Rannsóknin sem Unnur og rannsóknarhópur hennar vinna í núna og næstu fimm árin er afar viðamikil. „Það er mjög merkilegt að við séum mis- móttækileg fyrir alls konar heilsufarstjóni eftir áföll. Þrátt fyrir að áföllin reyni á okkur öll þá virðumst við flest hafa þá eiginleika að jafna okkur að minnsta kosi að því marki að við höld- um heilsu okkar nokkuð óskertri. Aðrir missa heilsu mjög hratt eftir sambærileg áföll. Við ætlum að reyna að skilja hvort það séu ein- hverjir erfðaþættir sem skera úr um hverjir missa heilsu og hverjir halda henni. Við vitum mjög mikið um umhverfisþættina, að það að eiga vini, búa við öruggan fjárhag og slíkt hefur áhrif til góðs. Við vitum hins vegar mjög lítið um þá erfðaþætti sem spá fyrir um hvernig við bregðumst við í þessum aðstæðum.“ Svíar og Íslendingar Hvernig gagnast rannsókn sem þessi almenn- ingi? „Auðvitað vonumst við til þess að niðurstöð- urnar geti að einhverju leyti nýst hópum sem eru mjög berskjaldaðir í erfiðum aðstæðum. Þær geti hjálpað heilbrigðiskerfinu og heil- brigðisstarfsmönnum að sjá hvar þarf helst að veita hjálpina. En það gæti verið svolítill tími í það. Ef við fáum óyggjandi svar er þetta oft lengri leið en maður myndi vilja. Maður er stundum bráður og vill fá einhverja niðurstöður sem gagnast fólki strax. En maður lærir þegar maður er í vísindum að bíða og skilur líka að þróun þekkingar tekur rosalega langan tíma og enn lengri tíma tekur að sannreyna ný inngrip eða íhlutanir.“ Inn í rannsóknina sem nú stendur yfir tengj- ast nokkrir leggir. Þar á meðal gögn frá Svíþjóð en Unnur hefur, frá því hún starfaði sem vís- indamaður í Svíþjóð, verið ein þeirra sem fylgst hafa með afdrifum Svía sem lentu í flóðbylgj- unni í Suðaustur-Asíu árið 2004. 16.000 Svíar voru þá staddir þar og um 500 þeirra létust. Fylgst hefur verið með hvernig þeim hefur reitt af andlega og nú 13 árum síðar verður erfðaefni þeirra líka skoðað. „Þetta var hópur sem lenti í svipuðu áfalli á sama tíma og það sem var sérstakt var að hann kom heim á óskemmd heimili, því heilsufar eftir náttúruhamfarir ræðst mikið til af umhverfis- þáttum; þú átt ekkert. Við höfum séð að það er ákveðið hlutfall þessa hóps, 16-17% sem er alltaf með mikil einkenni áfallastreituröskunar.“ Þá er það hópurinn hérlendis; konur sem fara í krabbameinsskoðun sem verður boðið að taka þátt þar sem ætlunin er að skoða ofbeldissögu þeirra sérstaklega en hátt hlutfall íslenskra kvenna hefur orðið fyrir einhvers konar ofbeldi. „Við viljum skilja á nákvæmlega sama hátt hvað ræður því að sumar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni virðast vera við al- gjörlega sambærilega heilsu og kynsystur þeirra á svipuðum aldri sem hafa ekki lent í neinu slíku en heilsufar annarra er mjög slæmt. Þar er um að ræða áföll af mannavöldum en þau skapa oft mjög mikil einkenni. Þriðji leggurinn eru svo þær gagnaskrár sem við eigum á Íslandi um heilsufar Íslendinga, erfðaupplýsingar sem við eigum innan Íslenskrar erfðagreiningar sem við tengjum við upplýsingar úr heilbrigðis- gagnagrunnum. Þar skoðum við meðal annars af hverju sumir missa heilsu mjög fljótt eftir ástvinamissi á meðan aðrir virðast halda sínu heilsufari nokkuð góðu.“ Gæti næstum unnið launalaust Unnur hefur mikla ástríðu fyrir rannsóknunum og segist jafnvel ekki hugsa um þetta sem starf, heldur hálfgerða köllun. „Þetta er nánast eins og ég upplifi marga listamenn, þeir bara geti ekki annað en sinnt list sinni. Mér hefur alltaf fundist starfið sjálfverð- launandi og þótt það sé voða gott að fá laun líka held ég svei mér þá að ég myndi stundum drusla mér í gegnum sumt af þessu án þess að fá borgað fyrir það. Kannski er ákveðið keppn- isskap sem maður hefur. Þessar spurningar sem ég hef alla tíð leitast við að svara urðu af- gangs í vísindunum. Ég vil sýna fram á með hætti raunvísinda að tengsl áfalla við sjúk- dómsáhættu eru raunveruleg,“ segir Unnur og bætir við að hún sé sannarlega ekki ein að störf- um í þessu, það sé liðin tíð að brjálaði vísinda- maðurinn sé einn að uppgötva hluti, besta rann- sóknarvinnan sé unnin í hópi. Er vísindasamfélagið sterkt á Íslandi? „Við höfum frábærar forsendur á Íslandi, með lifandi rannsóknarstofur; eldfjöll sem gjósa, jökla, eigum erfðaupplýsingar um heila þjóð og við höfum unnið mikil afrek. En ég veit ekki hversu vel það hefur skilað sér til almenn- ings. Ef ég ber okkur saman við þau lönd sem ég hef búið í einblínum við fyrst og fremst á menninguna og ég sé það í skólastarfi til dæmis hjá börnum. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fór miklu meira fyrir vísindum í uppeldi barnanna. Ég er því ekki viss um að við berum skynbragð á að meta vísindin og það er slæmt fyrir þá krakka sem hafa sérstakt nef fyrir þeim því jarðvegurinn er ekki jafnfrjór. Maður sér þetta líka í uppeldi ráðamanna, þar er ekki veðjað á nýsköpun eða vísindi. Vissulega er frábært að ýmislegt annað kemur í staðinn, tónmennt upp eftir öllum aldri, en það þyrfti að búa þannig um að börn sem hafa áhuga á vísindum geti farið í þá átt.“ Morgunblaðið/Golli Unnur A. Valdimarsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir rannsóknir sínar á áhrifum streitu og áfalla á heilsufar. Nú skoðar hún tengsl erfða og getu okkar til að halda heilsu eftir áföll. Áföll geta haft margs konar áhrif á uppkomu og framgang sjúkdóma. „Í rannsóknum sem eru svo í farvatninu erum við að sjá að streita hefur líka töluverð áhrif á þróun sjálfsofnæmissjúkdóma af ýmsu tagi,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 ’ „Við viljum skilja á nákvæmlega sama hátt hvað ræður því að sumar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleið- inni virðast vera við algjörlega sambærilega heilsu og kynsyst- ur þeirra á svipuðum aldri sem hafa ekki lent í neinu slíku en heilsufar annarra er mjög slæmt.“ Unnur Anna Valdimarsdóttir INNLENT JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.