Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 ÚTLENDINGUR Stórþjóðamenn sjá stundum ekki út fyrir túngarðinn og trúa því ekki fyrr en í fulla hnefana að eitthvað gott sé að finna handan landamæranna, hvað þá betra en heima fyrir. Fræg er fyrirsögn í Lundúna- blaðinu Evening Standard þegar spurðist út haustið 1996 að franskur þjálfari, Arsène Wenger, tæki hugsan- lega við Arsenal: Arsène Who? spurði blaðið í fyrirsögn. Hvaða Arsène? Wenger var vissulega ekki þekktur leikmaður en hafði staðið sig mjög vel sem þjálfari með lið Mónakó. „Ég man að þegar Bruce Rioch var rekinn birti eitt blaðanna þrjú eða fjögur nöfn,“ sagði rithöfundurinn og Arsenal- aðdáandinn Nick Hornby seinna við Guardian. „Það voru [Terry] Venables, [Johan] Cruyff og að síðustu Arsène Wenger. Ég man ég hugsaði, sem stuðningsmaður, ég þori að veðja að það er þessi andsk ... Arsène Wenger, vegna þess að ég hef aldrei heyrt á hann minnst en kann- ast við hina. Það má treysta Arsenal til að ráða þann leið- inlega sem enginn veit hver er.“ Wenger var svo maður- inn sem breytti öllu hjá Arsenal til hins betra. Arsène Wenger, leikmaður RC Strasbourg, fyrir leik gegn Duisburg í Evrópukeppninni undir lok áttunda áratugarins AFP Ódauðleg fyrirsögn: Hvaða Arsène? ARSÈNE WENGER Þegar Frakkinn Arsène Wenger var ráðinn þjálfari þess merka enska fótboltafélags Arsenal í London haustið 1996 brugðust margir ókvæða við. Hver þykist þessi hávaxni gleraugnaglámur vera? Hvað vill hann upp á dekk? spurðu menn. Hann er nú sigursælasti þjálfari í sögu Arsenal, sem hefur í áratugi verið eitt öflugasta félag Englands. Það vann nokkra titla á árunum áður en Wenger kom til skjalanna en mörgum þótti liðið hins vegar ekki skemmta áhorfendum nægilega vel og þess vegna kom að því að eigendur félagsins vildu skipta um kúrs. Drykkjuskapur fótboltamanna var stórkostlegt vandamál í Englandi á þessum árum. Leikmenn snæddu steik og franskar kartöflur fyrir leik og alls kyns sætindi þóttu eðlilegur eftirréttur í leikslok. Með Wenger mættu til starfa næringarfræðingar, vísindamenn í þjálfunarfræðum og sérfræðingar í andlegum málefnum, leikmönnum til aðstoðar. Svoleiðis nokkru voru enskir leikmenn óvanir og fussuðu sumir í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til árangur holls lífsstíls og betri þjálfunar- aðferða kom í ljós og fetuðu þjálfarar annarra enskra fé- lagsliða svipaða braut og sá franski. Wenger hafði breytt enska fótboltanum til frambúðar. Mörgum stuðningsmönnum liðsins finnst of langt síð- an Wenger og hans menn hömpuðu bikar. Rúmur ára- tugur sé frá því Arsenal varð enskur meistari, sem ekki sé viðunandi, en ekki má gleymast að liðið varð enskur bikarmeistari bæði 2014 og 2015. Hörðustu andstæð- ingar Wengers í stuðningsmannahópi Arsenal mæta með skilti á hvern einasta leik og krefjast þess að hann láti af störfum. Einhverjir hafa gengið svo langt að leigja flug- vél sem hringsólaði yfir vellinum meðan Arsenal var að spila, með borða í eftirdragi þar sem þess var krafist að Wenger hyrfi á braut. Stuðningsmenn öndverðrar skoð- unar gripu til þess í kjölfarið að leigja vél sem í var hengdur borði með þveröfugum skilaboðum, Wenger til stuðnings. Wenger er 67 ára, fæddur í Strassborg 22. október 1949, en er ekki á þeim buxunum að leggja þjálfaraskóna á hilluna þrátt fyrir allt. Wenger og franska körfubolta- konan Annie Brosterhouse, sem er sex árum yngri, voru par í mörg ár, giftust loks 2010 en skildu fimm árum síð- ar. Saman eiga þau tvítuga dóttur. skapti@mbl.is Breytti öllu til batnaðar Wenger var einstaklega klókur í viðskiptum fyrir hönd Arsenal; keypti ítrekað góða leik- menn fyrir litla peninga. Hér kynnir hann Emmanuel Petit og Marc Overmars til leiks 1997. AFP ’Hugmyndir Wengers umbreytt mataræði, nýstár-legri þjálfunaraðferðir og holl-ari lífsstíl breyttu enskri knattspyrnu til frambúðar. AFP SIGRAR Lið Preston North End tapaði ekki leik í ensku deildarkeppninni þegar hún fór fram í fyrsta skipti, vet- urinn 1888 til 1889. Afrekið var ekki jafnað fyrr en rúmri öld síðar, leiktíðina 2003 til 2004, þegar Ars- enal fór taplaust í gegn- um ensku úrvalsdeild- ina, líklega erfiðustu deildarkeppni í heimi. Preston vann 18 leiki en gerði fjögur jafntefli, en þegar drengir Wengers léku heilan vetur án þess að tapa í deildinni voru leikirnir 38; Arsenal vann 26 en gerði 12 jafn- tefli. Ekkert lið hefur leikið afrek Preston og Arsenal eftir. Wenger fagnar meistaratitli Arsenal vorið 2004, eftir frábæra leiktíð. AFP Hinir ósigrandi HAGSÝNI Hagfræðimenntun Wengers hefur komið Arsenal að góðum notum. Bygging glæsilegs leikvangs í byrjun aldarinnar kost- aði 390 milljónir punda (tæpa 55 milljarða króna á núvirði) og þrátt fyrir góðan samning við Emirates- flugfélagið í Dubai, sem leikvang- urinn heitir eftir, fjármagnaði Ars- enal verkefnið að mestu sjálft. Wenger lék lykilhlutverk sem oft áður og það virðist hafa verið hug- mynd hans að leggja áherslu á að skóla til unga leikmenn og hagnast sem mest á því að selja þá eldri og reyndari á meðan félagið komst fyrir vind, fjárhagslega. Fótbolti og peningar Wenger við Emirates-leikvang Arsenal árið 2004, á meðan hann var í byggingu. Þessi stórglæsilegi leikvangur félagsins var tekinn í notkun haustið 2006. AFP Wenger og Annie Brosterhouse voru par í mörg ár en skildu 2015. AFP Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.