Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Fátt er rómantískara en að koma kærustunni á óvartmeð blómvendi; nema þá helst að gera það með
Eiffel-turninn í bakgrunni. París er jú borg elskenda.
Borg elskenda
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
Fáir ef einhverjir staðir erusveipaðir öðrum eins dýrðar-ljóma og Kalifornía. Sólskins-
ríkið er það kallað vestra og ekki að
ástæðulausu. Birtan þar var á sín-
um tíma helsta ástæðan fyrir því að
kvikmyndaverin völdu sér að hafa
aðsetur í Los Angeles við upphaf
síðustu aldar. Gyllt kalifornísk birta
hefur ljómað frá sjónvarpstækjum
fólks í vafasömu sjónvarpsefni á
borð við Baywatch í gegnum tímann
og virkað eins og vítamínsprauta í
skammdeginu hér á klakanum,
vikuskammtur af prozaci. Borgin
hefur verið miðpunktur skemmt-
anabransans í rúma öld og laðað að
sér hæfileikafólk frá öllum heims-
hornum og listgreinum. Glamúrinn,
stjörnurnar, goðsögurnar og óhófið
ljá borginni dulúð sem á enga sína
líka og er eitt helsta aðdráttarafl
Kaliforníu.
Í seinni tíð hefur ríkið verið
vagga tölvu- og netbyltingarinnar,
sem eykur enn á dýnamíkina á
svæðinu, en Kalifornía er sjötta
stærsta hagkerfi heims. Við þetta
bætist svo óviðjafnanleg náttúru-
fegurð og hlýtt en til þess að gera
þurrt og þægilegt loftslag. Bein flug
WOW til Kaliforníu ættu því að vera
öllum mikið fagnaðarefni. Bæði tek-
ur það mun styttri tíma en áður og
er auk þess margfalt ódýrara.
Valkvíði var það fyrsta sem kom í
hugann þegar ferðin til Kaliforníu
var í kortunum. Til að byrja með
voru tveir dagar í LA, svo þrír dag-
ar í Palm Springs í eyðimörkinni
þar sem Coachella-hátíðin var á
dagskrá. Þaðan ætluðum við hjónin
að keyra upp til Santa Barbara og
vera yfir nótt áður en ferðin yrði
kláruð í San Francisco. Stíft pró-
gramm.
Fyrsta verkið í LA var að halda
niður á Venice Beach. Pílagrímsferð
að vissu leyti enda hefur ströndin
verið á bucket-listanum eftir hlutverk
sitt í myndinni um The Doors og eina
af táknmyndum borgarinnar; Jim
Morrison. Hjólabrettagaurar, skvís-
ur á línuskautum, heimilislausir tón-
listarmenn, vöðvatröll á Muscle
Beach, hvítur sandur og djúpblátt
Kyrrahafið. Það eina sem vantaði var
Fletch að vakna skelþunnur á strönd-
inni. Skemmtilegt.
Öðruvísi stjörnuskoðun
Griffith-stjörnuskoðunarstöðin er
annar staður sem iðulega er mælt
með að heimsækja í borginni og þá
helst í ljósaskiptunum. Við ákváðum
að leggja fyrir neðan hæðina sem
stöðin er á og ganga uppeftir. Sú
ákvörðun var góð því það var gaman
að sjá borgina breiða úr sér því
hærra sem dró og þegar maður var
kominn upp sá maður eins langt og
mistrið, sem vanalega hvílir yfir LA,
leyfði. Þar fær maður góða tilfinn-
ingu fyrir legu borgarinnar. Fólk get-
ur haft ýmsar skoðanir ár Banda-
ríkjamönnum og bandarískri
menningu en ekki verður um það
deilt að á vísindasviðinu stendur eng-
in þjóð þeim framar. Starf NASA í
heild sinni er eitthvað það merkileg-
asta sem mannkynið hefur afrekað og
stundum gleymist að það er bara
venjulegt fólk sem standur að baki af-
rekum á borð við tunglferðirnar. Í
Griffith Observatory er geimnum og
sögu uppgötvana í stjörnufræði miðl-
að á þann hátt að flestir ættu að geta
skilið og fengið áhuga á þessum stóru
Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson
Kalifornía hefur allt
Fáir staðir búa yfir jafnmikilli dýnamík og Kalifornía. Nú er hún í seilingar-
fjarlægð og við hjónin keyrðum um ríkið þvert og endilangt um páskana.
Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is
Gamli miðbærinn er bara lítið
brot af Los Angeles. Útsýnið frá
Griffith Observatory er gott.