Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Side 45
Ekkert kostar að spyrja, en Such- ard svarar því að sjálfsögðu ekki hvernig hann fer að þessu. „Ég held að besta leiðin til að fá út- skýringar sé að upplifa. Ég get fullyrt að sýningar mínar eru mjög skemmtilegar og fólkið tekur virkan þátt í þeim. Ég er berskjaldaður á sviðinu; mentalist er að vissu leyti eins og galdramaður nema hvað hér eru engir stigar eða speglar eða ein- hvers konar leikmunir. Bara ég, kom- inn til að sýna fólki að hið ómögulega sé mögulegt.“ Allir taki þátt Ísraelinn segir töluverðan mun á áhorfendum á milli landa. „Menning- arheimar eru misjafnir þannig að ég undirbý mig sérstaklega fyrir hverja sýningu og spinn mikið af fingrum fram í hvert einasta skipti; reyni að tengjast fólkinu í salnum sem mest og vil að allir taki þátt. Ég býð alltaf upp á eitthvað óvænt en það getur farið eftir því hvernig stemningin er hvað ég geri.“ Suchard svarar þeirri spurningu játandi hvort hann sé ekki oft spurð- ur hvernig sé með þátttöku í lottóinu eða heimsóknir í spilavíti. „Mér er bannað að koma í spilavíti víða um heim,“ segir hann og hlær. „Segja má að mér sé „bannað“ að koma með jákvæðum formerkjum; mér er ekki meinuð innganga en ég má ekki spila fyrir háar fjárhæðir. Mér finnst það reyndar gott og bera vott um virðingu fyrir mér.“ Hann nefnir að lottó komi við sögu í sýningunni í Hörpu á þriðjudaginn en vill ekki fara nánar út í þá sálma nema hvað „það verður frábært atriði sem á eftir að koma mörgum á óvart.“ Suchard er mikið á fartinni, sem fyrr greinir, en staldrar einstaka sinnum við lengur en venjulega þar sem áhuginn er mestur. „Ég var til dæmis með 18 sýningar í fyrra í óp- eruhúsinu í Sydney,“ segir hann en síðustu vikur hefur hann skemmt í Tókýó, Mexíkó, Los Angeles og New York svo dæmi séu tekin. Suchard skemmtir bæði fjölda fólks í stórum sölum og litlum hópum. Ríka og fræga fólkið pantar hann gjarnan til slíks. „Það fólk hefur að- gang að öllu sem hugsast getur og hefur reynt fleira en almenningur. Þó ekki allt, því sýningar mínar koma því fólki jafn mikið á óvart og öðrum! Stjörnur eða þjóðarleiðtogar hlæja ekki eða sjokkerast minna en gengur og gerist.“ Suchard gerir mikið af því að skemmta fræga og ríka fólkinu í fámennum hóp- um. Hér er hann með auðjöfrunum Warren Buffet, til vinstri, og Bill Gates. Suchard með bandarísku leik- og söngkonunni vinsælu, Alicia Keys. Meistari hugans með Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Anna Paquin og Terrence Howard hafa bæði bæst við leikarahópinn í sjónvarpsþáttum Amazon sem gerðir verða eftir smásögum Philip K. Dick. Þætt- irnir verða tíu talsins og bera nafnið Philip K. Dick’s Electric Dreams. Variety greinir frá þessu. Þættirnir verða allir sjálfstæðir og munu Paquin og Howard bæði leika í þættinum „Real Life“ sem skrif- aður er af Ronald D. Moore og leikstýrt af Jeffrey Reiner. Aðrir leikarar í þessum þætti eru Rachelle Le- fevre, Jacob Vargas, Sam Witwer og Guy Burnet. Meðal annarra leikara þáttaraðarinnar sem nú þegar hefur verið tilkynnt um eru Timothy Spall, Steve Buscemi og Bryan Cranston. Anna Paquin í þáttum Philip K. Dick Anna Paquin. TÓNLIST Hljómsveitin Black Grape sendir brátt frá sér sína fyrstu plötu í 20 ár en hún ber nafnið Pop Voodoo. Fyrsta smáskífan af plötunni, „Everything You Know Is Wrong“ er komin út og hefur vakið athygli í Bret- landi. Forsprakki hljómsveitarinnar er Shaun Ryder úr The Happy Mondays en hon- um við hlið er sem fyrr hann Kermit. Lagið þykir dansvænt en í textanum er Donald Trump gagnrýndur harðlega og jafnframt er sungið almennt um ástandið í heiminum. Samkvæmt frétt NME kemur Pop Voodoo út hinn 7. júlí en Black Grape heldur tónleika á 100 Club í London 11. maí. Ný plata frá Black Grape Shaun Ryder og Kermit. Forsíðuviðtal GQ Style við Brad Pitt, sem birtist í vikunni, hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Í því talar Pitt um skilnaðinn við Angelinu Jolie, börnin þeirra og áfengisdrykkjuna sem virðist hafa fylgt honum öll fullorðinsár hans. „Ég man ekki eftir einum einasta degi frá því eftir háskóla sem ég var ekki að drekka eða reykja marijúana eða eitthvað,“ segir Brad í viðtali við Michael Pat- erniti og útskýrir að hann hafi verið að forðast til- finningar sínar. „Ég er mjög feginn að vera hætt- ur þessu. Ég hætti öllu nema drykkju eftir að ég stofnaði fjölskyldu,“ segir Pitt og bætir við að hann hafi verið farinn að drekka allt of mikið og það hafi orðið vandamál. Núna drekkur hann sódavatn með trönuberjasafa í stað- inn. Hann lýsir því hvernig hann hefur leitað í listina til þess að takast á við þessar breytingar í lífi sínu. „Ég er að búa til allskonar. Ég er að vinna með leir, gifs, steypustyrktarjárn, við. Bara að læra á efnið,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta er mikil vinna í höndunum sem er góð fyrir mig núna. Mikið að bera leir, höggva og færa til hluti og þrífa upp eftir mig. En ég kem sjálfum mér á óvart,“ sagði hann. Myndatakan hefur ekki vakið minni athygli en textinn sjálfur en Ryan McGinley tók myndirnar af Pitt í hvorki meira né minna en þremur bandarískum þjóð- görðum; Everglades, White Sands og Carlsbad Caverns. Ep- ískt svo ekki sé meira sagt. BRAD PITT Í FORSÍÐUVIÐTALI Leitar huggunar í skúlptúrgerð Ein af þremur forsíðum GQ Style með Brad Pitt. Pitt drekkur nú sódavatn með trönuberjasafa í stað áfengis. run@run.is • www.run.is 30 ÁRARÚN HEILDVERSLUN komin í verslanir Vorlínan Útsölustaðir: • Momo.is – Garðabæ • Cocos – Grafarvogi • Kroll – Laugavegi • Share – Kringlunni • Stíll – Síðumúli • Dion.is – Glæsibæ • Corner - Smáralind • Smartey.is – Vestmannaeyjum • Rexin – Akureyri • Gallery Ozone – Selfossi • Palóma – Grindavík • Sentrum – Egilsstöðum • Blómsturvellir – Hellissandi • Verslunin Nína – Akranesi • Borgarsport – Borgarnesi • Kóda – Keflavík • Töff föt – Húsavík • Mæðgur og Magasín – Stykkishólmi • SiglóSport – Siglufirði • Efnalaug Dóru – Höfn • Skagfirðingabúð – Sauðárkróki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.