Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
Emmanuel Macron þykir
kraftmikill ræðumaður og
enginn velkist í vafa um það
hver ber þar mesta ábyrgð;
Brigitte. Hún hefur unnið í
framsögu hans í tæpan aldar-
fjórðung, frá því að þau
kynntust í leiklistarklúbbnum
í Amiens forðum daga, og er
hvergi nærri hætt. „Brigitte
segir alltaf að ég sé of lang-
orður,“ sagði
Macron í léttum
tón við stuðn-
ingsmenn sína
á fundi um dag-
inn. Hún fylgist
með hverju
orði hans,
hverri hreyf-
ingu í ræðustól.
Væri ég tuttugu árum eldri enkonan mín væri ekki nokkurmaður að velta þessu fyrir
sér en af því að konan mín er tuttugu
árum eldri en ég þykir það ekki verj-
andi.“
Þetta sagði franski forsetafram-
bjóðandinn Emmanuel Macron við
dagblaðið Le Parisien fyrir
skemmstu en mikið hefur verið rætt
og ritað um hjónaband hans í að-
draganda kosninganna. Eiginkonan,
Brigitte, er ekki aðeins 24 árum
eldri en Macron, heldur mun neist-
inn hafa kviknað þegar hann var að-
eins fimmtán ára.
Sitthvað til í þessu hjá Macron;
nákvæmlega sami aldursmunur er
til dæmis á bandarísku forsetahjón-
unum, Melaniu og Donald Trump,
og ekki hefur heimsbyggðin farið á
hliðina af þeim sökum. Mögulega
hefði það þó gerst hefðu hlutverkin
verið á hinn veginn; Melania forseti
og Donald forsetaherra.
„Þau eru ekki hefðbundið par,“
segir hagfræðingurinn Marc Ferr-
acci, sem var svaramaður Macrons í
brúðkaupinu, „en þau urðu ástfangin
fyrir tuttugu árum og sú ást hefur
enst. Saga þeirra er í raun sáraein-
föld; þið verðið bara að sætta ykkur
við það að fólk verður ástfangið og
ástin er svo heit að það endist.“
Þegar fundum Macrons og Bri-
gitte, sem kölluð er Bíbí, bar saman í
grunnskóla í borginni Amiens árið
1993 var hann á sextánda ári en hún
orðin fertug. Hún var kennslukona
og kenndi latínu og bókmenntir. Bri-
gitte kenndi Macron að vísu ekki en
hafði umsjón með leiklistarklúbbn-
um í skólanum og þau settu upp leik-
rit saman. „Ég leit aldrei á hann sem
nemanda minn,“ sagði Brigitte síðar
í bók um þau hjónin. Hún var á þess-
um tíma gift þriggja barna móðir og
miðdóttir hennar var með Macron í
bekk.
Fjarlægðin styrkti þau
Þau urðu snemma náin og foreldrum
Macrons stóð ekki á sama; sendu
son sinn í heimavistarskóla í París til
að tryggja hóflega fjarlægð milli
turtildúfnanna. Allt kom fyrir ekki,
parið fann leiðir til að hittast og
rækta sambandið. Það var þó ekki
fyrr en áratug síðar að Brigitte
skildi við eiginmann sinn, banka-
manninn Andre-Louis Auzière, til að
vera með Macron. Þau gengu síðan í
heilagt hjónaband fyrir áratug.
Í brúðkaupsveislunni þakkaði
Macron fjölskyldu og börnum Bri-
gitte fyrir að standa með þeim. „Við
erum ekki venjulegt par – eins mikið
og ég hata þá skilgreiningu – en við
erum par eigi að síður,“ sagði hann
við það tækifæri. Barnabörn Bri-
gitte, sjö að tölu, kalla Macron ekki
afa en nota þess í stað orðið „daddy“
upp á enskuna.
Fljótlega eftir að Macron varð
fjármálaráðherra árið 2014 hætti
Brigitte að kenna til að geta stutt
betur við bakið á bónda sínum á
hans pólitíska ferðalagi. Hún mun
hafa verið eins og grár köttur í ráðu-
neytinu og Macron tjáði undrandi
blaðamönnum að sjónarmið hennar
skiptu sig máli og þannig yrði það
áfram. Punktur. Basta. Hún er
sögð ein af fáum sem hann
treystir.
Brigitte hefur raunar verið
mjög áberandi í frönsku slúð-
urlífi undanfarin misseri
og Macron síst lagst
gegn því sjálfur; hjónin
láta reglulega sjá sig
og ljósmynda sam-
an. Sumir segja að
það sé með ráðum
gert til að vinna á móti þrálátum
orðrómi þess efnis að Macron sé í
raun samkynhneigður og að hjóna-
band þeirra Brigitte sé bara skrípa-
leikur. Þessu hefur hann ítrekað vís-
að á bug og sagt slúðrið dæmigert
fyrir „hömlulausa hommafóbíu“ og
„hatur í garð eldri kvenna“ í Frakk-
landi.
Brigitte nýtur mikillar hylli meðal
stuðningsmanna Macrons og er iðu-
lega kölluð fram á kosningafundum.
Fólkið „fílar“ hana.
Þar ber okkur að vera!
Ekki er hefð fyrir því að maki
Frakklandsforseta hafi sérstakt
hlutverk, annað en að láta sjá sig á
tyllidögum, en talið er að það muni
breytast nái Macron kjöri í dag. „Ég
tek þátt í öllu því sem eiginmaður
minn tekur sér fyrir hendur og hef
gert undanfarin tuttugu ár,“ sagði
hún á útifundi nýlega. „Þið virkið
alltaf jafnundrandi á því að eigin-
konan standi þétt við hlið bónda síns
en það er tímabært að samfélagið
þróist. Þar ber okkur að vera!“
Fimmtán ára
í faðmi fer-
tugrar konu
Hann kynntist konunni sinni þegar hann var
fimmtán ára sem væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að hún var þá fertug. En ást-
in hefur enst hjá Brigitte og Emmanuel Macron.
Macron-hjónin
á ljúfri stundu.
Harður
þjálfari
AFP
Brigitte Macron þykir alþýðleg í fasi og nýtur lýðhylli í Frakklandi. Hér eru þau Emmanuel á kosningafundi í Ölpunum
fyrir skemmstu. Hún er aldrei langt undan þegar bóndi hennar stendur í stórræðum og leggur lóð sitt á vogarskálarnar.
’
Gáfur hans heilluðu mig upp úr skónum.
Brigitte Macron um eiginmann sinn.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
BRETLAND
LEEDS 34 ára gömul
kona frá Simbabve
er í vanda stödd.
Hún hefur verið í
Bretlandi í fimmtán ár
en beiðni hennar um hæli í landinu hefur
nú verið hafnað. Þegar hún óskaði eftir
því að verða send aftur til Simbabve var
beiðni líka hafnað. Hún má suþeirri msé
orki vera né fara. Konan má ekki vinna íhv
öðrum gistiúrræðum til að dreifa.
ÁSTRALÍA
BRISBANE Kona
takk átta börn tilsem s
na árið 2014 munba
ekki fara fyrir dóm,
þar sem hún mun ekki
hafa verið „með réttu
ráði“ þegar hún framdi
voðaverknaðinn og er
fyrir vikið ekki sakhæf.
Konan átti sjö barnanna
sjálf en það áttunda var
náfrænka hennar. Konan,
Raina Thaiday, sætir nú
strangri öryggisgæslu á
þar til bærri stofnun í
Brisbane en ekki liggur
fyrir hvort henni verður
sleppt lausri í bráð.
MEXÍKÓ
MEXÍKÓBORG Dómsmála-
ráðherra landsins hefur upplýst
að bandarískum yfirvöldum hafi
ekki tekist að finna svo mikið sem
einn dal af meintum auði fíknefna-
barónsins Joaquín „El Chapo“
Guzman en hermt er að hann nemi
að minnsta kosti einum milljarði
Bandaríkjadala. Mun það vera vegna
þess að El Chapo starfaði utan
fjármálakerfisins, að sögn ráðherrans.
El Chapo var
framseldur til
Bandaríkjanna
í byrjun þessa
árs.
KANADA
Á LANDSVÍSUVinsæl gintegund, Bombay Sapphire
London Dry Gin, hefur verið innkölluð eftir að í ljós
kom að sumar flöskur gætu innihaldið 77% af alkóhóli
í stað 40%, eins og fram kemur á umbúðunum. Þetta
uppgötvaðist fyrst í Ontario. „Það er ekki óhætt
að neyta þessarar vöru“ segir í yfirlýsingu frá áfengiseftirlitinu. „Að drekka
áfengi sem inniheldur 77% alkóhól getur valdið alvarlegum veikindum“.