Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
Þ
að dynja á mönnum kosningarnar.
Síðari umferð frönsku kosninganna
lýkur um þessa helgi. Spár reyndust
vel í fyrri umferðinni og virðing
þeirra vex. Þær segja nú síðast að
Emmanuel Macron, formaður nýs
„miðjuflokks“, muni fá um eða yfir 60% atkvæðanna
en keppinauturinn Marine Le Pen fái fast að 40%
þeirra.
En hver er hvað og hvað er hver?
Hinn ungi frambjóðandi, fínlegur, glaseygður og
flinkur, getur mjög vel unað við slík úrslit. Hann hef-
ur þegar sýnt kunnáttu og lagni í leikjafræðinni,
hvað sem stjórnmálalegri staðfestu líður.
Forysturáðherra í flokki forseta, sem er svo rúinn
trausti að slær allt annað út, nær að smokra sér
framhjá öllum óvinsældunum, stofna flokk án inni-
halds, skjóta öðrum keppinautum aftur fyrir sig og
gulltryggja sér embætti forseta Frakklands. Það eru
ekki síst hin efnahagslegu tök ríkisstjórnar hans,
sem hafa reynst Hollande forseta fjötur um fót.
Tengsl Macrons við forsetann og ríkisstjórnina snú-
ast einmitt um þau. Hann var náinn Hollande forseta
sem efnahagsráðunautur hans og var hafinn upp í
ráðherradóm þeirra mála, þótt hann væri án alls lýð-
ræðislegs umboðs. Þegar óvinsældir forsetans og fé-
laga voru orðnar óbærilegar laumaðist Macron í
skjóli myrkurs bakdyramegin út úr Elysée-höllinni
fögru við Faubourg Saint-Honoré-stræti og dúkkaði
upp morguninn eftir sem nýr maður og óspilltur af
öllu því sem hafði bíað út persónu leiðtogans.
Sá týndi töltir heim
Aðeins ári síðar bendir allt til þess að Macron mæti
aftur í höllina aðaldyramegin með fullt umboð frá
þjóðinni. Hollande, gamli flokksbróðirinn, tekur hon-
um fagnandi og gætir þess að tauta ekki að týndi
sonurinn sé að koma heim eftir skamma útivist.
Færa mætti fullboðleg rök fyrir því, að þetta sé leik-
rit sem hafi lukkast. Nýr flokkur er kominn til sög-
unnar. Um hann er ekkert vitað annað en það, að
„Mozart fjármálavafstursins“ hafi búið hann til úr af-
göngum komnum frá klæðskerum sem saumuðu
ósýnilegu klæðin á keisarann forðum. Að öðru leyti
er Macron flokksmerkið, stefnuskráin og lunginn af
flokksfélögunum, enn sem komið er. Að öðru leyti er
þetta flokkur umbúða sem fylltar verða með tím-
anum. Fordæmin gætu verið Björt framtíð, Besti
flokkur, Þjóðvaki, Viðreisn með lítilli reisn, Nýr vett-
vangur, Borgarahreyfing og Hreyfing án borgara
eða Píratar sem enginn veit fyrir hvað standa eftir að
niðurhalið gufaði upp en ekki niður. Og loks splunku-
nýr flokkur þeirra Marx, Engels, Lenins og Smára
um galdrabrögð sem heimurinn afskrifaði fyrir
löngu.
Snillingstaktar
Það er engu líkara en að upp sé sprottinn nútíma-
legur Machiavelli, sem fyrir einum 600 árum var út-
sjónarsamastur allra um stjórnmál á hástigi þeirra.
Kannski mætti horfa til orða þess snillings þegar
reynt er að botna í hver hún er, þessi stjarna sem hef-
ur skotist með ógnarhraða upp á himininn. Machia-
velli gaf þetta ráð við slíka athugun: „Þegar kannað er
hvað sé spunnið í valdsmann er fyrsta kennileitið það,
hverja hann hefur hið næsta sér.“
Það var þannig eftir því tekið að þegar Macron
fagnaði sigri sínum í fyrri umferð kosninganna með
veglegri kvöldmáltíð á veitingastað, var þar á meðal
annarra slíkra Daniel Cohn-Bendit, sem seint verður
kallaður miðjan holdi klædd.
Forn frægð og ný
Franska forsetaembættið er sérkennileg blanda. Það
er inngróin þörf í þessu landi, sem er gjöfulla fyrir
guðs náð en flest lönd önnur, að leiðtogi landsins end-
urspegli í senn byltingaranda og konungsdýrð.
Þótt umbúnaður um forsetaembættið í Frakklandi
sé verulegur þá hafa forsetarnir sem komu í kjölfar
De Gaulle ekki risið undir þessum tveimur höfuð-
kröfum. De Gaulle einn var Frakkland. Sagt var, að
lög landsins hefðu auðvitað gilt um hann, en þó fyrst
og fremst að nafninu til.
Seinustu árin hefur forsetaembættið verið veikt
enn frekar með því að stytta kjörtímabil forsetans úr
7 árum í 5. Það er ekki hægt að útiloka að Hollande
forseti hefði síður lyppast jafn langt niður og hann
gerði, hefði hann haft lengri tíma fyrir sér.
Hollande uppfyllti hins vegar ýmsar hliðarskyldur
sem eingöngu hjálpa frönskum stjórnmálamönnum.
Hollande hafði ekki einungis hjákonu, sem telst til
lágmarkskrafna. Hann var með „gömlu“ eiginkonuna
og móður barnanna sem ráðherra hjá sér í rík-
isstjórninni. Það þótti svo einkar gott skref þegar
hann flutti hjákonuna inn í höllina og vitjaði strax á
eftir nýrrar hjákonu, lögulegrar leikkonu. Silaðist
Hollande til ástarfunda á bögglabera vespu sem
leynilögga keyrði. Þegar náðust myndir af þessum
kvöldakstri töldu margir Frakkar að Hollande væri
loksins að gera sig. Öfugt við allar aðrar þjóðir, þá
töldu franskir andstæðingar forsetans að spunameist-
arar hans hefðu tekið þessar myndir og lekið þeim til
að hressa upp á fylgi hans. Og það gerði það vissulega
í fyrstu. En þegar myndirnar voru stækkaðar þá kom
í ljós að vespan sem flutti forsetann á bögglaberanum
var ítölsk. Þá ærðist þjóðin. Flott að skilja við eig-
inkonuna og hafa hana svo í ríkisstjórninni hjá sér.
Flott skref að flytja hjákonuna inn í höllina og stór-
gott að halda framhjá henni strax á eftir með leikkonu
og læðast til hennar aftan á vespu. En að halda fram
hjá franskri eðalframleiðslu og asnast aftan á ítalska
vespu sýndi alvarlegt dómgreindarleysi hjá Hollande
að mati fólks úr öllum flokkum. Frá og með þessum
punkti lak ferillinn lengra niður og varð ekki bjargað.
Gamall franskur forseti sagðist á sínum tíma ráð-
leggja vinum sínum að hafa tvær hjákonur. Þegar
hann var spurður af hverju tvær, þá svaraði hann því
til, að það væri sitt kalda mat að menn kæmust ekki
með góðu móti yfir mikið meira.
Veikt vald
En það er annar vandi franska forsetaembættisins að
vald forsetans byggist að verulegu leyti á því að hann
hafi meirihluta á þingi og ráði sjálfur sínum forsætis-
ráðherra og þar með allri ríkisstjórninni. Það hefur
stundum gerst að andstæðingar forsetans fara með
embætti forsætisráðherrans. Þá mæta þeir báðir, for-
setinn og forsætisráðherrann, á leiðtogafundi þar
sem Frakkland á sæti, svo sem hjá Nató og ESB.
Þegar allir aðrir flytja eina ræðu er það þolað við þær
aðstæður að tvær ræður séu fluttar af hálfu Frakk-
lands. Og þótt forsætisráðherrann, sem talar á eftir
forsetanum, ítreki í annarri hverri setningu að „hann
sé að öllu leyti sammála forseta lýðveldisins“ þá segja
næstu setningar þar á eftir allt aðra sögu.
Þrátt fyrir þetta er almenni skilningurinn sá að for-
setinn eigi lokaorðið í utanríkismálum, en forsætis-
ráðherrann og ríkisstjórn hans ráði mestu um þróun
innanlandsmála. Verði Macron kjörinn forseti á
sunnudag, sem er talið öruggt, þá standa líkur til þess
Fyrir hverjum skrumar
sá sem skrumar ekki
fyrir lýðnum?
’
Búrókratar í Brussel og banda-
menn þeirra í sumum höfuðborg-
anna hafa vara á sér gagnvart lýðræð-
inu. Elítan mun því í árslok hafa
gildar ástæður til að opna dýrustu
kampavínsflöskur, sem hún gerir raun-
ar iðulega án tilefnis.
Reykjavíkurbréf05.05.17