Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017 MATUR S alatsjoppan er nýlegur veitingastaður á Akur- eyri. Þar er boðið upp á hollan skyndibita og sal- at í hávegum haft, eins og nafnið gefur til kynna. Mánuður er síðan staðurinn var opnaður og hafa þegar nokkur tonn grænmetis verið afgreidd. Ámóta veitingastaðir eru til víða um heim, segir Karen Sigurbjörns- dóttir, einn eigendanna. „Ég hef komið á svona staði í Bandaríkjun- um og um alla Evrópu en kynntist þeim fyrst vel í Reykjavík. Ég var þar þrjá vetur í námi, bjó ein á tíma- bili og þótti leiðinlegt að elda bara fyrir mig og keypti mér því oft tilbú- inn mat. Ég vildi hafa hann í hollari kantinum og fór því oft á Local og Fresco, eða Gló sem er að gera svip- aða hluti,“ segir Karen, stofnandi og eigandi Salatsjoppunnar í félagi við hjónin Evu Ósk Elíasardóttur og Davíð Kristinsson, sem eiga og reka líkamsræktarstöðina Heilsuþjálfun í sama húsi við Tryggvabraut. Davíð og Eva hafa rekið Heilsu- þjálfun í nokkur ár en eignuðust neðstu hæð hússins fyrir nokkrum mánuðum. Stefndu að því að setja þar upp veitingastað í framtíðinni og bjóða upp á hollan mat en sá draum- ur varð að veruleika fyrr en þau grunaði. „Ég flutti norður síðasta vor með kærastanum mínum en hafði ekki ákveðið hvað ég færi að gera,“ segir Karen við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins. „Þegar ég fór heim í frí um jól og páska, eða var hér í sumarfríi, fannst mér alltaf vanta stað þar sem ég gæti stokkið inn og fengið mér salat. Þegar við fórum að huga að því að flytja norður datt mér í hug að fá annaðhvort Local eða Fresco til að opna hér stað og bauðst til að sjá um hann fyrir þeirra hönd. Það gekk ekki eftir svo það endaði með því að ég fór bara út í að gera þetta sjálf.“ Karen lauk grunnnámi í sálfræði en vildi fást við eitthvað annað fyrst í stað. „Ég fór að tala um þessa hug- mynd mína við vini og vandamenn og frétti þá að Davíð og Eva væru í svipuðum pælingum. Varð reyndar ánægð með það því þá myndi ég geta fengið það sem ég vildi á staðn- um þeirra! Þegar ég sendi Davíð línu á Facebook kom í ljós að þetta var hálfgerð gróusaga sem fór af stað af því að hann keypti neðstu hæðina við Tryggvabraut. Þau voru reyndar með það á langtímaplani að opna veitingastað en eftir að við höfðum rætt málið í töluverðan tíma ákváðum við að kýla á þetta sam- an.“ Fæddist inn í bransann Karen segist nokkurn veginn fædd inn í veitingageirann, svo það komi sennilega ekki á óvart að hún skuli hafa opnað veitingastað. Faðir hennar var Sigurbjörn heitinn Sveinsson, sem lést langt fyrir aldur fram í hittifyrra, gjarnan kenndur við veitingastaðinn Greifann og síð- ar Hótel KEA. „Ég ólst upp í þessu umhverfi en hafði ekki stefnt að því að fara þessa leið, miðað við það sem ég lærði, en ég ákvað að það hlyti að verða skemmtilegt að prófa að fara út í þetta ævintýri. Mark- miðið var að koma staðnum á fót en ég hef ekki hugmynd um það núna hve ég verð lengi í þessu. Kannski fer ég að gera eitthvað allt annað þegar Salatsjoppan verður komin vel af stað. Mér finnst að maður eigi helst bara að fást við það sem manni finsnt skemmtilegt.“ Karen segir þau hafa fengið ótrú- lega góðar viðtökur. „Maður fer varlega í áætlanagerð en viðtök- urnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Þessi fyrsti mánuður hefur verið ótrúlega lærdómsríkur.“ Salatsjoppan er fyrst og fremst skyndibitastaður. Karen segir hug- myndafræðina í raun þá sömu og hjá Subway nema hvað viðskiptavin- urinn kaup sér salatskál en ekki bát. „Annaðhvort velur viðskiptavin- urinn af matseðli eða við útbúum fyrir hann máltíð sem hann púslar saman sjálfur úr salati, kjöti og grænmeti.“ Karen segir fólk almennt þekkja fyrirkomulagið og það komi sér vel fyrir Salatsjoppuna. Spurð um viðskiptavinahópinn segir Karen það hafa komið sér skemmtilega á óvart hve hann sé fjölbreyttur. „Ég gerði ráð fyrir því í áætlunum að markhópur okkar yrði fólk á aldrinum 15 til 45 ára, en kúnnahópurinn er mun fjölbreyttari en ég átti von á.“ Nokkur tonn á mánuði Karen tekur fram að Salatsjoppan gefi sig ekki út fyrir að bjóða upp á „súper heilsufæði,“ eins og hún orðar það. „Þetta er frekar þægileg- ur kostur fyrir þá sem hafa lítinn tíma. Margir virðast halda að hér sé jafnvel bara hráfæði eða matur úr hráefnum sem enginn veit nöfnin á.“ Réttirnir á staðnum eru hug- myndir eigendanna, sem útfærðu þá ásamt matreiðslumeisturunum Óm- ari Stefánssyni og Haraldi Péturs- syni. „Við leggjum áherslu á að mat- urinn sé hollur og ódýr og fólk sé fljótt að fá matinn sinn,“ segir Davíð Kristinsson í samtali við blaðamenn. „Við byrjuðum með kjötsúpu en hættum reyndar með hana fljótlega vegna þess að eftirspurnin er svo mikil eftir salötum. Við búum við al- gjört lúxusvandamál; seljum um 150 kíló af grænmeti á hverjum einasta degi svo á þessum mánuði höfum við afgreitt nokkur tonn yfir borðið hjá okkur.“ Karen Sigurbjörnsdóttur fannst vanta salatstað á Akureyri og gekk í málið. Eigendur á vaktinni. Karen Sigurbjörnsdóttir og Eva Ósk Elíasardóttir hafa staðið í ströngu fyrsta mánuðinn. „Vantaði salatstað á Akureyri“ Karen Sigurbjörnsdóttur fannst vanta salatstað í veitingahúsaflóruna á Akureyri. Ekki tókst að fá aðra til að opna slíkan stað svo hún gerði það sjálf. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.