Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.5. 2017
LESBÓK
TÓNLIST Adele er nú ríkasti tónlistarmaðurinn á Bret-
landseyjum undir þrítugu, en hún er orðin helmingi rík-
ari en hún var á síðasta ári, samkvæmt lista Sunday
Times. Adele, sem er 28 ára, er ríkasta konan sem er
sólólistamaður. Hún situr í 19. sæti lista dagblaðsins yf-
ir tónlistarmilljónamæringa.
Á toppnum eru Paul McCartney og kona hans Nancy
Shevell. Ringo Starr, fyrrum félagi hans úr Bítlunum,
og fjölskylda George Harrison eru líka á topp tíu.
Í öðru sæti er Andrew Lloyd-Webber, U2 í því þriðja
og Elton John í því fjórða. Í fimmta og sjötta sæti eru
síðan Rolling Stones-tvíeykið Mick Jagger og Keith
Richards. Til viðbótar eru á topp tíu Michael Flatley og
Sting.
Adele ríkust undir þrítugu
Adele gengur vel.
AFP
KVIKMYNDIR Ný auglýsingaplaköt voru
kynnt í vikunni fyrir Blade Runner 2049 sem
frumsýnd verður í haust. Margir bíða mjög
spenntir eftir þessu framhaldi Blade Runner
frá árinu 1982. Í aðalhlutverkum eru Ryan
Gosling sem var nú síðast í La La Land og
Harrison Ford sem var einnig í aðalhlutverki
í fyrri myndinni.
Leikstjóri myndarinnar er Denis Ville-
nauve og handritshöfundar eru Hampton
Fancher og Michael Green. Víst er að það
minnkar ekki eftirvæntinguna fyrir Íslend-
inga að Jóhann okkar Jóhannsson semur tón-
listina við hana.
Tvö ný plaköt
Gosling og Ford í hlutverkum sínum.
J.K. Rowling.
Harry Potter
á Broadway
LEIKHÚS Leikritið Harry Potter
og bölvun barnsins sem slegið hefur
í gegn í London verður frumsýnt
22. apríl 2018 í Lyric leikhúsinu á
Broadway. New York Times grein-
ir frá þessu.
Leikritið gerist tveimur áratug-
um eftir að bækur J.K. Rowling um
galdrastrákinn lauk. Það er byggt á
sögu Rowling, Jack Thorne og John
Tiffany.
Uppfærslan í London sló met á
Olivier-verðlaununum í síðasta
mánuði og vann bæði besta nýja
leikritið og ennfremur voru leik-
ararnir sem léku Harry, Hermione
og Scorpius, son Draco Malfoy
verðlaunaðir.
Rétt eins og í London verður leik-
ritið sett upp í tveimur hlutum sem
hægt er að horfa á tvo daga í röð
eða í beit.
Ekki er búið að upplýsa um leik-
aravalið en John Tiffany leikstýrir.
Miðasala hefst í haust.
TÓNLIST Pete Doherty steig á svið
á baráttufundi gegn Marine Le Pen í
París á fimmtudagskvöld. Doherty,
sem er þekktur úr hljómsveitunum
The Libertines og Babyshambles,
slóst þarna í hóp með fleiri lista-
mönnum og námsmönnum sem mót-
mæla rasisma í Frakklandi. Hann
sagði að innflytjendastefna Le Pen
væri ekki „fjarlæg hætta“ heldur
„skuggi við hliðið“.
Alls komu fram um 30 listamenn á
tónleikunum sem fram fóru á Place
de la Republique. Tugir hópa sem
berjast gegn rasisma voru á svæðinu
en uppákoman var skipulögð af fjöl-
mörgum frönskum ungmenna-
samtökum.
Doherty á sviði í Amsterdam í mars.
Doherty berst
gegn Le Pen
Gaman hefur verið að fylgjastmeð Lior Suchard í hinumog þessum skemmtiþáttum
í sjónvarpi síðustu ár. Þar er hann
tíður gestur; eftirminnilegt er þegar
hann brá á leik fyrir Jay Leno og
James Corden og nærri var liðið yfir
gamla brýnið Larry King af undrun
þegar Suchard mætti í spjallþátt
hans á CNN. Ísraelinn gat sér þá rétt
til um hvað fyrsta kærasta Kings hét!
Stelpan sú hét Goldie, sem er ekki
ýkja algengt nafn, og sá gamli þá að-
eins 15 vetra.
Hvernig fer maðurinn að þessu?
Grófst hann ekki bara fyrir um nafnið
áður en þátturinn hófst? Varla. Eða
hvernig fer hann að því að segja fólki
hvað það hugsar? Aldrei verður lík-
lega upplýst um það en gaman að
horfa á þessa andlegu fimleika. Og
enn skemmtilegra að lenda í klóm Li-
or Suchards sjálfur.
Veldu eitt orð á Wikipedia!
Nýleg, dagsönn frásögn af slíkri upp-
lifun er svohljóðandi:
Suchard situr við síma í Ísrael á
fimmtudaginn var.
„Ertu við tölvu?“ spyr hann mann-
inn á hinum enda línunnar.
„Þar sem þú ert fyrsti íslenski
blaðamaðurinn sem ég tala við skul-
um við gera smátilraun,“ segir Such-
ard. Biður þann sem þetta skrifar að
fara inn á vefsíðuna Wikipedia. Biður
mig að slá inn í leitardálkinn hvaða
hugtak sem mér dettur í hug og þá
birtist á skjánum einhver þeirra
milljóna greina sem eru á ensku á
vefsíðunni.
Í þessum greinum eru einhverjir
milljarðar orða, enda rúmlega 1.100
orð í hverri grein að meðaltali.
„Veldu eitt orð úr greininni,“ segir
maðurinn á línunni. „Ekki ofarlega
heldur orð einhvers staðar inni í
miðri grein. Ekki velja stutt orð.“
Hve miklar líkur eru á að Ísraelinn
geti, í fyrsta lagi, sagt til um hvaða
hugtak Íslendingurinn ákvað að slá
inn og í annan stað, hvaða orð ég
ákvað að velja úr textanum?
Það skal upplýst að hann bað mig
um að gefa sér upp fyrsta stafinn í
orðinu. Hugsaði sig svo um í stutta
stund og spurði hvort ég hefði mögu-
leika valið orðið recognition?
Hvort ég hafði …
„Þú hefur gaman af íþróttum, fót-
bolta og fleiru,“ segir Suchard og
upplýsir mig svo um að ég hafi slegið
inn orðið Sport til að byrja með.
Hvað gat ég annað en skellt upp
úr? Þetta er ótrúleg-
ur fjandi. Engar upp-
lýsingar eru um mig á
Wikipedia! Er mögu-
legt að hann geti kaf-
að niður í innstu hug-
arfylgsni fólks?
Þannig er hann
auglýstur.
Suchard treður upp í Hörpu á
þriðjudagskvöldið. Hann er búsettur
í Tel Aviv en er á stöðugum þönum
um heiminn þar sem hann skemmtir
fólki með hugsanalestri eða einhvers
konar andlegum brögðum. Eigin-
konan og litlu börn-
in tvö, eins og
þriggja ára, eru
stundum með í för
en hann verður án
þeirra hér á landi.
„Ég var sex eða
sjö ára þegar ég
áttaði mig á því að
ég hefði annað innsæi en vinir mínir,“
segir Suchard aðspurður. „Þegar fal-
inn var hlutur gekk mér best að finna
hann og þegar einhver hugsaði sér
tölu …“
Einmitt það, já.
Suchard segist snemma hafa haft
af því mikla ánægju að koma fram og
skemmta fólki. Gerði það strax sem
barn en hefur fengist við það af al-
vöru frá 14 ára aldri.
En hvað er mentalist eins og hann
kallar sig? Mental er notað um það
sem kallað er andlegt en Suchard
svarar:
„Mentalist er listamaður sem notar
öll skilningarvitin fimm til að fá fólk
til að upplifa sjötta skilningarvitið.“
Sem sagt; þessi hefðbundnu, sjón,
heyrn, snerting, bragð, lykt og svo
eitthvað það sjötta.
Lior Suchard flakkar
stöðugt um heiminn
og skemmtir.
Hvernig í fj… fer hann að?
Lior Suchard er ísraelskur skemmtikraftur sem treður upp í Hörpu á þriðjudaginn. Hann er enginn
venjulegur enda stundum kallaður meistari hugans. Les hann virklega hugsanir eða hvað er í gangi?
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
’Mentalist erlistamaður semnotar öll skilning-arvitin fimm til að
fá fólk til að upplifa
sjötta skilningarvitið.