Læknablaðið - 01.02.2017, Page 14
70 LÆKNAblaðið 2017/103
Stig undirhluta BMQ-G; BMQ-GH og BMQ-GO, voru reiknuð
fyrir alla þátttakendur. Síðan voru viðhorf fólks með hjarta- og
æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, sykursýki, geðsjúkdóma og
meltingarsjúkdóma skoðuð sérstaklega og flokkuð í sérhóp sem
gekk undir nafninu ,,þátttakendur með ákveðna langvinna sjúk-
dóma“. Einnig voru stig frískra þátttakenda (sem tóku lyf sjaldn-
ar en mánaðarlega) skoðuð nánar (sjá töflu III). Samanlagður
fjöldi þátttakenda í þessum tveimur hópum, það er þátttakenda
með ákveðna langvinna sjúkdóma og frískra þátttakenda, er því
nokkru minni en heildarfjöldi þátttakenda, eins og fram kemur í
töflu III. Milli þessara tveggja hópa mátti finna marktækan mun á
stigum BMQ-GH og BMQ-GO (p≤0,0001 og p≤0,0001).
Í töflu IV má sjá að stór hluti þátttakenda, bæði samanlagt og
í hverjum hópi fyrir sig, var sammála eftirfarandi fullyrðing-
um BMQ-GO: ,,læknar ávísa lyfjum í of miklum mæli“, ,,læknar
mundu ávísa minna af lyfjum ef þeir verðu meiri tíma með sjúk-
lingum sínum“ og ,,læknar treysta um of á lyf“. Þátttakendur sem
voru frískir voru meira sammála þessum fullyrðingum en þeir
sem voru með langvinna sjúkdóma. Minnihluti þátttakenda var
sammála fullyrðingum BMQ-GH, en flestir sem tóku undir þær
voru frískir. Af öllum þátttakendum voru 5,6% og 7,2% sammála
fullyrðingunum ,,lyf gera meiri skaða en gagn“ og ,,öll lyf eru eit-
ur“.
Ef viðhorf allra þátttakenda eru tekin saman, má sjá að fólk
með minni menntun hafði neikvæðara viðhorf til lyfja. Þannig
tóku þátttakendur með grunnskólapróf frekar undir fullyrðingar
um skaðsemi lyfja og ofnotkun þeirra en fólk sem lokið hafði há-
skólaprófi (tafla V). Ekki fannst marktækur munur á viðhorfum
almennt eftir aldri og kyni þátttakenda.
Ef litið var á heildarsvörun BMQ-S fyrir sjúkdómahópana 5 (sjá
töflu VI) má sjá að flestir þátttakendur voru sammála eftirfarandi
fullyrðingunum sem sneru að mikilvægi lyfja þeirra: ,,núverandi
heilsa mín veltur á lyfjunum sem ég tek“ (84%) og ,,lyfin sem ég tek
koma í veg fyrir að mér versni“ (81%). Stór hluti þátttakenda hafði
áhyggjur af því að taka lyf (52,6%) og langtímaáhrifum þeirra
(40,3%).
Umræður
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þorri Íslendinga er
jákvæður gagnvart lyfjum og treystir þeim yfirleitt. Fólk með
ákveðna langvinna sjúkdóma var jákvæðara en aðrir þátttakend-
ur og tók síður undir fullyrðingar um skaðsemi og ofnotkun lyfja
en ekki var marktækur munur á milli mismunandi sjúklingahópa.
Menntun hafði mikil áhrif á viðhorfin með þeim hætti að fólk með
minni menntun bar minna traust til lyfja. Fyrri rannsóknir hafa
gefið svipaðar niðurstöður.9,27 Hvorki kyn né aldur hafði áhrif á
viðhorfin.
Fólk tók mun frekar undir fullyrðingar sem sneru að ofnotkun
lyfja heldur en skaðsemi af völdum þeirra. Það kom ekki á óvart
því undanfarið hefur verið mikið talað í þjóðfélaginu um ofnotkun
lyfja. Efasemdir um að metýlfenídati sé ávallt ávísað viturlega og
áhyggjur af óhóflegri notkun sýklalyfja eru dæmi þar um. Þrátt
fyrir að minnihluti hafi tekið undir að lyf væru skaðleg, þykir
áhyggjuefni að 5,6% þátttakenda telji lyf gera meiri skaða en gagn
og að 7,2% telji öll lyf vera eitur. Fólk með langvinna sjúkdóma
hafði mun jákvæðara viðhorf til lyfja en frískir. Ástæðurnar fyrir
því gætu verið þær að veikt fólk hefur upplifað hversu mikið lyfin
R A N N S Ó K N
Tafla VI. Fullyrðingar BMQ-S og svörun þátttakenda með ákveðna langvinna sjúkdóma (L).
Fullyrðingar BMQ-S** Hlutfall þátttakenda sem voru sammála í hópum*, %
L*** Hjarta- og
æðasjúkdómar
Lungna-
sjúkdómar
Sykursýki Geð-
sjúkdómar
Meltingar-
sjúkdómar
Núverandi heilsa mín veltur á lyfjunum sem ég tek. (N) 84,3 89 72,2 93,1 83,6 83,1
Mér finnst áhyggjuefni að þurfa að taka lyf. (C) 52,6 53,8 41,7 42,8 51,6 61,8
Líf mitt væri óbærilegt án lyfjanna sem ég tek. (N) 60,8 57,1 80,0 85,2 66,1 68,0
Ég yrði mjög veik/ur án lyfjanna sem ég tek. (N) 56,5 57,2 68,5 92,6 60,0 57,4
Ég hef stundum áhyggjur af langtímaáhrifum lyfjanna sem ég tek. (C) 40,3 41,2 27,0 39,3 44,2 52,0
Ég veit lítið eða ekkert um lyfin sem ég tek. (C) 25,6 25,2 22,8 29,6 18,4 28,4
Heilsa mín í framtíðinni veltur á lyfjunum sem ég tek. (N) 69,2 76,6 55,6 92,9 55,8 66,3
Lyfin sem ég tek raska lífi mínu. (C) 9,2 7,2 13,9 7,6 15,0 10,9
Ég hef stundum áhyggjur af því að verða of háð/ur lyfjunum sem ég tek. (C) 18,5 17,1 25,0 14,8 21,7 27,1
Lyfin sem ég tek koma í veg fyrir að mér versni. (N) 81,2 82,5 86,1 88,5 85,0 80,0
*Samanlagt hlutfall þátttakenda sem voru frekar eða mjög sammála fullyrðingunum.
**N og C í sviga stendur fyrir fullyrðingar sem tilheyra BMQ-SN og BMQ-SC.
***Hlutfall sem vildu ekki svara fullyrðingum BMQ-S var hvergi yfir 4%.
Tafla V. Samanburður á stigum BMQ-GO og BMQ-GH miðað við menntun
hjá þátttakendum sem voru með ákveðna langvinna sjúkdóma og þeim sem
voru frískir. Taflan sýnir p-gildi og hrifstærð (aðeins reiknuð þar sem marktækur
munur fannst).
Hópur Menntun
BMQ-GO Hrifstærð BMQ-GH Hrifstærð
L 0,006* 0,21 0,080
F ≤0,0001* 0,42 ≤0,0001* 0,32
allir 0,009* 0,12 ≤0,0001* 0,24
*Marktækur munur
L: Þátttakendur með ákveðna langvinna sjúkdóma og F: frískir þátttakendur