Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Síða 19

Læknablaðið - 01.02.2017, Síða 19
LÆKNAblaðið 2017/103 75 gengasta aðgerðin var brottnám á bugaristli með samtengingu milli ristils og endaþarms (n=30, 18%). Hjá tveimur sjúklingum af 5 sem fóru í greiningaraðgerð með kviðsjá var framkvæmd skolun á kviðarholi. Enginn af þessum 5 sjúklingum fór síðar í bráða- eða valaðgerð (tafla II). Þrír af þeim 134 sjúklingum sem fóru í aðgerð þurftu á endur- aðgerð halda í legunni en allir fóru þeir upphaflega í Hartmanns- aðgerð. Tveir þeirra fóru í heildarbrottnám á ristli (total colectomy) og endagarnarstóma (end ileostomy) vegna versnunar á klínísku ástandi. Þriðji sjúklingurinn fékk drep í stóma sem þarfnaðist lag- færingar. Enn aðrir tveir sjúklingar af 134 sem fóru í aðgerð svör- uðu ekki meðferð og í kjölfarið var virkri meðferð hætt (mynd 2). Átta af 88 sjúklingum (9%) í stuðningsmeðferðarhópnum fengu kera í kjölfar greiningar, en 11 sjúklingar (12,5%) fengu kera síð- ar í legunni þar sem þeir svöruðu ekki upphafsmeðferð. Flestir sjúklingarnir (n=69, 74,5%) voru upphaflega meðhöndlaðir með sýklalyfjum án ísetningar kera. Tuttugu og þrír sjúklingar (26%) úr stuðningsmeðferðarhópnum þurftu síðar að fara í bráðaaðgerð í legunni þar sem þeir svöruðu ekki meðferð. Tíu af þessum 23 sjúklingum höfðu áður fengið kera (við greiningu, n=5; síðar, n=5) en 13 höfðu eingöngu verið meðhöndlaðir með sýklalyfjum. Það voru því samtals 56 sjúklingar sem svöruðu einvörðungu sýkla- lyfjameðferð. Einn af þeim 23 sjúklingum sem upphaflega voru meðhöndlaðir með stuðningsmeðferð og sem síðar fóru í bráða- aðgerð þurfti að fara í tvær enduraðgerðir. Upphaflega var fram- kvæmd opin aðgerð þar sem lagður var keri og síðar kviðsjárað- gerð þar sem lagt var út stóma (mynd 2). Valaðgerð var framkvæmd síðar á 10 sjúklingum úr stuðnings- meðferðarhópnum vegna sögu um endurtekna sarpabólgu. Níu þeirra fóru í brottnám á bugaristli og einn í vinstra helftarristilnám (left hemicolectomy). Í öllum aðgerðum var gerð samtenging á milli ristils og endaþarms. Af þeim sem upphaflega fengu stuðnings- meðferð fóru því 33 (38%) sjúklingar síðar í aðgerð (bráðaaðgerð, n=23; valaðgerð, n=10). Allir þessir sjúklingar höfðu sarpabólgu. Stuðningsmeðferð varð algengari eftir því sem á rannsóknar- tímann leið en á sama tíma dró úr tíðni skurðaðgerða (mynd 3). Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðgerð strax við greiningu lækkaði úr 71% á tímabilinu 1998-2002 í 54% á tímabilinu 2003-2007 (p<0,005). Hlutfall þeirra sem voru meðhöndlaðir með stuðningsmeðferð við greiningu jókst úr 27% á tímabilinu 1998-2002 í 45% á tímabilinu 2003-2007 (p<0,05). Stóma Níutíu og sex sjúklingar (61%) af þeim 157 (aðgerðarhópur, n=134; stuðningsmeðferðarhópur, n=23) sem fóru í bráðaaðgerð fengu stóma. Sjötíu (73%) af þessum 96 fóru í Hartmanns-aðgerð (að- gerðarhópur, n=63; stuðningsmeðferðarhópur, n=7) og af þeim voru 33 (47%) endurtengdir síðar. Tuttugu sjúklingar (21%) létust innan eins árs frá því að Hartmanns-aðgerðin var framkvæmd án þess að endurtenging færi fram. Það voru því 17 (34%) af 50 sjúk- lingum sem voru með varanlegt stóma þegar gögnum var safnað. Aldur þeirra sjúklinga sem fóru í endurtengingu eftir Hartmanns- aðgerð var 62 ár (bil: 35-89) en 71 (bil: 56-86) ár hjá þeim sem ekki voru endurtengdir. Mynd 3. Fyrsta meðferð við rofi á ristli. Rauðu súlurnar sýna hlutfall aðgerðar og bláu súlurnar hlutfall stuðningsmeðferðar af þessum tveimur meðferðarúrræðum á árunum 1998 til 2007. Tafla II. Skurðaðgerðir sem framkvæmdar voru sem upphafsmeðferð við rofi á ristli (n=134) eða síðar sem meðferð í kjölfar stuðningsmeðferðar (n=33). Gefinn er upp fjöldi aðgerða og hlutfall þeirra (%) af heildaraðgerðafjölda í hverjum dálki. Aðgerð, fyrsta meðferð Aðgerð, seinni meðferð Allar aðgerðir Hartmanns-aðgerð 63 (47) 7 (21,2) 70 (42) Brottnám á bugaristli 15 (11,2) 15 (45,4) 30 (18) Rof saumað 23 (17,2) 1 (3) 24 (14) Vinstra helftarristilnám 6 (4,5) 5 (15,2) 11 (7) Brottnám ristils 8 (6) 0 (0) 8 (5) Kviðsjárspeglun til greiningar 5 (3,7) 0 (0) 5 (3) Hægra helftarristilnám 4 (3) 1 (3) 5 (3) Opin hreinsun 3 (2,2) 2 (6,1) 5 (3) Annað 7 (5,2) 2 (6,1) 9 (5) Mynd 2. Flæðirit yfir meðferð við rofi á ristli (n=225).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.