Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Síða 42

Læknablaðið - 01.02.2017, Síða 42
98 LÆKNAblaðið 2017/103 L Æ K N A N Á M Í 1 4 0 Á R Margrét Guðnadóttir veirufræðingur Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun veirufræðinnar síðustu 60 árin. Veirurnar, þessa örsmáu agnir, sem smugu gegnum fínustu síur og engin leið var að rækta með aðferðum bakteríufræðanna, en ollu samt illvígum smitsjúkdómum og jafnvel drepsóttum í mönnum og dýrum. Veirurnar eru eiginlega ræningjar. Þær geta ekki fjölgað sér nema þær komi sér inn í lifandi frumu og geti stolið þaðan því sem þær sjálfar vantar til að geta búið til sín eigin efni og notað þau í næstu kyn- slóð af veirum. Ævintýrin í veirufræðinni byrjuðu árið 1949 þegar dr. John Enders, sýklafræðing- ur sem vann á barnaspítala í Boston, ræktaði fyrstur manna mænusóttarveirur í tilraunaglösum. Á barnaspítalanum hafði hann greiðan aðgang að forhúð af gyðingastrákum sem höfðu nýlega verið umskornir. Hann náði að rækta frumur úr forhúðinni í tilraunaglösum og sýkja þær síðan með sýnum frá mænusóttarsjúkling- um. Dr. Enders og tveir samstarfsmenn hans, þeir Weller og Robbins, fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fljótlega eftir birtingu þessara ræktunartilrauna. Með þeim höfðu þeir í raun opnað allar gáttir til ræktunar manna- og dýraveira og bóluefnagerðar gegn þeim skæðustu. Bólu- efnagerð hófst eiginlega strax á eftir, en af öðrum og annars staðar í landinu. Mænusótt var þá tiltölulega nýr löm- unarsjúkdómur og hegðun hennar undar- leg. Sýkillinn olli flestum lömunum í lönd- um þar sem hreinlæti og hagur fólks var með besta móti. Þar sem aðstæður voru miklu verri varð hennar lítið sem ekkert vart. Norðurlönd og Norður-Ameríka fengu á sig flesta sjúklingana. Nú vitum við að það skiptir miklu máli hvort sjúk- lingur sýkist seint eða snemma á ævinni. Þeir sem sýkjast seint eru líklegri til að fá lömun, sérstaklega ef þeir lenda í striti og vosbúð rétt eftir smit. Árin 1950-1955 þróuðu og prófuðu Bandaríkjamenn dautt mænusóttarbólu- efni ræktað í apafrumum, sem reyndust mjög næmar fyrir sýkingunni. Hver skammtur af bóluefni veitti vörn gegn öllum þremur ættum mænusóttarveira. Tilraunirnar tókust vel, og þetta bóluefni var tekið í almenna notkun í Bandaríkjun- um 1955. Árangurinn var ótrúlega góður. Hálf öld með veirum, og fleirum Um miðjan desember héldu læknadeild og Félag læknanema ráðstefnu um læknanám hér- lendis í 140 ár. Þar stigu margir á stokk og meðal annarra var Margrét Guðnadóttir veiru- fræðingur og heiðursfélagi Læknafélags Íslands. Læknablaðið fór þess á leit við hana að fá að birta hér ræðu hennar af þessu tilefni. Efnisyfirlit Læknablaðið 2016; 102: 1-580 Læknablaðið T H E I C E L A N D I C M E D I C A L J O U R N A L Einsog venja er með tímarit hefur hverjum árgangi Læknablaðsins fylgt ítarleg efnisskrá og höfundaskrá brotin um í stærð blaðsins, allt frá árinu 1915. – Þrátt fyrir rekjanleikann í nútímanum og skipulagsgáfu netsins og gúglsins halda flest blöð þessari skráningu enn við lýði, - enda geta net framtíðarinnar rifnað, excelskjöl hrunið og rafmagn orðið fallvalt. Efnisyfirlit blaðsins fyrir árið 2016 liggur nú fyrir inni á heima- síðunni, efst í árganginum. Áhugasamir lesendur geta fundið hverja örðu í öllum tölublöðum árgangsins þarna inni, - lista yfir höfunda, listamenn sem eiga verk á kápunni, sérgreinahöfunda og þarna eru tíunduð þau fylgirit sem Læknablaðið gaf út á árinu. Efnisyfirlit ársins 2016

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.