Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2017, Síða 46

Læknablaðið - 01.02.2017, Síða 46
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 102 LÆKNAblaðið 2017/103 Emil Lárus Sigurðsson heimilislæknir á Heilsugæslunni Sólvangi og prófessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands Jón Steinar Jónsson heimilislæknir í Garðabæ og lektor í heimilislækningum við Háskóla Íslands Oddur Steinarsson heimilislæknir og fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins oddur.steinarsson@heilsugaeslan.is Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir í Efra Breiðholti og formaður Félags íslenskra heimilislækna Umtalsverðar breytingar hafa orðið á heilbrigðisþjónustu og viðfangsefn- um hennar undanfarna áratugi. Smit- sjúkdómar eru á undanhaldi en tíðni ósmitbærra sjúkdóma (noncommunicable diseases) eykst hlutfallslega og þar með vægi þeirra í heilbrigðisþjónustunni. Lífslíkur aukast og fjölsjúkum einstakl- inum fjölgar, sérstaklega í hópi aldraðra. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Þetta sýnir dæmi frá Ängelholm í Svíþjóð þar sem teymi læknis og hjúkrunarfræðings sem studdi heimahjúkrunarsjúklinga fyrirbyggði komur á bráðamóttökur í 94% tilfella og innlagnir í um 73% tilfella á fyrstu 6 starfsmánuðum sínum. Alþjóðastofnanir eins og Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) og OECD benda á að hlutfallsleg áhersla sé of mikil á annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu á Vest- urlöndum í dag. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði að mati WHO til að mæta þeim áskorunum sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir með hækkandi hlut- falli eldri borgara og breyttri sjúkdóms- mynd. Bætt mönnun heilsugæslunnar, samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og þar með betra aðgengi að þjónustunni eru þau atriði sem leggja þarf áherslu á, og að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun. Til þess að styðja við svona upp- byggingu er að mati okkar nauðsynlegt að byggja upp þróunarmiðstöð fyrir heilsugæslu á landsvísu og aðra nærþjón- ustu á Íslandi. Grunnur að slíkri miðstöð, Þróunarsvið (ÞS), hefur verið starfandi frá árinu 2009 innan Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins (HH). Innan hennar eru einingar sem leiða uppbyggingu og styðja við þjónustu heilsugæslustöðva innan HH en þróunarsviðið hefur einnig að nokkru leyti stutt faglega við heilsugæslu og heilbrigðisstofnanir í landinu. Innan ÞS er umsjón með sérnámi í heilsugæslu auk vísinda- og þróunarstarfs. Þetta þróunarsvið hefur verið fámennt og liðið fyrir niðurskurð undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að ekki hefur verið ráðinn yf- irmaður þar eftir að framkvæmdastjóri þess sagði upp störfum 2014. Klínískur lyfjafræðingur er kominn á eftirlaun og er í tímavinnu nú. Ekki hefur verið fjölgað kennslustjórum í samræmi við vöxt sér- námsins og fleira mætti nefna sem betur þyrfti að fara. Nýtt samræmt greiðslu- og gæðakerfi tók gildi fyrir heilsugæslur á höfuðborgar- svæðinu nú um áramótin. Að baki því er kröfulýsing með gæða- og þjónustukröf- um sem fylgja þarf eftir, endurskoða og bæta. Slík kröfulýsing mun væntanlega taka gildi fyrir alla heilsugæslu í landinu innan nokkurra ára. Mikilvægt er að kennsla, þróunar- og vísindastarf verði eflt innan heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu en ekki síður á landsbyggðinni. Þessir þættir eru afar þýðingarmiklir fyrir þá grunnþjónustu sem heilsugæsl- unni er ætlað að sinna. Því er mikil- vægt að stofnuð verði Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar (ÞH) sem myndi sinna ofangreindu hlutverki. Nauðsynlegt væri að ÞH yrði sem mest sjálfstæð, sinnti öllu landinu og að þar yrði beitt þverfaglegri nálgun. Miðstöðin gæti verið staðsett innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en þá þyrfti að tryggja sjálfstæði hennar með reglugerð og að yfirmaður hennar hefði faglegt sjálfstæði. Þetta þarf að gera Þróunarmiðstöð Heilsugæslunnar SÉRFRÆÐILÆKNIR Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis við Sjúkrahúsið Vog. Starfshlutfall er 100% en hlutastarf kemur til greina. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Þátttaka í daglegri læknisþjónustu á Sjúkrahúsinu Vogi og öðrum starfsstöðvum SÁÁ. Þetta felur m.a. í sér vaktskyldu, samskipti og þjónustu við sjúklinga, kennslu og þverfaglega samvinnu. Hæfniskröfur Fullgild sérfræðiréttindi. Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð. Umsóknarfrestur til 20. febrúar 2017. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík, eða í tölvupósti á saa@saa.is Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri, s. 824 7600, netfang: thorarinn@saa.is

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.