Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2017, Side 47

Læknablaðið - 01.02.2017, Side 47
LÆKNAblaðið 2017/103 103 til þess að tryggja jafnræði allra þeirra starfsstöðva sem Þróunarmiðstöðin hefði með að gera. Þar yrði tenging við há- skólana, kennslumál, rannsóknir, bættar lyfjaávísanir, innleiðingu gæðavísa og verkferla, og fleira. ÞH myndi taka við verkefnum ÞS, starfsfólki og starfseiningum. ÞH yrði fjár- mögnuð með sér sérstakri fjárveitingu og sjálfstæði tryggt með reglugerð. Þar yrði fagráð með einum fulltrúa frá Embætti landlæknis, einum frá hverri heilbrigðis- stofnun og einum frá sjálfstætt starfandi heilsugæslum. Ráða þyrfti faglegan yfirmann ÞH með yfirgripsmikla reynslu af stjórnun, vísindarannsóknum og þróunarverkefn- um. ÞH yrði faglega sjálfstæð starfseining óháð einni ákveðinni heilbrigðisstofnun en staðsett sem næst klínískri starfsemi heilsugæslunnar og starfandi á landsvísu. ÞH skyldi í samvinnu við Embætti land- læknis, menntastofnanir og stjórnvöld stuðla að samræmdu verklagi fagfólks á heilsugæslustöðvum, vinna að eflingu, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu. Setja þyrfti á fót lyfjanefnd innan ÞH sem fylgdist með lyfjanotkun og ynni að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja, meðal annars með gerð lyfjalista fyrir heilsugæsluna í samstarfi við lyfjanefnd Landspítala og erlenda aðila. ÞH bæri ábyrgð á sérnámi í heimilislæknisfræði og heilsugæsluhjúkrun í samvinnu við viðkomandi fagfélög og háskólastofn- anir. Efla þyrfti nám á sviði heilsugæslu og setja markmið um mönnun. Þannig væri eðlilegt að setja markmið um að hlutfall heimilislækna af læknum verði 30%, líkt og meðaltalið er í OECD-ríkjun- um, en hlutfallið á Íslandi er 16% í dag. Náist það markmið má gera ráð fyrir að mönnunarvandi lækna í heilsugæslu á Íslandi verði úr sögunni. Til þess að ÞH gæti sinnt markmiðum sínum yrði að fjölga stöðum og gera ráð fyrir fjármagni fyrir tímabundin þróunar- og rannsóknarverkefni. Hægt væri að færa starfsmenn tímabundið til í því skyni að sinna ákveðnum verkefnum. Til að mynda gæti læknir á heilsugæslustöð unnið í 20% starfi tímabundið að verkferlum varðandi sykursýkismóttökur eða önnur aðkallandi gæðaþróunarverkefni. Með þessu móti væri hægt að fá inn klíníska starfsmenn í gæða- og rannsóknarverkefni í heilsugæslu án þess að þeir fari úr sínum daglegu störfum, en það er mikilvægt til að stuðla að góðri tengingu við grunn- starfsemina. Með því að stíga þessi skref sem hér hafa verið tíunduð væri hægt að efla og bæta heilsugæslu og aðra nærþjónustu á landsvísu sem skilaði sér í skilvirkari starfsemi með allt aðra möguleika til fást við þá stöðugu gæðaþróun sem þarf að eiga sér stað í nútímaheilbrigðisstofn- un. Þetta eru að mati okkar nauðsynleg skref til þess að íslensk heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta verði heildstæðari og geti orðið meðal bestu heilbrigðiskerfa í Evrópu, í árangri og að gæðum. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Audi Q2 #ótaggandi Spáflúnkunýr Audi Q2 gjörbreytir hugmyndum þínum um bíla og ögrar skilgreiningaáráttunni. Útbúinn eins og þú hugsar hann,mætir hann á malbikið eða mölina, fullur sjálfstrausts en #ótaggandi. Verð frá 4.990.000 kr. #allravega? #blikkboli? #skarpur?

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.