Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 7
16. febrúar 2018 fréttir 7 Spákona á SjötugSaldri Selur contalgin og rítalín í Breiðholti n Tugir dáið úr eitrun n Alma var 15 ára þegar hún lést n Spádómar og dóp í boði Spákonan nær í dópið Í boði spádómar og læknadóp. „Nei, þetta er spænskt. Hér er ekkert gamalt. „Ertu með eitthvað, þú veist? upplýsingar um framtíðina. Hún væri að dreifa lyfseðilsskyldum lyfjum, það er læknadópi. Blaða- maður sló á þráðinn til konunnar og maður svaraði. Síðan tók spá- konan við tólinu. Blaðamaður DV þóttist heita Trausti, fíkill sem var á leiðinni inn á Vog en þyrfti smá skammt sem átti að duga fram að því. Trausti fór hins vegar varfærnislega í sím- talið og athugaði hvort spákon- an ætti lausan tíma til að spá fyr- ir honum. Spákonan sagði að það væri hægt og hún ætti lausan tíma klukkan tvö á heimili hennar í Breiðholtinu. Þá bar Trausti upp spurninguna: Ertu með eitthvað, þú veist? „Með eitthvað?“ „Konta“ eða eitthvað svoleiðis? „Já,já … ég á konta.“ Hvað kostar hann? „Átta þúsund.“ Var þá um eina 100 milli- gramma töflu af contalgin að ræða. Meirihlutinn af contalgin sem selt er á svörtum markaði á Ís- landi er ekki komið frá innlendum lyfseðilshöfum heldur eru töflurn- ar keyptar inn erlendis frá. Kosta þær þá yfirleitt um þúsund krónur stykkið. Samkvæmt heimildum DV er spákonan dreifingaraðili fyrir einstakling sem fer reglulega til Alicante á Spáni og kaupir þar lyfin. Spákonan sagðist eiga nóg af „konta“ og rítalíni. Rítalín er örvandi lyf, skylt amfetamíni, sem ávísað er til barna með athyglis- brest og ofvirkni. Auðveldar lyfið börnunum að halda einbeitingu og eiga samskipti við aðra. En rítalín er einnig eitt af algengustu lyfseðilsskyldu lyfjunum sem eru misnotuð á Íslandi. Er lyfið þá leyst upp og því sprautað í æð líkt og gert er við contalgin-töflurnar. Sjúkratryggingar Íslands létu gera úttekt á sölu rítalíns og skyldra lyfja á árunum 2006 til 2009 var aukningin þá um 20 prósent. Árið 2011 var hafði um helming- ur þeirra sem leituðu inn á með- ferðarheimilið Vog misnotað ríta- lín og skyld lyf. Trausti spurði konuna hvort hún væri að selja „eitthvað annað, svipað og kontann“ og var þá að athuga hvort hún væri einnig að selja önnur morfínskyld lyf en svo reyndist ekki vera. Keyptu töflu af contalgin Næsta dag hringdi Trausti aftur í spákonuna og sagðist ekki ætla að láta spá fyrir um framtíð sína heldur vildi hann aðeins fá skammtinn. Það reyndist ekkert mál og hún sagðist ætla að vera heima þá um eftirmiðdaginn. Fóru þá tveir blaðamenn DV á heimili hennar með upptökubún- að, bæði myndbandsupptökutæki og hljóðupptökutæki, til að ganga frá viðskiptunum. Konan hleypti þeim inn í íbúðina og við blöstu ýmiss konar skreytingar, lituð ljós og nornadúkkur. Kynnti annar blaðamanna þá sig sem frænda Trausta. Viðskiptin fóru svo fram í eldhúsinu hjá spákonunni en engir aðrir voru sjáanlegir á heim- ilinu. „Hvað margar?“ spurði spá- konan og Trausti sagðist aðeins vilja eina. Spurði hún þá hvort þeir væru Pólverjar, því henni fannst þeir líta út fyrir að vera pólskir. Hrósaði hún happi að þeir væru Íslendingar. Upp úr hægri buxnavasa sínum dró spákonan þá lítinn plastpoka sem innihélt fjölmargar töflur af contalgin, úr niðurklipptu lyfja- spjaldi. „Er þetta nokkuð gamalt?“ spurði Trausti „Nei, þetta er spænskt. Hér er ekkert gamalt.“ Trausti rétti henni þá átta þús- und krónur í reiðufé. „Gjörðu svo vel. Þið eruð ekkert í löggunni?“ spurði spákonan þá, og neituðu Trausti og frændi hans því. Því næst þökkuðu þeir fyrir sig og héldu sína leið með töfluna í farteskinu. Spákonan vildi ekki tjá sig málið við DV þegar eftir því var leitað. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.