Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 8
8 16. febrúar 2018fréttir → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Uppáhalds- hlutur Bigga löggu Fær 130 þúsund á mánuði í húsnæðiskostnað frá ríkinu n Steingrímur J. býr í glæsihýsi í Breiðholti með 1,8 milljónir í laun S teingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur um áratugaskeið búið í Selja- hverfinu í Breiðholti en fær 1,6 milljónir á ári fyrir að vera með lögheimili á Vopna- firði. Fyrst í húsi við Brekkusel, en í október 1999 fjárfesti hann, ásamt eigin konu sinni Bergnýju Marvins- dóttur, í einbýlis húsi við Þingasel 6, sem er heilir 314,6 fer- metrar að stærð. Um einstaklega glæsi- lega eign er að ræða sem er í dag metin hátt í 100 millj- ónir. Verður það að teljast við hæfi að þaulsætnasti alþingismaður þjóðarinnar búi við Þingasel. Húsið kostaði á sínum tíma 23,1 milljón króna og gat Steingrímur greitt um 16,3 milljónir út í hönd en afgangurinn, tæpar 7 milljónir króna, var tekinn að láni. Stein- grímur er með 1,8 milljónir króna í laun á mánuði sem forseti Alþing- is. Steingrímur keypti Brekku- sel í júlí árið 1987, þýðir það að hann hefur búið í Seljahverfinu í minnst 30 ár. Á sama tíma hefur hann verið með skráð lögheim- ili á Gunnarsstöðum í Vopnafirði og fengið fyrir það húsnæðis- og dvalargreiðslur. Steingrímur, líkt og aðrir þingmenn kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins, fær mánaðarlega greiddar 134.041 krónu í húsnæðis- og dvalarkostn- að. Það gera 1.608.492 krónur á ári. Steingrímur hefur setið á þingi sem þingmaður Norðausturkjör- dæmis, áður Norðurlands eystra, frá árinu 1983. Greiðslurnar fyrir húsnæðis- og dvalarkostnað hafa hækkað í takt við laun þingmanna, fékk Steingrímur til dæmis 72.450 krónur í húsnæðis- og dvalar- kostnað árið 2003. Hefur aldrei sótt um álagsgreiðslur Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðiskostnaði á eða í kjördæminu ef þingmaður býr á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt reglum þingsins getur þingmaður sem á aðalheimili utan höfuð- borgarsvæðisins, og annað heimili í Reykjavík óskað eftir að fá greitt 40 prósenta álag. Steingrímur seg- ir í svari við fyrirspurn DV að hann hafi aldrei sótt um slíkar álags- greiðslur. „Ég fæ greiddan hús- næðis- og dvalarkostnað eins og yfirleitt aðrir landsbyggðarþing- menn, en hef aldrei sótt um álags- greiðslur vegna tvöfalds heimilis- halds,“ segir Steingrímur. Samkvæmt lögum um lögheim- ili verða allir að skrá lögheimili sitt þar sem þeir hafa fasta búsetu, það á hins vegar ekki við um alþingis- menn sem er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem þeir höfðu fasta búsetu áður en þeir urðu þingmenn. Steingrímur er ekki eini þing- maðurinn sem fær greiðslur af þessu tagi frá Alþingi. Nokkrir þingmenn Norðvestur- og Norð- austurkjördæmis staðfestu að þeir fengju slíkar greiðslur fyrir að halda tvö heimili, eitt í kjördæm- inu og annað á höfuðborgarsvæð- inu. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Miðflokksins, hefur verið í fréttum vegna lögheimilis- flutninga hans árið 2013. Á árun- um 2009 til 2013 var hann þing- maður Reykjavíkur en árið 2013 flutti hann lögheimilið á Hrafna- björg III í Jökulsárhlíð þar sem hann hefur aldrei haldið heimili. Í desember í fyrra flutti hann svo lögheimilið til Akureyrar eftir að fyrri lögheimilisskráning var kærð. Sigmundur Davíð svaraði ekki fyrir spurn DV um málið. Engar upplýsingar um greiðslur til þingmanna, hvort sem það er húsnæðis- og dvalarkostnaður eða ferðakostnaður, eru nú aðgengi- legar á vef Alþingis og hefur skrif- stofa þingsins ekki viljað nefna einstaka þingmann á nafn þegar eftir því er leitað. Steingrímur von- ast til að allar svona upplýsingar um alla þingmenn verði aðgengi- legar fljótlega á vef Alþingis. Sem forseti Alþingis er Steingrímur með bíl og bílstjóra frá Alþingi líkt og ráðherrar, en hann segist stundum fá bílaleigubíl frá Alþingi þegar hann heimsækir kjördæmið en Steingrímur fær einnig ókeypis flug á heimaslóðir. n n Dvalarkostnað að upphæð 134 þúsund n Frítt flug á milli lögheimilis og Reykjavíkur n Bílaleigubíl á heimaslóðum Allir þingmenn fá ókeypis: n Bækur, fréttablöð og tímarit n Símanotkun n Frímerki n Leigubíla n Blóm og gjafir fyrir 6.000 krónur í hvert skipti n Tölvu og fylgibúnað n Rétt á endurgreiðslu að upphæð 480 þúsunda króna vegna starfskostnaðar Það sem Steingrímur og aðrir þingmenn á landsbyggðinni fá Ari Brynjólfsson ari@pressan.is Steingrímur J. Sigfússon hefur setið á þingi fyrir Norðausturkjördæmi frá árinu 1983. Hann hefur búið í Seljahverfinu í Breiðholti frá árinu 1987. „Fartölvan mín hlýt- ur að vera uppáhaldstækið mitt á heimilinu. Ég handleik hana allavega mest af öllum tækjum. Hún er magnaður töfragluggi út í umheiminn og ótrúlega öflugt gjallarhorn til að koma skilaboðum og skoðunum út í kosmósið. Í gegnum hana hef ég meðal annars tekið eitt stykki háskólanám, skrifað fjöldann allan af greinum og hugleiðingum og komist í samband við fólk úti um allan heim. Það er eitthvað.“ Fær allt nema … Róbert Wessman og þeir Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon voru í gær dæmdir af Hæstarétti til að greiða fyrr- verandi viðskiptafélaga sínum, Matthíasi Johannessen, 640 milljónir vegna viðskipta í lyf- jafyrirtækinu Alvogen. Vext- ir og dráttarvextir bætast við heildarupphæðina sem er þá 1,2 milljarðar króna. Eru þetta með hæstu bótum sem einstak- lingar hafa verið dæmdir til að greiða. Mikið hefur farið fyrir Róberti síðustu ár en hann veit allt um lyfjabransann, innan- hússhönnun og eftirrétti. Nú síðast líka um kampavín. Fram að þessum degi virtist hann geta gert og fengið allt sem hann vildi. Nema DV reyndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.