Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 24
24 umræða
Sandkorn
16. febrúar 2018
Spurning vikunnar
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
fréttaskot
512 7070
abending@dv.is
Ríkisvæðum fíkniefnaneyslu
Þ
að hefur aldrei verið auð
veldara að kaupa fíkniefni
á Íslandi en í dag. Hvaða
nettengdi auli sem er getur
komist í kynni við fíkniefnasala svo
lengi sem hann sé læs, eða geti að
minnsta kosti lesið símanúmer. Til
dæmis eru á Facebook ótal hópar
þar sem salarnir kynna vörur sín
ar með mynd, verði og símanúm
eri. Rétt eins og á Braski og bralli
eða Blandi.
Þetta var ekki svona þegar ég
var yngri. Reyndar heyrði ég þá að
jafn auðvelt væri að kaupa fíkni
efni og að panta sér pítsu. En það er
bara lygi því fíkniefnasalarnir aug
lýstu ekki í dagblöðum eða með
skjáauglýsingum. Maður þurfti
að þekkja einhvern. Það reyndist
ekki erfitt fyrir blaðamenn DV að
kaupa eina töflu af contalgin frá
eldri konu í Breiðholti í vikunni.
Eitt símtal, stutt stopp, komið.
Fíkniefnalaust Ísland árið
2000 var kosningaslagorð Fram
sóknarmanna einhvern tímann á
tíunda áratugnum
og þykir ágætis
brandari í dag.
Fíkniefni hafa
alltaf verið til og
munu alltaf vera
til, sama í hvaða
formi þau eru.
Í dag er mikið
talað um afglæpa
væðingu fíklanna.
Að þeim verði ekki
gerð refsing fyrir
að nota efni sem
hafa skaðleg áhrif
á heilsu. Það er
allt gott og blessað
en leysir samt ekki
vandann. Það er eftir sem áður
ólöglegt að framleiða og selja efn
in. Þar með þrífast enn margir af
helstu ókostunum.
Hvað með að gera fíkni
efnaneyslu löglega? Og ekki nóg
með það, heldur að ríkið útvegi
þau … frítt? Hverjir eru ókostirnir?
Jú, þetta myndi ábyggilega kosta
sitt og sjálfsagt myndu einhverj
ir deyja. Það samrýmist ekki lýð
heilsusjónarmiðum að sprauta sig
með contalgin í gríð og erg. Land
læknir myndi aldrei mæla með
slíku. En hverjir eru kostirnir?
Í fyrsta lagi myndi þetta taka út
undirheimaviðskiptin. Það kaupir
enginn töflu á átta þúsund krón
ur þegar hægt er að
fá hana frítt frá ís
lenska ríkinu. Í öðru
lagi er það öryggið.
Þegar þú kaupir efni
frá manni á Face
book veistu ekkert
hvað þú ert að fá.
Það eru engar inni
haldslýsingar eða
vottun á slíkri vöru.
Lyfjaeftirlit ríkis
ins myndi tryggja
að allt hass, spítt,
kókaín og morfí
nefni væru unnin
samkvæmt bestu stöðlum. Í þriðja
lagi dregur þetta úr örvæntingu.
Fíkniefni eru dýr á Íslandi og fíkl
arnir verða að fá næsta skammt.
Hvað gera þeir þá? Brjótast inn,
selja sig, selja öðrum, handrukka
og þar fram eftir götum. Það myndi
enginn þurfa að selja sig fyrir ríkis
skammtinn. Í fjórða lagi myndi
þetta næstum tæma fangelsin. Í
fimmta og síðasta lagi myndi þetta
ábyggilega hafa forvarnargildi fyr
ir marga því þetta tekur spennuna
úr jöfnunni. Hvað er meira ósexí
en frítt ríkisdóp? n
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Það myndi enginn
þurfa að selja sig
fyrir ríkis skammtinn.
Hlutverkin
Smári McCarthy,
þingmaður
Pírata, skólaði
Ásmund Frið-
riksson, þing
mann Sjálf
stæðisflokksins,
til vegna stóra
akstursmálsins. Segir Smári
að starf þingmannsins snúist
ekki um að rúnta á milli staða
heldur að skilja málefnin til
hlítar. Þarna
birtist mismun
andi skilning
ur manna á eðli
þingstarfa. Ás
mundur telur
það hlutverk
sitt að mæta í fermingarveislu
hjá kumpánum á Vík, spjalla
við velunnara yfir pönnsum á
Höfn og taka í spaðann á ein
hverjum lagsmanni í Rangár
vallasýslu. Á sama tíma telur
Smári það hlutverk sitt að hafa
fullan skilning á öllum þeim
málum sem rata á hans borð.
Getur verið að þeir hafi báð
ir rétt fyrir sér og kjósendur
Suðurkjördæmis vilji hafa bæði
þingmann sem skilur allt og
kjördæmishornaflakkara?
Eyþór á fundi
Netverjar hafa skemmt sér
konunglega við að koma Eyþóri
Arnalds, borgarstjóraefni Sjálf
stæðisflokksins,
fyrir á hinum og
þessum mynd
um. Í umferð eru
myndir af Eyþóri
á fundi Reagans
og Gorbatsjovs
í Höfða 1986 og
á þjóðfundinum 1851. Er þar
vísað í fræga för Eyþórs á fund
þingmanna og borgarstjórnar
í Höfða í vikunni þangað sem
honum var boðið af velunnara
sínum, Guðlaugi Þór Þórðarsyni
utanríkisráðherra. Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri tók ekki vel
í veru Eyþórs á fundinum og
vísaði honum út. Morgunblað
ið og Viðskiptablaðið segja Dag
vera argasta dóna en stuðn
ingsmenn Dags setja spurn
ingarmerki við hvers vegna
Vigdís Hauksdóttir og alls kyns
Píratar hafi þá ekki líka feng
ið að vera á fundinum. Guð
laugur Þór dokaði ekki lengi
við á landinu eftir fundinn og
fór á tveggja daga fund NATO í
Brussel. Ekki hafa borist fregnir
af því að Jens Stoltenberg hafi
vísað einhverjum vini Guð
laugs af fundinum.
„Nei, alls ekki. Við þurfum samt að vera á tánum og
hugsa um hana.“
Patrekur Jóhannesson
„Já, ég er kennari og hef tekið eftir að unglingarnir sletta
mikið á ensku og misskilja íslensku.“
Steinunn Torfadóttir
„Já, ég er farinn að hafa það út af símunum og
kjaftæðinu í krökkunum.“
Eyjólfur Einarsson
„Nei, ég held að hún sé í góðu lagi.“
Birta Karen Tryggvadóttir
Hefur þú áhyggjur af framtíð íslenskunnar?
V
ið hjónin ákváðum að
velja nafnið Kilian á
strákinn okkar, þetta er
írskt dýrlinganafn, not
að víða um Evrópu og strákurinn
fæddist nálægt degi heilags Kil
ians. Svo fengum við „Nei“ frá
mannanafnanefnd, þá megum
við ekki skíra hann nafninu og
fáum tillögur til baka. Þá vildu
þeir að við skírðum hann Kiljan
eða Kilían. Við kyngdum því og
skírðum hann Kilían, en svo flutt
um við til Danmerkur þegar Kili
an var fjögurra ára og bjuggum
þar í sex ár. Þegar við komum aftur
heim þá fengum við
breytinguna í gegn
því hann var kom
inn með skilríki
sem á stóð hans
rétta nafn.
Það hafa einu sinni eða tvisvar
verið gerðar athugasemdir við
nöfn á grundvelli barnaverndar,
annars snýst þetta bara um ís
lenska málhreinsun og þjóðernis
stefnu. Af hverju er hið opinbera
að skipta sér að
einhverju sem
kemur því ekkert
við? Þetta er bara
til að passa að hingað komi ekki al
þjóðleg áhrif. Varðandi ættarnöfn
þá snýst þetta bara um að passa
þetta gamla ættarnafnasnobb,
sem var til þess að merkja þá sem
voru í yfirstétt.
Þ
etta eru þau lög þar sem
finna má íslenska mál
stefnu í framkvæmd. Ef
þau eru endurskoðuð þá
þarf að endurskoða íslenska mál
stefnu. Í Bandaríkjunum þarf
ekki málstefnu því tungumálið
þarf ekki að verja, í krafti stærðar
innar þá er enginn sem set
ur spurningarmerki við hvernig
ensk tunga er rituð og tungumál
ið sér um það sjálft að aðlaga er
lend nöfn. Íslenska er hins vegar
algjört minnihlutamál í heim
inum og þess vegna þarf
slíkt tungumál vernd og
stuðning. Ólíkt ensk
unni þá þurfum við að
binda verndina í lög
því aðlögunin gerist
ekki sjálfkrafa.
Það er grundvallarmis
skilningur í umræðunni að
mannanafnanefnd sé eitthvert
atriði í þessu, þetta er bara spurn
ing um að hafa eftirlit með að lög
unum sé framfylgt. Í nágranna
löndunum, eins og til dæmis
Svíþjóð, eru það bara
nafnlausir embættis
menn inni í ráðuneytinu
sem hafa eftirlit með því að farið
sé eftir lögunum. Nefndin í dag
er bara skipuð af sérfræðingum
úti í bæ sem eru gerðir að blóra
böggli fyrir því hvernig lögunum
sé framfylgt og settir í gapastokk í
hvert sinn sem tekin er ákvörðun.
Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku við Háskóla Íslands Þórlaug Ágústsdóttir, Pírati og móðir Kilians
MEð og á MóTi – Mannanafnanefnd
með á móti