Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 27
2716. febrúar 2018 Sum fyrirtæki senda bara starfsmann út í búð. Það kostar ekkert því hann er hvort sem er í vinnunni Ávextir alla daga vinnuvikunnar kosta um 550 kr. á mann. Hamborgaratilboð kostar hátt í 2.000 kallinn, einu sinni. Ávaxtabiti um miðjan morgun eða um nónið, getur bjargað deginum þegar starfsmenn eru orðnir orkulausir. Vinnuveitendur geta hagnast nokkuð á því. Þegar fyrirtæki eru í áskrift hjá Ávaxtabílnum, þurfa þau aldrei að muna að panta – ávextirnir koma bara. Ef fyrirtæki í áskrift vill breyta pöntun sinni, er hún kölluð fram á heimasíðu okkar, breytt og send inn – gæti ekki verið einfaldara. Fyrirtæki í áskrift fá 20% afslátt af veislubökkum okkar. Starfsmenn Múlalundar sjá um alla tiltekt ávaxtanna fyrir Ávaxtabílinn og fá svo að sjálfsögðu ávexti upp á borð hjá sér alla vikuna ódýr Nú eru góð ráð www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Ávaxtaðu betur Hjátrú og trú n Er okkar fremsta íþróttafólk haldið hjátrú? n Hjálpar guð þeim í keppni? Kristófer Acox Landsliðsmaður í körfubolta Ertu hjátrúarfullur? Ég held ég geti sagt að ég sé með tvær. Ég sit alltaf á sama stað á vídeófundum daginn fyrir leik og æfi einnig alltaf í vissu skópari daginn fyrir leik. Ertu trúaður og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég myndi ekki segja að ég trúi á guð, en trúi á að mínir nánustu sem hafa fallið frá vaki yfir mér og ég „bið„ eða tala t.a.m. alltaf við hana ömmu mína sálugu rétt fyrir leik. Er bara ekki alinn upp við mikla trú og held að það sé meginástæða þess að ég er ekki trúaður. Hjörvar Steinn grétarsson Stórmeistari í skák Ertu hjátrúarfullur? Ég er almennt ekki hjátrúarfullur en ég viðurkenni að það eru nokkrir hlutir sem ég geri almennt þegar ég tefli á mótum. Ég borða yfirleitt sama matinn fyrir mót og til þess að skrifa skákirnar (það er eitt af því sem skákmenn þurfa alltaf að gera í lengri skákum) nota ég yfirleitt sama pennann. Frá því að ég byrjaði að tefla hef ég ætíð teflt skólaus en það er byggt á hugmyndum um þægindi fremur en einhvers konar hjátrú. Ég myndi segja að eina hjátrú mín væri tengd pennanotkun. Ef ég þarf virkilega að komast í tæri við minn innri keppnismann þá hlusta ég á rapp fyrir skákina. Helst „old school“ Tupac. Ertu trúaður og ef svo er hjálpar trúin þér í íþróttum? Ég trúi á Guð. Móðir mín fór reglulega með bænir með mér á kvöldin þegar ég var yngri. Ég myndi seint teljast strangtrúaður en grundvöllur trúar minnar er sú afstaða að það sé eitthvað æðra en maðurinn. Allir afreksmenn hafa gengið í gegnum erfiðleika og ég myndi segja að trúin hjálpi manni að komast í gegnum þá þótt ég telji að almennt sé góður stuðningur fjölskyldu og vina langtum mikilvægari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.