Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 54
54 16. febrúar 2018 Fer ða lög Þótt fæstir vilji líkja sér við Donald Trump þá eiga flestir unnendur sagnfræðinnar það þó sameiginlegt með honum að vilja heimsækja byrgi hermálaráðu- neytisins og Churchill-safnið við Westminster í næstu Lundúnaferð, en að sögn bresku pressunnar óskaði appelsínuguli forsetinn sérstaklega eftir þessari upplifun í væntanlegri heimsókn sinni til Bretlands. Að sögn þarlendra blaðamanna er Trump innblásinn af myndinni The Darkest Hour en í henni segir frá fyrstu verkefnum Churchills sem forsætisráðherra og voru þau ærin enda loftárásir Þjóðverja yfirvofandi. Varnaraðgerðir ríkisstjórnar Churchills voru að mestu skipulagðar í þessu neðanjarðar- byrgi sem var standsett þegar menn sáu í hvað stefndi og þar loguðu ljósin allan sólarhringinn í sex ár, eða allt þar til stríðinu lauk árið 1945. Þetta byrgi, sem hefur verið varðveitt í sjötíu ár, kemur töluvert við sögu í myndinni enda voru Churchill og hans fólk þar vakin og sofin í nokkur ár. Stríðsminjasafnið kallast the Cabinet War Rooms og mælt er með því að gestir gefi sér að minnsta kosti hálfan dag til að komast yfir að skoða það allt, enda merkileg og áhrifamikil upplifun. Samhliða þessum minjum er star- frækt sérstakt Churchill-safn en þar eru lífi og störfum þessa merka manns gerð góð skil. Athvarf fyrir ríkisstjórnina Þegar Þjóðverjar réðust inn í Austurríki í mars árið 1938 setti Hastings Ismay, þáverandi herforingi og ritari varnarmála- ráðuneytis, aðgerðaráætlun af stað svo vernda mætti ríkisstjórnina ef til þess kæmi að Þjóðverjar gerðu árásir á Breta. Kjallarinn undir nýlegu skrif- stofuhúsnæði ríkisstjórnarinnar var talinn heppilega nálægur bæði Downing-stræti númer 10 og Þing- húsinu svo að þann 31. maí þetta sama ár var því slegið á fast að þar skyldi útbúið byrgi fyrir valdamenn þjóðarinnar. Allt sumarið 1938 stóðu iðnað- armenn í ströngu við að skipta út glerhurðum fyrir þykkar hurðir úr tekki, sandpokum var hlaðið í útskotin, símalínur voru lagðar og BBC setti upp útsendingarbúnað svo að þjóðin fengi fréttirnar frá fyrstu hendi og eins fljótt og auðið væri. Í lok ágúst var búið að prófa hvern krók og kima, kortin komin upp og ekkert að vanbúnaði ef til atlögu kæmi. Settist á strompinn og púaði vindil Þann 29. júlí 1940 kom ríkisstjórn Churchills í fyrsta sinn saman í byrginu og upp frá þeim degi voru varnir Breta gegn innrásum Þjóðverja alfarið skipulagðar frá þessum sögufræga stað. Þar sátu þeir saman við stórt borð sem enn stendur á sínum stað og virtu fyrir sér kort af Evrópu meðan þeir veltu fyrir sér hvernig best væri að verjast foringjanum sturlaða í Berlín. Þann 11. september 1940 ómaði fyrsta útsending breska ríkisút- varpsins úr byrginu. Með sinni áhrifaríku rödd varaði Churchill landa sína við yfirvofandi loftárás- um Þjóðverja og ekki leið á löngu þar til hann fékk sjálfur að finna fyrir því vegna þess að nokkrum Ferðast til seinni heimsstyrjaldarinnar London: Heimsókn í herbúðir Winstons Churchill margrét h. gústavsdóttir margret@dv.is Kortaherbergið Í þessu fræga kortaherbergi voru margar stórar ákvarðanir teknar. Mynd IWM tímaLína Á safninu, sem hefur fengið ótal verðlaun, er hægt að skoða, hlusta og lesa um atburðarásina í síðari heimsstyrjöldinni á þessu stóra ljósaborði. í beinni útsendingu Churchill talar til landsmanna frá hljóðveri BBC skömmu áður en hann færði sig niður í varnarbyrgið en þar var einnig komið fyrir út- sendingarbúnaði svo að hann gæti fært sínu fólki fréttirnar milliliðalaust. Við unnum! V is for Victory! Churchill kátur að stríðinu loknu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.