Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 68
68 lífsstíll - heilsa 16. febrúar 2018 Á hverjum degi koma pistlar frá fólki í heilsugeiranum í fjölmiðlum. Það er bombað alls konar upplýsingum á hinn almenna borgara sem verð- ur eðlilega hálf ringlaður við þetta. Þetta þarf samt ekki að vera svona flókið. Ef Einar frændi þinn á lagernum segir þér frá nýja safakúrnum sem hann er að fara á, þá er góð regla að láta það fara inn um annað og út um hitt. Ég er hrifinn af því að fólk setji stefn- una á að bæta almenna heilsu meðan það er að koma sér í form fyrir Nauthólsvíkina. Þú getur lúkkað eins og Matthew McCon- aughey en samt verið á hraðferð í átt að sykursýki 2 út af ofneyslu á lélegum unn- um kolvetnum. En hvernig bætirðu heilsuna? Það er mjög einfalt, með því að hætta að borða RUSL. Ég ætla að leyfa mér að vitna í hinn virta plötusnúð DJ Muscleboy: „If you eat shit, you become shit.“ Þetta er bara ekki flóknara en þetta. Reyndu að minnka sykurinn eins og þú getur. Þú nærð kannski ekki að kötta hann alveg út en þú getur minnkað hann. Reyndu að hafa brauð, pasta og aðrar unn- ar kornvörur í algjöru lágmarki. Minnkaðu jurtaolíur í mataræði þínu. Ef þú ert að elda, notaðu þá bara smjör eða ólífuolíu til dæmis. Þessar jurtaolíur eru eitur, á tand- urhreinni íslensku. Það þreytta er að þetta drasl er í öllu. Aldrei nota smjörlíki. Eitthvert mesta svindl mannkyns- sögunar er þessi fæðupýramídi þar sem brauð, morgunkorn, pasta o.s.frv. á að vera undirstaða fæðunnar eða 6–11 „serv- ings“ á dag. Þvílíka kjaftæðið. Svo eru enn- þá til íslenskir næringarfræðingar sem nota þennan löngu úrelta ameríska rusl- kolvetnapýramída sem Landlæknisemb- ættið á Íslandi hefur aldrei nokkurn tím- ann mælt með. Af og til drepur brauð þig ekki. Ef þú þarft að borða það veldu þá gæði. Segðu svo bless við þetta unna morgunkorn. Já meira segja Cheerios. Láttu undirstöðuna í mataræðinu vera grænmeti, kjöt, fisk, hnetur, möndlur, ávexti, baunir, fræ, egg. Sætar kartöflur eða brún grjón með mat er sniðugt. Ekk- ert að því að grípa svo í hleðslu, hámark, gríska jógúrt eða skyr í millimál. Veldu bara týpurnar sem eru án viðbætts sykurs. Lokaðu svo bara á þér munninum eftir 20.00 á kvöldin. Þú hvílist betur og líkaminn þarf að fá að gera við sig á nóttunni. Hann getur það ekki ef hann er upptekinn við að melta. Ég mæli með að borðað sé vel af lax- inum til að fá mikið af omega-3. Svo er til dæmis íslenska lambið hátt í omega-3 líka. Við þurfum að reyna að minnka omega-6 í mataræðinu og auka omega-3 inntökuna á móti. Með því að kötta út jurtaolíur og borða meira af laxinum þá ertu strax á góðri leið. Þegar þú færð þér egg passaðu að þau séu frá lausagöngu- hænum. Ekki gleyma svo að hafa gaman af þessu. Ef þú leyfir þér aldrei neitt þá muntu springa og detta út. Þú þarft ekki að hætta að fá þer kaldan yfir enska bolt- anum eða köku þegar þú ferð í barna- afmæli. Þegar þú horfir til baka yfir árið þegar þú skálar á áramótunum, þá skiptir mestu máli að hafa verið heilt yfir góður í matnum. Þá ertu í toppmálum. n Gangi ykkur vel og góðar stundir! Kveðja, Egill Einarsson íþróttafræðingur Ekki treysta Einari frænda á lagernum Þ að má líkja líkama með vefjagigt við rafmagns- gítar og magnara. Þegar þú tekur í strenginn á raf- magnsgítar þá er það álag á lík- amann. Þeir sem eru með vefja- gigt eru með magnara sem er of hátt stilltur. Fólk með vefjagigt er bara með bilaðan magnara, það er of næmt fyrir verkjum og verkirnir vara lengur,“ segir Arn- ór Víkingsson, gigtarlæknir hjá Þraut, í samtali við DV. Arnór segir mikla framþró- un hafa átt sér stað á þessu sviði á undanförnum árum, mikil vit- undarvakning hafi átt sér stað en enn sé langt í land með að finna réttu meðhöndlunina á þessu sjúk- dómi. Beðið er eftir betri lyfjum með minni aukaverkunum sem og að Landspítalinn taki í gagnið já- eindaskanna sem geri sérfræðing- um kleift að staðsetja vefjagigtina. Arnór og samstarfsfólk hans hafa tekið á móti á annað þús- und manns með vefjagigt á síð- ustu árum, hann segir að margir hverjir komi of seint og því legg- ur hann mikla áherslu á að grip- ið sé eins snemma inn í og hægt er. Það er hægara sagt en gert þar sem algeng einkenni vefjagigt- ar, sjá hér til hliðar, eru algeng í daglegu lífi. Þraut notar einfald- an spurningalista, FIQ, þar sem hægt er að komast að því hvort maður sé með vefjagigt eða ekki. Spurningalistann má finna á heimasíðu Þrautar. Arnór segir að vefjagigt sé jafn- raunverulegur sjúkdómur og kransæðastífla og vísar því alfarið á á bug þeim hugmyndum að vefja- gigt eigi sér sálrænar skýringar eða sé einhvers konar ímyndunarveiki og segir slíka fordóma auka mjög á vanlíðan sjúklinga. Vefjagigt er ekki þunglyndi, leti, kvíði eða streita, slíkt eru fordómar en fólk getur orðið þunglynt, kvíðið, framtakslaust og stressað af stöðugum verkjum. n „Fólk með vefjagigt er bara með bilaðan magnara“ Algeng einkenni vefjagigtar Verkir. Þreyta. Svefntruflanir. Morgunstirðleiki. Lestrar-, tal- og minniserfiðleikar. Einbeitingarskortur. Svíðandi tilfinning í húðinni. Náladofi og dofatilfinning í fingrum, tám og í kringum munninn. Þunglyndishugsanir. Höfuðverkur. Jafnvægisröskun. Hjartsláttarköst og andþrengsli. Órólegur ristill og þvagblaðra. Tíðatruflanir (sársaukafullar, óreglulegar og miklar blæðingar). Streita og óróleiki í líkamanum. Aukin næmni gagnvart sterkri lykt, sterku ljósi og hávaða. 5 leiðir til að takast á við vefjagigt Svefn Slökun og náttúrulegur svefn skiptir sköpum við að minnka næmni líkamans gagnvart áreiti. Hefðbundin svefnlyf á borð við imovane og stilnoct hjálpa hins vegar ekki til, best er að ná náttúrulegum svefni með góðri slökun. Minnka líkamlegt áreiti Einstaklingur með vefjagigt finnur meira fyrir líkamlegu álagi en aðrir og álag sem öðrum finnst eðlilegt, eins og til dæmis að sitja lengi, getur valdið verkjum og jafnvel sársauka hjá einstaklingi með vefjagigt. Best er því að reyna að minnka líkamlegt áreiti eins mikið og hægt er. Minnka andlegt áreiti Mikið andlegt áreiti leiðir til streitu sem leiðir til svefnvandamála sem leiðir til meira næmis fyrir verkjum. Gott er að slaka og minnka andlegt áreiti. Rétt líkamsþjálfun Einstaklingur með vefjagigt getur ekki byrjað einn daginn í crossfit og farið að hjóla í vinnuna. Það þýðir ekki að viðkomandi þurfi að hætta að hreyfa sig, mikilvægt er að fara hægt af stað, lyfta léttu og passa að hreyfingin leiði ekki til óþarfa verkja. Hreyfing er hins vegar holl og stuðlar að betri svefni. Fræðsla Það er lykilatriði fyrir þá sem hafa vefjagigt að skilja sjúkdóminn og finna eigin mörk. Vefjagigt er flókinn sjúkdómur og því þarf hver og einn að átta sig á einkennunum og finna eigin mörk og meðferð við hæfi í samráði við heilbrigð- isstarfsfólk. Arnór Víkingsson gigtarlæknir vísar því á bug að vefjagigt sé ímyndunarveiki 5 leiðir til að lifa af veturinn Samkvæmt dagatalinu eru bara nokkrar vikur eftir af vetrinum, sem betur fer. Þótt það sé kaldur, dimmur vetur með tilheyrandi bílrúðuskafi, morgunþreytu, forstofubleytu og kvefi þá eru nokkrar leiðir til að halda sér frískum og ferskum á meðan beðið er eftir sumrinu. 1 Sendu þreytuna í frí Við hér nyrst á norðurhveli jarðar fáum ekki nógu mikla sól á veturna, það veldur þreytu og jafnvel skapvonsku. Þess vegna er mikilvægt að reyna að láta sólina skína eins mikið á mann og hægt er. Gott er að fara í göngutúr í hvert skipti sem færi gefst eða verða sér úti um dagsbirtulampa. 2 Borðaðu ávexti í stað sælgætis Þú átt vissulega skilið að fá ís og nammi eftir að hafa klöngrast í gegnum snjó og gert þitt besta til að fótbrotna ekki. Það er hins vegar ekki hollt, það er miklu betra fyrir heilsuna og líðanina til lengri tíma að skipta namminu, snakkinu og ísnum út fyrir ber, mandarínur og epli. 3 Drekktu mjólk Það er gott að vera með sterkt ónæmiskerfi þegar kveftímabilið gengur yfir. Mjólk inniheldur mikið af próteinum, A og B12-vítamínum og kalk. Ef þér hugnast ekki að drekka mjólk þá er hægt að búa til heitt kakó. 4 Ekki planta þér heima Nýttu hvert tækifæri sem gefst til að fara út úr húsi, gaman er að prófa eitthvað nýtt eins og að fara út að renna sér í svörtum ruslapoka eða jafnvel á skauta. Hreyfing er ekki bara holl og úti- veran góð leið til að nálgast smá sólskin heldur getur útivera með fjölskyldunni minnkað spennuna á heimilinu sem fylgir því að hanga inni vikum saman. 5 Gerðu mikið úr morgunmatnum Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins og enn mikilvægari á veturna. Góður og næringarríkur morgunverður gefur þér meiri orku yfir daginn og styrkir ónæmiskerfið. Arnór Víkingsson Gigtarlæknir Ari Brynjólfsson ari@pressan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.