Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Side 72
16. febrúar 2018 7. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Tveir á palli! Hætti að drekka og léttist Helgi Jean Claessen náði að umbylta lífi sínu með því að gjörbreyta viðhorfi sínu til sjálfs síns og matar. Hann var kominn á botninn og ákvað að grípa til rót- tækra að- gerða. „Ég horfði á mig í speglinum með bumbu, kollvik og bauga og hugsaði að mig langaði ekki lengur að vera þessi gæi,“ segir Helgi sem hafði reynt alla vinsæl- ustu kúrana. Lykilatriðið var að hætta að vera í átökum við sjálfan sig og niðurrifi. Og hætta að drekka. „Eftir að hafa verið hættur að drekka í þrjá mánuði – fannst mér ég skyndilega losna undan áfengisullarteppi sem hafði legið yfir mér. Ég hefði ekki trúað því hvað ein til tvær kippur af bjór yfir helgar getur haft mikil, ósýnileg áhrif.“ MARKAÐS- DAGAR Mikið úrval af vörum frá 50 kr. Fjöldi annarra tilboða á Markaðsdögum. Við bætum við nýjum vörum daglega. Gerðu frábær kaup! Komdu og gramsaðu! 50kr 100kr 200kr 300kr 400kr 500kr 600kr 800kr 1000kr Nýtt blað Skoðaðu á byko.is JKE Design er danskt vörumerki sem býður upp á einstakle ga breiða l ínu í innréttingu m í hæsta g æðaflokki. Innréttinga rnar frá JK E hafa veri ð mjög vinsælar a llt frá því þ ær komu fy rst á markaðinn árið 1970. JKE er með dreifingar aðila í Danm örku, Noregi, Sví þjóð og nú á Íslandi. JKE Rimini Hvít filma á framhliðum , 19mm þykkt MDF með innfræ stum gripu m. Nanótækni í borðplötu nni - Kámfrí og þú straujar út allar rispur . „Við völd um JKE eldh ús“ -Lilja og A tli Fannar Sjá meira á www.byko .is TILBOÐ RENNA ÚT EFTIR HELGI Nágrannaerjur á Fáskrúðsfirði vegna fimm sentimetra H eimir Hjálmarsson á Fá- skrúðsfirði þarf að fjarlægja grindverk vegna þess að það nær 5 sentimetra inn á lóð nágranna hans. Heimir og eiginkona hans hafa búið á Skóla- vegi á Fáskrúðsfirði í rúm 30 ár og ákváðu að smíða viðarsólpall og við heimili sitt. „Já, þetta eru heil- ir fimm sentimetrar sem ná inn á bílastæði og kartöflugarð hjá ná- grannanum,“ segir Heimir í sam- tali við DV. Heimir segir að ná- granni sinn hafi ekki gert neinar athugasemdir þegar Heimir og eig- inkona hans voru að smíða pallinn í fyrravor. „Við sátum með honum úti á pallinum að spjalla á laugar- degi þegar hann spurði okkur hvort við hefðum sótt um leyfi, við töld- um okkur ekki þurfa leyfi til að setja pall í garðinn okkar. Á sunnudags- morgninum hringir hann svo í byggingarfulltrúa og kærir okkur.“ Þá hafi niðurstaðan verið að setja pallinn í grenndarkynningu sem tók allt sumarið. Pallurinn var að lokum samþykktur og þau klár- uðu pallinn ásamt 40 sentimetra háu grindverki við lóðarmörkin. Við lóðarmörkin voru tveir gaml- ir símastaurar sem voru notaðir sem stoðveggur til að leysa hæðar- mismuninn á lóðunum. Heimir ákvað að klæða staurana á meðan nágranninn var að heiman. „Mér fannst ég þurfa að klæða staurana til að klára framkvæmdina. Hann er nú vanur að hafa húsbílinn þarna við hliðina en hann var ekki heima þegar við klæddum þennan staur. Strax og hann kemur heim þá er þetta kært.“ Málið endaði svo fyrir úr- skurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem komst að þeirri niðurstöðu í desember að Heim- ir þyrfti að fjarlægja grindverkið. „Hæðin á þessu er 40 sentimetr- ar og nær 5 sentimetra inn á lóð- ina hans, þetta truflar engan nema hann. Ég held að flestum hér finn- ist þetta fáránlegt því þetta kemur mjög vel út en verður mikið lýti ef við tökum þetta. Við rífum þetta þegar vorar, hann fær þá bara moldina af lóðinni minni inn á bílastæðið sitt.“ Hafa orðið vinslit ykkar á milli ykkar vegna málsins? „Við erum búnir að búa hérna í 30 ár og það hefur aldrei verið neinn ágreiningur. Ég er bara fyrir að halda friðinn. Daginn eftir að hann kærði okkur þá bauð hann mér góð- an daginn, ég hundsaði hann þá og hef ekki yrt á hann síðan. Ég hef ekk- ert við hann að tala.“ n Grindverkið Grindverk Heimis er 40 sentimetra hátt og nær 5 sentimetra inn á lóð nágrannans. Grindverkið verður fjarlægt þegar vorar. Mynd SkjáSkot af ja.iS Hefði orðið 18 ára Dagbjartur Heiðar Arnarsson hefði orðið 18 ára í gær. Þann 23. september 2011 svipti hann sig lífi, 11 ára gamall. Hann var fórnarlamb eineltis alla sína skólagöngu og hafði gert nokkrar tilraunir til sjálfsvígs fyrir 11 ára aldur. Foreldrar hans hafa alla tíð verið opin- ská um sjálfsvíg hans, í þeim tilgangi að opna augu almenn- ings fyrir þeim skelfilegu af- leiðingum sem einelti getur haft í för með sér. Við verðum öll að hjálpast að og stöðva einelti. Staldraðu við - hugsaðu málið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.