Fréttablaðið - 10.03.2018, Qupperneq 44
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Búast má við að margir skelli sér á skíði um helgina en skíðatímabilið stendur nú
sem hæst. Jóhann Jökull Sveins-
son ætlar að vera í Bláfjöllum
en þar kennir hann börnum og
fullorðnum á skíði og snjóbretti.
„Þetta er alveg frábær vinna. Besta
vinna í heimi. Ég lifi fyrir að vera
á snjóbretti og skíðum og það
er ekki verra að fá að vera uppi í
fjalli og vinna við það sem manni
finnst skemmtilegast. Mér finnst
bæði gaman og gefandi að kenna
börnum og fullorðnum og sjá
nýtt skíðafólk fara út í lífið,“ segir
hann.
Sjálfur byrjaði Jóhann Jökull
að skíða þegar hann var fjögurra
ára og fimm árum seinna fór
hann í fyrsta sinn á snjóbretti og
eftir það varð ekki aftur snúið.
„Ég hef verið viðloðandi starf-
semina í Bláfjöllum síðan 2009 og
byrjaði að vinna á skíðaleigunni.
Í fyrra fór ég að kenna á skíði og
snjóbretti. Það sem mér finnst
skemmtilegast við skíðin er úti-
veran, frelsið og hraðinn og svo
finnst mér gaman að stökkva
og fá smá adrenalínkikk,“ segir
Jóhann Jökull sem vinnur með
fötluðum ungmennum þegar hlé
er á skíðatímabilinu.
Allir detta einu sinni
Greinilegt er að áhugi fólks á
skíðaíþróttinni er geysimikill og
segir Jóhann Jökull mikla aðsókn
að Skíðaskólanum í Bláfjöllum.
„Við erum með námskeið um
helgar fyrir krakka á aldrinum
fimm til fjórtán ára og það er nær
alltaf fullbókað á þau. Á virkum
dögum erum við með einkatíma
og þeir eru mjög vinsælir, sérstak-
lega meðal fullorðinna. Í þá koma
margir sem fóru á skíði þegar þeir
voru kannski tíu, ellefu ára og hafa
áhuga á að byrja aftur. Síðan eru
margir sem koma á námskeið ein-
faldlega til að bæta hjá sér skíða-
stílinn,“ segir Jóhann Jökull.
Hann mælir með að börn jafnt
sem fullorðnir komi í tvo skíða-
tíma til að ná góðum tökum á
undirstöðuatriðunum og segir að
eftir það ættu allir að hafa lært
að beygja og bremsa, auk þess að
kunna á barnalyftuna. Þegar hann
er spurður hvort fólk sé ekkert
feimið við að koma í skíðakennslu
segir hann svo ekki vera. „Nei, ég
hef ekki fundið mikið fyrir því.
Ég reyni yfirleitt að stappa í fólk
stálinu. Það detta allir einu sinni
á skíðum og það er best að klára
það bara sem fyrst,“ segir hann og
bætir við að áhugi á snjóbrettum
sé sífellt að aukast.
„Við reynum að koma til móts
við brettafólkið og búið er að setja
upp park sem hefur aldrei litið jafn
vel út og núna,“ upplýsir hann.
Ferðamenn á skíðum
Jóhann Jökull segir skíðaíþróttina
vinsæla meðal fólks á öllum aldri
og nefnir einnig að æ fleiri ferða-
menn noti tækifærið og skelli sér
á skíði hér á landi. „Ég held að
fáir komi gagngert í skíðaferðir
til Íslands en nota kannski hálfan
eða heilan dag í brekkunum,“
segir hann.
En hvaða ráð á Jóhann Jökull
fyrir þá sem eru algjörir byrj-
endur á skíðum? „Fyrst og fremst
að klæða sig eftir veðri. Hægt er
að leigja skíðabúnað hjá okkur.
Svo mæli ég með að hafa góða
skapið með í för og muna að það
getur tekið smá tíma að ná fullum
tökum á íþróttinni.“
Allir detta einu
sinni á skíðum
Jóhann Jökull Sveinsson vinnur við það skemmtilegasta
sem hann veit. Að kenna á skíði og snjóbretti.
„Það sem mér
finnst skemmti-
legast við skíðin
er útiveran,
frelsið, hraðinn
og svo finnst
mér gaman að
stökkva og fá
smá adrena-
línkikk,“ segir
Jóhann Jökull.
„Ég lifi fyrir að vera á snjóbretti og skíðum og það er ekki verra að fá að vera
uppi í fjalli og vinna við það sem manni finnst skemmtilegast,“ segir Jóhann
Jökull.
Jóhann Jökull
mælir með
að hafa góða
skapið með í
för og muna að
það getur tekið
smá tíma að ná
fullum tökum á
skíðaíþróttinni.
Föstudaginn 16. mars mun Fréttablaðið gefa út aukablaðið
ÍSLENSKUR STRANDBÚNAÐUR
Blaðið er unnið að hluta til í samstarfi við Strandbúnað ehf sem er
samstarfsvettvangur fyrirtækja í strandbúnaði á Íslandi.
Í blaðinu er áhugaverð og fróðleg umfjöllun íslenskan strandbúnað.
M. a. ítarleg umfjöllun um ráðstefnuna Strandbúnaður 2018 sem fer fram
dagana 18 – 19. mars á Grand Hótel.
Í þessu blaði bjóðum við öllum fyrirtækjum sem tengt eru íslenskum strandbúnaði
að kynna sína starfsemi, vörur og þjónustu.
Boðið er upp á hefðbundin auglýsingahólf af ýmsum stærðum gerðum. Einnig er
hægt að panta kynningarumfjöllun þar sem gefst færi á að fara ítarlega fyrir vöru
og þjónustuframboð ykkar fyrirtækis.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-F
7
D
8
1
F
2
9
-F
6
9
C
1
F
2
9
-F
5
6
0
1
F
2
9
-F
4
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K