Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 6
Stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði Andersen dómsmálaráð- herra hafa staðið í miklum mótvindi á síðustu mánuðum, en Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið henni mikill bakhjarl og gert henni kleift að standa upprétt. Bjarni ræddi stöðu Sigríðar við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Sigríður hefur, sem kunnugt er, sætt ámæli eftir skipan dómara í landsrétt og eftir að dæmdum kynferðisbrota- mönnum var veitt uppreist æru. „Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það hafi verið vonbrigði að sjá fyrrverandi samstarfsflokk og fyrr- verandi flokksfélaga okkar greiða atkvæði með fáheyrðri vantrausts- tillögu í síðustu viku, þar sem það er svo sem ekki við miklu að búast úr þeirri átt,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Við- reisnar, hefði þó einhvern tímann komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir,“ Bjarni sagði að milli núverandi stjórnarflokka ríkti gott traust og mikill vilji til samstarfs. „Bæði til að vinna þau verk sem vitað er að þarf að vinna, en líka til að takast á við öll þau mál sem koma óvænt upp. Til þess að þarf styrk og reynslu sem er ekki öllum gefin, sérstaklega ekki smáflokkum sem eru að eigin mati aðallega í því að rugga bátnum en detta svo bara útbyrðis í öllum gusu- ganginum,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að myndun ríkis- stjórnar með VG og Framsóknar- flokknum væri á margan hátt söguleg. „Við höfum áður átt gott samstarf við Framsókn, en það er ekki sjálfgefið að ná saman við Vinstri græn, sem eru hinum megin á pólitíska ásnum,“ sagði hann. Í ræðu sinni vísaði Bjarni til þess að verkefni ríkisstjórnarinnar fram undan væru fjölmörg. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskatturinn mun lækka. Tryggingagjald mun lækka. Þetta er stefna okkar. Þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast. Fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.“ Þá sagði hann að ætlunin væri að auka stuðning við nýsköpun og þróun. Virðisaukaskattur af bókum yrði afnuminn og höfundarréttar- greiðslur færðar úr tekjuskatti í fjár- magnstekjuskatt. Landsfundur stendur fram á sunnudag. Í dag verður fyrirspurna- tími með forystu flokksins og ráð- herrum, auk þess sem málefnastarf hefst í sal. Á morgun verður kosning forystu flokksins og stjórnmála- ályktun afgreidd. Að auki mun odd- viti flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, Eyþór Arnalds, ávarpa fundinn. jonhakon@frettabladid.is  Bjarni skaut á Þorgerði Katrínu og smáflokka Formaður Sjálfstæðisflokksins segir gott traust og mikinn vilja til stjórnarsam- starfs. Stjórnarmyndunin hefði verið söguleg. Hann gerði stuðning Viðreisn- ar við vantraust á dómsmálaráðherra að umtalsefni við setningu landsfundar. Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Flísalím og fúga fyrir fagmenn Bostik Ardaflex Top 2 Flísalím Frostþolið flíslím f. inni, úti, votrými og yfir hitalagnir Gönguhæft eftir rúmlega 12klst Þyngd: 25kg Verð: 2.590 kr. Fæst í 5kg poka, verð1.595 kr. Einnig til í 2kg, verð 740 kr. Einnig til í 25kg, verð 2.690 kr. Murexin FM 60 Flexfúga Frostþolin flísafúga Margir litir Þyngd: 8kg Verð: 1.990 kr. Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra · Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta María er sjötug og vill selja verslunina Áhugasamir hafi samband við: fasteignakaup@fasteignakaup.is Erna Valsdóttir, sími 892-4717 María Maríusdóttir Drangey ehf. / kt. 500169 6219 Kynntu þér ferðina betur á www.icelinetravel.com Ástralía 5.-25. október Verð 649.000 á mann miðað við 2 í herbergi. Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295 eða á tölvupósti info@iceline.is Þriggja vikna spennandi ferð um Ástralíu frá 5.-25. október. Mikið innifalið Bjarni Ben sagði Sigríði Andersen hafa átt mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis. FréttABlAðið/Andri MArinó Við höfum áður átt gott samstarf við Framsókn, en það er ekki sjálfgefið að ná saman við Vinstri græn, sem eru hinum megin á pólitíska ásnum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og fjármálaráðherra Stjórnmál Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. Tveir þingmenn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, hafa eins og frægt er orðið bæði samþykkt vantraust á einn ráð- herra í ríkisstjórn VG sem og að sam- þykkja ekki stjórnarsáttmála Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagði í við- tali við Fréttablaðið í gær að sam- skipti innan þingflokksins hafi verið stirð allt frá því þing kom saman eftir kosningar. „Það er óhætt að segja að sam- skiptin eru erfið innan þingflokks- ins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svo- lítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt,“ sagði Bjarkey. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir að samskiptin séu stirð og erfið og segir að þetta sé mál sem verði afgreitt innan þingflokksins. „Það er nú þannig að ég hef verið á þingi í tíu ár. Það hafa oft verið ólíkar skoðanir innan VG og ég held að það séu engar ástæður til að ætla að við getum ekki leyst þetta,“ segir Katrín. „Það er krefjandi að vera í stórum verkefnum eins og að vera í ríkisstjórn, við þekkjum það, og skoðanir eru ólíkar. Andrés og Rósa eru félagar í okkar hreyfingu eins og ég og allir aðrir.“ Í næstu viku verða þingstörf með eðlilegum hætti en í síðustu viku hafa staðið yfir nefndastörf. – sa Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Katrín Jakobsdóttir. 1 7 . m a r S 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -A 4 0 C 1 F 3 8 -A 2 D 0 1 F 3 8 -A 1 9 4 1 F 3 8 -A 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.