Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 8

Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 8
DJ námskeið fyrir 14 til 17 ára í útibúi Íslandsbanka í Norðurturni 17. mars kl. 13–14 Natalie Gunnarsdóttir, öðru nafni DJ Yamaho, fer yfir það helsta sem allir plötusnúðar þurfa að hafa á hreinu og fá þátttakendur að spreyta sig á samskonar tækjabúnaði og er notaður á stærstu næturklúbbum heims. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þeyttu skífum með DJ Yamaho Krakkabankinn is la nd sb an ki .is @ is la nd sb an ki 4 4 0 4 0 0 0 umhverfismál „Mér finnst svo sér- kennilegt að þessi litla þjóð okkar skuli ekki vera framsýnni en það að vera með flugvöll í hjarta mið- bæjarins,“ segir listakonan Guðrún Kristjánsdóttir, íbúi á Nönnugötu í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún og eiginmaður henn- ar, Ævar Kjartansson útvarps- maður, skrifuðu í fyrrasumar bréf til  umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna hávaða- og olíumengunar frá flugumferð. „Hvunndagurinn verður á ein- hvern óljósan hátt óttablandinn. Sérstaklega á góðviðrisdögum, því þá fer hávaðinn yfir öll velsæmismörk,“ segir í bréfi hjónanna sem lagt var fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs með umsögn frá heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Hjónin hafa búið við Nönnugötu í 45 ár. Þau segja hávaðann og olíu- þefinn í vissri vindátt angra þau mikið. Í fyrrasumar hafi þó keyrt um þverbak. „Á sólríkum dögum má oft telja smárellur og þyrlur sem taka á loft á 4 til 5 mínútna fresti og valda ólýsan- legum hávaða. Í brekkunni frá Hall- grímskirkju niður í Hljómskálagarð er hávaðinn sennilega hvað mestur, en allur miðbærinn er undirlagður,“ er rakið í bréfinu. „Nú er svo komið að flugvéla- hávaðinn nær fram yfir miðnætti og byrjar eldsnemma á morgnana. Umferð þyrla hefur aukist stórlega og útsýnisflug og/eða kennsluflug einnig.“ Umhverfisráð fékk umsögn heil- brigðiseftirlitsins. Hún er byggð á gögnum frá Isavia, sem annast rekstur flugvalla hérlendis. Kemur  fram að þótt „flughreyf- ingum“ við Reykjavíkurflugvöll hafi vissulega fjölgað 2014 til 2016 miðað við næstu þrjú ár þar á undan hafi „flughreyfingum“ við völlinn fækkað sé horft tuttugu ár aftur í tímann. „Þessi gögn styðja því ekki þá fullyrðingu kvartanda að stóraukin flugumferð sé yfir miðbæ Reykja- víkur,“ segir í umsögninni. Þá kemur fram að heilbrigðis- eftirlitið hafi ekki gert mælingar á hávaða frá flugumferð í tilefni kvartana.  „Ástæðan er sú að ekki er hægt að greina hávaða frá flugi frá bakgrunnshávaða, svo sem umferð.“ Guðrún segir það koma mjög óvart á að flugumferð sé sögð hafa dregist saman. Það sé ekki sú tilfinn- ing sem þau Ævar hafi. Augljóst sé til dæmis að þyrluflug hafi aukist mikið. Einkaþotum fjölgi einnig. „Það sem kemur mér líka á óvart er að umsögn heilbrigðiseftirlitsins sé beint upp úr svörum Isavia. Það er eins og þeir hafi engar rannsóknir sjálfir gert,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar eru þau ekki að kvarta stórlega undan áætlunar- flugi. „Það er miklu meira álag frá litlum rellum sem gefa frá sér mikinn hávaða,“ undirstrikar hún. Fólk ætti að spyrja sig hvort það vilji menga höfuðborgina með hávaða. Þrátt fyrir umsögn heilbrigðis eftir- litsins bókar umhverfis- og skipu- lagsráð að mikilvægt sé að brugðist verði við kvörtunum íbúa vegna aukins hávaða af flugumferð. Flug- rekstraraðilar eigi eftir föngum að minnka ónæði sem íbúar verða fyrir. „Svo virðist sem það sé einkum hringsól lítilla flugvéla og þyrlu- flug sem veldur mestu ónæði. Ráðið minnir á að fyrir liggur samningur milli ríkis og borgar frá 25. október 2013 um að innanríkisráðuneytið og Isavia skuli hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður,“ segir ráðið. gar@frettabladid.is Flugvélar að æra þau Ævar og Guðrúnu Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson á Nönnugötu segja flugumferð keyra um þverbak í miðbænum. Heilbrigðiseftirlitið vitnar til Isavia um að flugumferð hafi minnkað. Umhverfisráð Reykjavíkur minnir á samkomulag um nýjan stað fyrir einka- og kennsluflug. Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson segja sér vart vært í garði sínum á Nönnugötu á góðviðrisdögum vegna ólýsanlegs hávaða frá flugumferð. „Hvunndagurinn verður á einhvern óljósan hátt óttablandinn.“ Fréttablaðið/Valli Það sem kemur mér líka á óvart er að umsögn heibrigðiseftirlitsins sé beint upp úr svörum Isavia. Það er eins og þeir hafi engar rannsóknir sjálfir gert. Guðrún Kristjánsdóttir listakona 1 7 . m a r s 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -B 7 C C 1 F 3 8 -B 6 9 0 1 F 3 8 -B 5 5 4 1 F 3 8 -B 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.