Fréttablaðið - 17.03.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 17.03.2018, Síða 12
Framboð í trúnaðarstöður Í samræmi við 33. gr. laga Félags tæknifólks í rafiðnaði auglýsir félagið hér með framboðsfrest til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til miðvikudagsins 4. apríl, kl. 12 á hádegi. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið skili inn framboðum til Kjörstjórnar FTR, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík Reykjavík 16. mars 2018 Stjórn FTR Aðalfundur félagsins verður haldinn 18 apríl kl. 17 www.ftr.is facebook.com/felagtaekinfolksirafidnadi/ TILBOÐ Nú er tilboð á MS rjóma í öllum verslunum. Fáðu góðar hugmyndir á gottimatinn.is. 50% OPIÐ ALLA DAGA Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Sími: 585 2888 KASTARA- DAGAR AFSLÁTTUR AF KÖSTURUM Stendur undir nafni Suður-AfríkA Jacob Zuma, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagð- ist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neydd- ist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarand- staða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann upp- nefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í mál- inu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda ára- tugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr emb- ætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sex- tán liðum. Þar af tengist einn fjár- drætti, tveir spillingu, einn pen- ingaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðs- ins (ANC), ráðandi stjórnmála- afls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dóms- kerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum. thorgnyr@frettabladid.is Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma Fyrrverandi forseti Suður-Afríku dreginn fyrir dóm. Ákærður fyrir fjárdrátt, spillingu, fjársvik og peningaþvætti. Zuma neitar þó sök og mun væntanlega verjast með kjafti og klóm þótt hann geti ekki lengur treyst á stuðning ríkisins. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm í um- fangsmiklu spillingarmáli. NordicphotoS/AFp l Samningurinn var gerður 1999 og var um stærsta vopnakaupa- samning ríkisins eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar að ræða. l Fyrirtæki frá Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Suður-Afríku voru aðilar að samningnum. l Árið 2005 var Schabir Shaik dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik og spillingu í sama máli og Zuma er nú ákærður fyrir aðild að. l Zuma fór sjálfur fyrir dóm í vopnakaupamálinu 2006. Eftir að saksóknari sagðist ekki reiðubúinn að halda áfram eftir árslanga aðalmeðferð var málið sett á ís. l Ríkissaksóknaraembætti Suður-Afríku tók árið 2009 þá umdeildu ákvörðun að fella ákæruna á hendur Zuma í vopnakaupamálinu niður, stuttu eftir að hann var kjörinn forseti. l Millidómstig Suður-Afríku úrskurðaði svo að málið yrði tekið upp aftur árið 2016. Zuma tapaði þegar hann áfrýjaði mál- inu til hæstaréttar. Saga vopnakaupamálsins SýrlAnd Allt að 50.000 almennir borgarar eru sagðir hafa flúið víg- stöðvarnar í Afrin-borg og Austur- Ghouta í gær. Frá þessu greindi BBC. Þar af flúðu að minnsta kosti 20.000 frá Austur-Ghouta, þar sem uppreisnarmenn reyna að verjast þungri sókn stjórnarhers Bashars al- Assad, forseta Sýrlands, og Rússa. Um þúsund hafa dáið frá því sókn þeirra þyngdist til muna í febrúar. Hin 30.000 flúðu frá Afrin-borg þar sem Tyrkir hafa nú innikróað hersveitir Kúrda. Hið sjö ára langa stríð í Sýrlandi hefur kostað 12 milljónir Sýr- lendinga heimili sín. Tæplega sex milljónir eru á flótta utanlands og rúmlega sex milljónir á vergangi í heimalandinu. Þá er talið að tæp hálf milljón hafi fallið í stríðinu. – þea Hálft hundrað þúsunda flúði 1 7 . m A r S 2 0 1 8 l A u G A r d A G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -9 F 1 C 1 F 3 8 -9 D E 0 1 F 3 8 -9 C A 4 1 F 3 8 -9 B 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.