Fréttablaðið - 17.03.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 17.03.2018, Síða 30
Katrín Halldóra Sig-urðardóttir leik- og söngkona á að baki annasama og langa sýningartörn í hlut-verki Ellyar á fjölum Borgarleikhússins. Sýningin er afar vinsæl, sextíu og fimm þúsund Íslendingar hafa séð hana. Sýn- ingarnar eru orðnar 138 talsins og sú síðasta í bili í kvöld. Þær hefjast aftur í haust enda virðist ekkert lát á vinsældum. Þangað til leikur Katrín Halldóra í gamanleiknum Sýningin sem klikkar í leikstjórn Halldóru Geirharðsdóttur. Það er mikill erill í Borgarleikhús- inu þegar blaðamann ber að garði. Um leikhúsið allt er skrautklætt fólk á ferð, syngjandi og raulandi línurnar sínar. Frumsýning á Rocky Horror nálgast. Núllstillir sig Katrín hefur nánast búið í Borgar- leikhúsinu undanfarið. Hún hefur líka verið í tveimur stórum verk- efnum utan leikhússins. Hún er með hlutverk í Ófærð 2 og tók einnig þátt í Jólagestum Björgvins. „Já, maður er stundum alveg búinn á því eftir helgina. Mánu- dagar eru rólegir dagar, þá geri ég lítið. Reyni að sofa. Ná góðri hvíld. Einhver sagði að ein sýning jafnaðist á við heila vinnuviku á skrifstofu. Ég trúi þessu, maður gefur allt í þetta,“ segir Katrín sem segir álagið bæði andlegt og líkamlegt. Til að verja sig álaginu hugleiðir hún og stundar sjósund og kalda potta. „Eftir langa sýningartörn er ég algjörlega búin á því að öllu leyti og þá er nauðsynlegt að hlusta á líkam- ann og taka það alvarlega að hann þarf að hvíla. Annars myndi maður brenna út fljótlega. Ég reyni að sofa eins lengi og ég get í törnum, það er langbest fyrir röddina og þannig er líkaminn þá búinn að hlaða sig fyrir næstu átök. Eins hugleiði ég og fer mikið í gufubað, sjósund og kalda potta. Það er algjörlega brilljant að dýfa sér ofan í, núllstillir mann alveg – þú getur ekki hugsað um neitt annað en að anda inn og út og blóðflæðið í líkamanum spýtist af stað og manni líður svo vel eftir á.“ Í miðasöluleik Katrín hefur alið með sér draum um að verða leikkona frá barnsaldri. Móðir hennar, Ragnheiður Kristín Hall, vann í miðasölunni í Þjóð- leikhúsinu. Katrín fékk oft að koma með henni í vinnuna. „Það var líf mitt og yndi að fá að vera þarna í leikhúsinu. Krakkar fóru í búðarleik þegar þeir voru litlir, ég fór hins vegar í miðasölu- leik. Prentaði út miða og gaf fólki. Svo hélt ég heilu leiksýningarnar í fjölskylduboðum. Oft ansi drama- tísk og þung verk. Lék kvalafulla dauðdaga á gólfinu. Mesta sportið fannst mér nefnilega að fara á full- orðinsleikritin. Ég var mikið þarna, að deyja úr draugahræðslu, þræða gangana og fylgjast með fyrstu fyrirmyndum mínum í leikhús- inu. Ein sýning er mér sérstaklega minnisstæð, Þrek og tár. Í henni léku Steinunn Ólína, Edda Heið- rún Backmann og Hilmir Snær. Ég horfði oft á þessa sýningu. Og líka eftir að hætt var að sýna hana, þá horfði ég á hana á spólu heima hjá mér. Ég man að þarna fann ég fyrst þessa ógurlega sterku tilfinningu, að mig langaði einn daginn til þess að standa á sviði. Og framkalla líka þessar sterku tilfinningar hjá áhorf- endum,“ segir Katrín frá. Er „nobbari“ Katrín ólst upp í Mosfellsbæ þar til hún varð tíu ára. Þá flutti hún á Neskaupstað með fjölskyldu sinni. „Ég var þar öll unglingsárin. Ég segi alltaf að ég sé frá Neskaupstað. Þar er heima fyrir mér. En svo var ég reyndar að flytja í Mosfellsbæ núna og mér finnst það æðislegt. Allt í einu púslaðist allt saman. Mér fannst ég alltaf vera gestur í þeim hverfum þar sem ég bjó áður í Reykjavík en núna þegar ég er að keyra heim úr vinnunni, þá finnst mér ég vera að keyra heim. Ég vissi ekki að umhverfið hefði svona mikil áhrif á mig. Ég myndi auðvitað finna þessa tilfinningu líka á Neskaupstað. Þetta eru staðir þar sem mér finnst gott að vera,“ segir Katrín. „Ég segi alltaf að ég sé „nobb- ari“ því föðurættin er Norðfirðingar. Ég kemst sjaldan heim á Neskaup- stað vegna vinnunnar. Áður fór ég alltaf um hver jól. Núna fer ég helst á sumrin. Þetta er algjör paradís,“ segir Katrín og nefnir nokkra staði sem koma upp í hugann. „Fanna- dalurinn, Seldalurinn, ég gæti haldið áfram. Mér þykir meira að segja vænt um Oddsskarðið sem ég þræddi við hvert tækifæri um leið og ég var komin með bílpróf, í öllum veðrum. Til að komast á böllin!“ Útskýrir hún og hlær. „Nú eru komin göng svo foreldrar þurfa ekki að liggja andvaka eftir ungl- ingunum sínum. Ég skildi aldrei af hverju mamma beið alltaf eftir mér þegar ég var á balli. Ég skil það auð- vitað í dag.“ Katrín á tvö eldri systkini. Bæði starfa sem lögfræðingar. Faðir hennar, Sigurður Rúnar Ragnarsson, er sóknarprestur á Neskaupstað. Móðir hennar, Ragnheiður, vinnur á skrifstofu Síldarvinnslunnar. „Þau tengjast ekki leikhúsheim- inum á nokkurn hátt. Ég hefði aldr- ei fengið þessa innsýn í heim leik- listar ef það hefði ekki verið vegna mömmu. Þó að nú væri ég flutt langt í burtu frá leikhúsinu þá var samt gott að flytja á Neskaupstað. Erfitt stundum að vera í fámenninu, en gott. Ég verð alltaf sveitastelpa. Það breytist aldrei. Ég þarf að hafa svo- lítið pláss, ég þarf að sjá til fjalla og hafa kyrrð. Það er það sem ég er alin upp við og sæki í.“ Ekki á réttri hillu Katrín fór í framhaldsskóla í Nes- kaupstað. Að honum loknum flutt- ist hún til Reykjavíkur. Staðráðin í því að verða leikkona. Það átti hins vegar eftir að taka Katrínu þrjár til- raunir að hljóta inngöngu í Leik- listarskólann. „Það er erfitt að fá höfnun. En þetta átti allt að fara svona. Ég gerði margt á þessum árum áður en ég komst að í Leiklistarskólanum. Sumt gekk vel, annað ekki, segir hún og brosir út í annað. „Ég var til dæmis ekki á réttri hillu í íslensku- námi í Háskóla Íslands. Ég náði nokkrum mánuðum þar. Ég segi oft frá því að síðasta kennslustundin snerist um beygingarhátt þátíðar á tímum víkinga. Þá bara gafst ég upp og hætti að mæta. Ég hef líka mikla ástríðu fyrir matreiðslu. Ef ég væri ekki í leik- list eða söng, þá væri ég kokkur. Ég eldaði á veitingastöðum og á leik- skóla Hjallastefnunnar. Naut þess mjög. Ég reyndi svo aftur inngöngu í Leiklistarskólann og var hafnað í annað sinn,“ segir Katrín sem ákvað að reyna fyrir sér í söng. Sterkari til leiks „Ég fór út til Danmerkur í söngnám og var þar í heilan vetur. Þegar ég kom heim komst ég inn í söngnám á djass- og rokkbraut í FÍH. Það var æðislegur tími, ég fílaði mig svo svakalega í djassinum. Í allri þeirri músík og senu. Ég fann að ég gæti gert þetta allan daginn. Allt lífið! En samt fann ég fyrir þessari löngun. Að læra leiklist. Ég ákvað að láta slag standa og sækja um í þriðja sinn og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það bara svolítið erfitt fyrir egóið. Ég sagði til dæmis engum frá því að ég væri að þreyta prófin í þriðja sinn,“ segir hún. „En svo kemst ég inn. Og þá gerist það að ég finn fyrir sorg. Þyrfti ég að kveðja sönginn? En svo fer allt eins og það á að fara. Ég áttaði mig á því að ég kom sterkari til leiks með sönginn í farteskinu. Ég fann að ég gat haldið söngkonudraumnum lif- andi í náminu. Ég var með frábæra söngkennara, Björk Jónsdóttur og Kjartan Valdimar píanóleikara. Stundum voru bestu stundir mínar í náminu með þeim. Ég finn fyrir svo sterkri frelsistilfinningu þegar ég syng. Og það skemmtilegasta sem ég geri er að leika. Að fá að gera hvort tveggja, það er nú gæfan ein.“ Kraftur og frelsi Katrín fékk sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu, í verkinu Í hjarta Hróa hattar. „Það var töfrum líkast að ég skyldi fá hlutverk í Þjóðleik- húsinu strax eftir útskrift. Og tengja þannig við æskudrauminn,“ segir Katrín. Katrínu hafði alltaf dreymt um að syngja lög Ellyar. Þegar Gísli Örn Garðarsson leikstjóri hafði sam- band við hana þurfti hún ekki að hugsa sig um. „Fólk sagði stundum við mig að ég líktist henni svolítið. Og ég var upp með mér. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað úr lögum Ellyar. Svo er ákveðið að setja upp sýningu um Lék í 138 sýningum á leikárinu Ég hef lagt hjartað að veði í þessa sýningu. Ég held það hafi skilað sér,” segir Katrín. FrÉttablaðið Eyþór Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór krókaleið að draumi sínum að verða leik- kona. Með viðkomu í eldhúsi í leik- skóla, þrælþungum kennslustundum í beygingarfræði í Há- skólanum og söng- námi í Danmörku. Katrín komst inn í leiklistarskólann í þriðju tilraun. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ferillinn var nýhaF- inn. Þetta heFði getað orðið minn banabiti. Ég hugsaði, Þá er eins gott að gera Þetta vel. 1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -9 5 3 C 1 F 3 8 -9 4 0 0 1 F 3 8 -9 2 C 4 1 F 3 8 -9 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.