Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 32

Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 32
annað en rassgatið á sjálfum sér er öllum hollt, myndi ég halda, hvort sem það eru dýr eða börn. Það gefur manni ótrúlega mikið og stækkar mann sem manneskju. Foreldrahlutverkið er samt stærsta hlutverkið og maður þarf að vera alveg tilbúinn í það, þannig að það kemur bara að því þegar það kemur að því,“ segir Katrín. Fylgja henni á sviðið Flestir þeir sem leggja listsköpun fyrir sig þurfa að tengja við til­ finningar sínar og reynslu. Sorg og missir mótaði Katrínu og herti hana í að eltast við drauminn. „Ég missti ömmu mína, Katrínu Hall, og föðursystur, Hönnu Stínu, með stuttu millibili 2008. Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þá sorg því þær báðar voru mér afar kærar og nánar. Ég átti fyrirmynd í þeim báðum og þessi missir mótaði mig mikið. Þær studdu mig báðar endalaust í leiklistinni, höfðu óbil­ andi trú á mér og þreyttust ekki á að segja mér hvað þær hlökkuðu til að sjá mig leika „á stóra sviðinu“ einn daginn. Þetta kenndi mér að taka heilsunni ekki sem sjálfsögðum hlut, lífið er oft hverfult og ógeðs­ lega ósanngjarnt. Þær kenndu mér líka að standa á mínu, njóta lífsins á meðan það er og elta draumana mína. Báðar voru þær dásamlegar manneskjur, kærleiksríkar og hlýjar og með góðan húmor og mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk kemur til mín eftir sýningu og segist hafa fundið fyrir þeim með mér á sviðinu, þær eru alltaf með mér.“ Mesta gæfusporið að hætta að drekka En svo er það gæfan sem hefur ekki síður mikil áhrif á það hvert leiðin liggur. Katrín segir eitt stærsta gæfusporið hafa verið að ákveða að hætta að drekka. „Ég gæti talið svo margt upp sem er gæfa í mínu lífi, til dæmis það að hafa farið í söngnámið og leikara­ námið eða það að hafa kynnst Hall­ grími og allan okkar tíma saman. En ég væri þó aldrei að telja þetta allt saman upp ef það hefði ekki verið fyrir þá stóru ákvörðun sem ég tók fyrir fimm árum að hætta að neyta áfengis. Ég fann að það átti ekki við mig lengur. Áfengisneysla bætti nákvæmlega ekki neinu við líf mitt, tók meira af mér en það var nokk­ urn tíma að gefa mér. Áfengið heldur manni líka svo mikið niðri og allt verður svo sam­ dauna, tilfinningarnar í flækju og fylgikvillarnir oftast kvíði og van­ líðan. Það þarf hugrekki til þess að þora að horfast í augu við þetta, þora að viðurkenna það að þetta er ekki málið og þora að gera eitthvað í málunum. Ég elska að lifa áfengislausu lífi og það er gífurlegt frelsi þegar maður uppgötvar að maður þarf það alls ekki til þess að skemmta sér. Ég væri aldrei að gera það sem ég er að gera í dag ef ég væri alltaf á barn­ um, ég náði einhvern veginn aldrei að fylla upp í sjálfa mig. Ég fúnkera best sem ég sjálf og get tekist á við hvaða verkefni sem koma upp, í lífi og starfi, hvenær sem er og alltaf verið til staðar. Það er góð tilfinn­ ing og svo sannarlega var þetta mitt stærsta og fallegasta gæfuspor.“ Að spegla sig og skoða Katrín segist aðspurð eiga sér ótal fyrirmyndir. Hún telur það mikil­ vægt. „Maður getur alltaf séð eitt­ hvað í öllu sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Það er gaman að spegla sig í öðrum og skoða sjálfan sig. Allir hafa eitthvað sem þú getur horft til, sem hefur áhrif á þig og líf þitt og hvetur þig áfram; brosið, hlýjuna, vinnusemina, opnunina, dugnaðinn, gáfurnar, hugarfarið, hæfileikana, skapgerðina, kærleik­ ann. Það fer eftir hvað það er hverju sinni; vinkonan sem var að fæða sitt fyrsta barn, maðurinn sem situr við hliðina á þér á tónleikum og grætur, leikkonan sem þú horfir á í bíó eða einhver sem þú lest viðtal við í blöðunum, sá/sú sem skúrar gólfið í vinnunni eða jafnvel náttúran ef út í það er farið. Fyrirmyndirnar eru út um allt.“ Liggja í hláturskasti á æfingum Nú er Katrín að æfa hlutverk sitt í verkinu Sýningin sem klikkar. Verk­ ið fjallar um leikhóp í Borgarleik­ húsinu sem setur upp morðgátu og allt fer úrskeiðis. Verkið fékk Oliv­ ier­verðlaunin sem besti gaman­ leikurinn í Bretlandi árið 2015 og er enn í sýningum þar í landi. Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir og Katrín fer með hlutverk sýningarstjóra í verkinu. „Ég hélt alltaf að grínið yrði það fyrsta sem ég myndi gera eftir útskrift. Ég hef nefnilega mikið starfað með Improv Ísland. Núna er hins vegar loksins komið að því að ég fæ að grínast á sviði,“ segir Katrín og dásamar leikstjórn Halldóru. „Hún er ein okkar allra besta leikkona. Grínið er hennar elem­ ent, hún er svo sjúklega klár og veit alveg hvað hún er að gera með okkur og hverju hún vill ná fram. Það er búið að vera svo fáránlega gaman á æfingum, svo gaman að við liggjum oft í hláturskasti og getum ekki æft. Um daginn var æfingin sjálf eins og grínskets, þar sem við vorum hvert í sínu horni að æfa hvernig á að rotast við að labba á hurð eða detta út um glugga eða detta á andlitið. Það er mjög erfitt að halda andliti á sviðinu því þau sem leika á móti mér í þess­ ari sýningu eru svo fáránlega fyndin, geggjaður leikhópur. Þetta er sýning sem ég held að mestu fýlupúkar eigi eftir að skemmta sér mjög vel á. Fólk á eftir að koma í leikhúsið og hlæja heilt kvöld og fara svo út í vorið með bros á vör. Það er svo nærandi.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Framtíðin er full af alls konar verkefnum sem lífið býður upp á. Það verður nóg að gera næstu árin í vinnu og heima fyrir. Ég reyni bara að vera opin fyrir öllu og elta það sem kemur. Að treysta ferðalaginu og það leiðir mann alltaf í skemmti­ legar áttir.“ Blaðamaður stenst ekki freisting­ una að spyrja. Hvaða lag getur hún alls ekki sungið? „Það er sakbitin sæla að reyna við I Have Nothing með Whitney Houston, þetta er fáránlega erfitt lag og hún var nátt­ úrulega drottning háu tónanna. Það verður seint hægt að toppa hana!“ Ég verð alltaf sveitastelpa. Það breytist aldrei. Ég þarf að hafa svolítið pláss, ég þarf að sjá til fjalla og hafa kyrrð. Það er það sem ég er alin upp við og sæki í.“ FrÉttAbLAðið/EyÞór ↣ Áfengið heldur manni líka svo mikið niðri og allt verður svo samdauna, tilfinn- ingarnar í flækju og fylgikvillarnir oftast kvíði og vanlíðan. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 R ÝM U M F YR IR N ÝJ U M V Ö R U M Seljum í stuttan tíma eldri gerðir rúma, sýningar eintök og skipti dýnur með veg legum afslætti. 25% TIL 50% A F S L ÁT T U R LÝ KU R Í D AG LA UG AR DA G HEILSU- DÝNUR OG HEILSURÚM intellecta.is RÁÐNINGAR 1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -8 1 7 C 1 F 3 8 -8 0 4 0 1 F 3 8 -7 F 0 4 1 F 3 8 -7 D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.