Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 42

Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 42
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Alvar Aalto var einn áhrifa­mesti arkitekt 20. aldar og áhrifa hans gætir enn langt út fyrir heimalandið Finnland og Norðurlöndin. Færri vita hversu afkastamikill hönnuður hann var á öllum sviðum,“ segir Kristín Ingva­ dóttir, verkefnisstjóri í Norræna húsinu, og bætir við: „Eitt af því sem einkennir ævistarf Aalto er að hann leit á hönnun sína sem „gesamt­ kunstwerk“ eða heildarlistaverk. Þessa nálgun má greinilega sjá hér í Norræna húsinu, þar sem bæði byggingin sjálf og öll upprunaleg húsgögn, ljós og lýsing og aðrir innanstokksmunir eru hannaðir af Aalto.“ Hönnun Aalto er sívinsæl og húsgögnin sem hann skapaði eru framleidd af Artek; fyrirtækinu sem hann stofnaði í Helsinki árið 1935 ásamt eiginkonu sinni Aino Aalto, Maire Gullichsen og Nils­Gustav Hahl. „Markmið þeirra var að selja húsgögn og efla nútímamenningu með sýningum og annarri fræðslu.“ Gæði og ending voru lykilatriði og næst á eftir falleg og sígild hönnun. Finnski harðviðurinn varð dýr­ mætt hráefni í hönnunina enda nóg af honum innan seilingar hönnuðanna. „Artek hefur allt frá upphafi leitað til fjölda finnskra og alþjóðlegra hönnuða sem hafa skapað vörur sem eru innblásnar af hönnun Aalto og eru trúar hug­ sjónum hans. Artek framleiðir hús­ gögn, ljós og innanstokksmuni sem eiga það sameiginlegt að vera falleg, hagnýt og einföld,“ segir Guðrún og bætir við: „Sýningin tekur fyrir hús­ gagna­ og aðra innanhússhönnun eftir Aalto, sem og valda meistara­ hönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá honum. Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir Artek. Markmiðið með sýningunni er ekki bara að kynna hina einstöku hönnun Aalto, heldur einnig framsýnar hugmyndir hans um gæði, sjálfbærni og sambandið milli góðrar hönnunar og betra samfélags,“ segir Kristín og nefnir að ávallt hafi verið hægt að fá varahluti í Artek húsgögn þannig að ef einn fótur gefur sig er hægt að fá annan í stað þess að húsgagnið sé ónýtt. Þannig hafi Artek húsgögn oft átt langa lífdaga og mikla og góða notk­ un. Sem dæmi um góða endingu Artek húsgagna má nefna að frá 1935 hefur um ein og hálf milljón stóla eftir Aalto verið seld víða um heim. Árið 2006 hóf Artek að safna notuðum Aalto húsgögnum og leita þau uppi á flóamörkuðum, í skólum og gömlum verksmiðjum. Sem leiddi til stofnunar Artek 2nd Cycle initiative, eða Artek önnur umferð, þar sem hægt er að kaupa þessi húsgögn eftir að búið er að koma þeim nærri upphaflegu formi og Sjálfbærni að leiðarljósi Alvar og Aino Aalto höfðu framsýnar hugmyndir um sjálfbærni, gæði og notagildi. Í Norræna hús- inu stendur nú yfir sýning á verkum þeirra og valinna hönnuða sem hafa starfað í þeirra anda.. Kristín Ingvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, í „stofunni“ hjá Aino og Alvar Aalto. MYND/VAllI Alvar og Aino Aalto hönnuðu meðal annars sígilda gripi fyrir Iittala. Nikari koll- arnir eru þekkt finnsk hönnun sem skoða má á sýningunni. MYND/VIgfúS BIrgISSoN Hér má sjá dæmi um það hvernig finnsk hönnun hentar á allt heimilið. MYND/VIgfúS BIrgISSoN hefja þannig aðra umferð í lífi hús­ gagnanna. Þetta sýnir ekki aðeins langlífi Artek húsgagnanna heldur minnir okkur einnig á að velja vel það sem við kaupum og huga að gæðum og endingu og heiðra náttúrulega efniviðinn sem fór í að hanna þessa nothæfu hönnun. Meðal hönnuða sem eiga verk á sýningunni eru Aino Aalto, Alvar Aalto og Johanna Gullichsen og þar má einnig sjá muni frá Artek, Iittala, Nikari og Woodnotes. Sýningarstjóri er Ben af Schulten sem átti farsælan og langan feril sem hönnunarstjóri hjá Artek og hannaði fjölbreytt húsgögn og ljós­ gjafa. Sýningin er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Norræna hússins og framlag hússins til HönnunarMars 2018. Hún stendur til 2. september. BOLUR 3.490 Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind 501 SKINNY 13.990 8 KYNNINgArBlAÐ fÓlK 1 7 . M A r S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 9 -0 1 D C 1 F 3 9 -0 0 A 0 1 F 3 8 -F F 6 4 1 F 3 8 -F E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.