Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 54

Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 54
Lagerstarf Danco Heildverslun leitar að duglegum og ábyrgðarfullum einstaklingi við lagerstörf. Starfið felur í sér tiltekt pantana, vörumóttökur og að hluta til útkeyrsla. Framtíðarstarf. • Reynslu af afgreiðslu- og lagerstörfum. • Skipulagshæfni • Hreint sakavottorð • Almenn tölvukunnátta. • Lyftararéttindi er kostur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til siggi@danco.is Aðstoðarskólastjóri og talmeinafræðingur Fræðslusvið auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður, þ.e. stöðu aðstoðarskólastjóra í Vallaskóla á Selfossi og stöðu talmeinafræðings hjá skólaþjónustu Árborgar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á starfi í skólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu hei- ldstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum. Í Vallaskóla eru um 585 nemendur í 1.-10. bekk. Virðing, þekking og lífsgleði eru einkunnarorð skólans. Aðstoðarskólastjóri Vallaskóla Meginverkefni: • Staðgengill skólastjóra • Vinnur ásamt samstarfsfólki að framþróun í skólastarfi og stefnumótun • Vinnur ásamt öðrum skólastjórnendum að daglegri stjórnun skólans og skipulagningu skólastarfsins Menntun og færnikröfur: • Grunnskólakennararéttindi áskilin. • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg • Forystu- og stjórnunarhæfileikar • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfileikar • Frumkvæði í starfi Vegna námsleyfis skólastjóra veitir fræðslustjóri upp- lýsingar um starfið. Ráðning er frá og með 1. ágúst 2018. Talmeinafræðingur hjá skólaþjónustu Ráðning frá 1. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi, bæði hvað varðar starfshlutfall og upphaf ráðningar. Helstu verkefni og menntunarkröfur Verkefni á sviði talmeina- og málþroskavanda hjá börnum, meðal annars vinna við skimanir, málþroskagreining- ar, ráðgjöf, fræðslu og talþjálfun. Samstarf við annað starfsfólk skólaþjónustu, kennara, nemendur og foreldra. Jafnframt við fleiri talmeinafræðinga í Árborg sem sinna talþjálfun barna. Við leitum að talmeinafræðingi sem býr yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum, reynslu og menntun sem nýtist í starfi. Upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918 og thorsteinnhj@arborg.is. Áhugasamir geta sent tölvupóst á skolathjonusta@arborg. is eða póst á fræðslusvið Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2018. Starfið hæfir jafnt körlum sem konum. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Brammer er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu sem dreifingaraðili á iðnaðarrekstar- vöru, með yfir 50 ára reynslu. Brammer er þekkt fyrir hágæðavörur og sveigjanlega þjónustu. Framúrskarandi þjónustu okkar ber fyrst og síðast að þakka góðu starfsfólki. Brammer á Íslandi starfrækir vöruhús á svæði Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði, verslun og söluskrifstofu í Hafnarfirði og skrifstofu í Kópavogi. Brammer er ört stækkandi fyrirtæki á Íslandi með um 35 starfsmenn hérlendis. Þjónustufulltrúi í verslun Brammer Brammer Ísland leitar að starfsmanni til að vinna í verslun fyrirtækisins í Hafnarfirði. Helstu verkefni: • Sala og afgreiðsla á verkfærum, rekstrarvörum, vinnufatnaði og fleiru. • Innkaup og val á söluvarningi • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina • Halda uppi framúrskarandi þjónustustigi í verslun • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur: • Iðnmenntun eða sambærilegt • Starfsreynsla í sambærilegu starfi eða í iðngrein. • Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Gott frumkvæði • Hæfileikar til að geta unnið undir álagi • Áhugi á sölumennsku og almenn þekking á verkfærum mikill kostur • Mjög góð almenn tölvukunnáttu • Góða samskiptafærni á íslensku og ensku Nánari upplýsingar veitir Edilon Hreinsson, útibússtjóri í síma 864 6284. Áhugasamir umsækjendur sæki um starfið á www.alfred.is, fyrir 26. mars 2018. Sérfræðingur í fjárstýringu Við leitum að hæfileikaríkum sérfræðingi í öflugt teymi fjárstýringar á fjármálasviði Arion banka til að sinna viðskiptum og verðlagningu á fjármálamarkaði. Helstu verkefni lúta að gjaldeyrisviðskiptum og lausafjárstýringu ásamt öðrum viðskiptum fjárstýringar. Um er að ræða krefjandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi. Í boði er starf fyrir framúrskarandi einstakling sem hefur áhuga og metnað til að byggja upp starfsframa á fjármálamarkaði. Nýtast þínir hæfileikar á fjármálamarkaði? Helstu verkefni • Viðskiptavakt á íslenskum millibankamarkaði • Viðskipti við innlendar og erlendar fjármálastofnanir • Verðlagning fjármálaafurða • Stýring á áhættuþáttum sem tengjast efnahag bankans Nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur Dór Jónsson, forstöðumaður fjárstýringar, sími 444 7171, netfang eirikur.jonsson@arionbanki.is og Hanna María Pálmadóttir mannauðsstjóri, sími 444 6333, netfang hanna.maria.palmadottir@arionbanki.is. Hæfniskröfur • Meistaragráða í verkfræði, raunvísindum eða viðskiptatengdum greinum • Frumkvæði, drifkraftur, heiðarleiki og metnaður • Hæfni í samskiptum og fagleg vinnubrögð • Áhugi og þekking á innlendum og erlendum efnahagsmálum • Þekking á afleiðum og áhættuvörnum er kostur • Starfsreynsla á fjármálamarkaði er æskileg Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2018. Sótt er um á www.arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straum- línustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og síðan árið 2015 höfum við árlega fengið Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast. 12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 7 . m A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 9 -1 0 A C 1 F 3 9 -0 F 7 0 1 F 3 9 -0 E 3 4 1 F 3 9 -0 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.