Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 82
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Pitsur eru ótrúlega góðar ef maður gerir þær sjálfur. Þá er hægt að nota uppáhalds­ áleggið eða ostinn. Svo er auðvelt að breyta til og prófa eitthvað nýtt, til dæmis hvíta pitsu eða pitsu með blómkálsbotni. Þótt pitsan sé týpískur föstudagsmatur er ekkert því til fyrirstöðu að nota frekar helgarfríið og bjóða upp á hana heimagerða á laugar­ eða sunnu­ degi. Deigið er best þegar það hefur hefast vel. Ítölsk pitsa með hráskinku og ólífum Hér er uppskrift að ekta ítalskri pitsu með þunnum og góðum botni, einfaldri tómatsósu, hrá­ skinku, ólífum og parmesanosti. Uppskriftin ætti að vera nóg fyrir fjóra. Pitsadeig 25 g þurrger (hálfur pakki) 3 dl vatn 1 msk. hunang ½ dl ólífuolía 400 g hveiti 1 tsk. salt Setjið þurrgerið út í 1 dl volgt vatn með hunangi. Látið standa þar til gerið fer að bubbla, um það bil fimmtán mínútur. Setjið hveiti, olíu og salt í hrærivélarskál ásamt vatni. Hnoðið örlítið saman en setjið þá gerið með vatninu út í. Hnoðið vel saman þar til deigið verður mjúkt og gott. Bætið við vatni ef þarf. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Pitsasósa 3 hvítlauksrif, fínt skorin ½ laukur, smátt skorinn 2 msk. ólífuolía 2 msk. tómatpuré 2 dósir tómatar í bitum 1 msk. timían, þurrkað 1 msk. óreganó, þurrkað 1 tsk. salt 1 tsk. nýmalaður pipar Steikið lauk og hvítlauk í ólífuolíu. Bætið því næst tómatpuré saman við. Þá er tómötum, timían, óreg­ anó, salti og pipar bætt saman við. Látið malla nokkra stund þar til myndast þykk og góð sósa. Kælið og jafnið út með töfrasprota. Pitsafylling 16 sneiðar hráskinka 48 svartar ólífur Parmesanostur Klettasalat Takið pitsadeigið og búið til fjórar kúlur úr því. Stráið smávegis hveiti yfir deigið og leggið viskastykki yfir. Látið standa á borðinu í 20 mínútur. Fletjið út fjórar hringlaga pitsur. Heimagerð pitsa í matinn Heimagerð pitsa í kvöldmatinn getur verið góð hugmynd. Pitsan er til í mörgum útfærslum og ef maður gerir hana sjálfur er hægt að nota öll bestu áleggin eða gera mismunandi botna. Pitsa með hráskinku og klettasalati. Pitsur með blómkálsbotni er skemmtileg tilbreyting. Setjið tómatsósu á hverja þeirra og leggið síðan skinku, ólífur og rifinn parmesan yfir. Það má setja mozza rellaost líka ef fólk vill og raunar hvaða ost sem er. Bakið pitsurnar í 250°C heitum ofni í 8­10 mínútur. Ef það er pitsu­ eða brauðstilling á ofninum er best að nota hana og baka eina pitsu í einu. Þegar pitsurnar eru teknar út er klettasalati dreift yfir. Margir setja hráskinkuna líka ofan á eftir bökun, allt eftir smekk hvers og eins. Gott er að hafa hvítlauksolíu yfir pitsuna eða chili­olíu fyrir þá sem vilja hafa hana sterka. Hvít pítsa Það er gaman að breyta aðeins til með pitsuna þegar maður gerir hana heima. Þessi pitsa er til dæmis ekki með tómatsósu og því kölluð hvít pítsa. Hún þykir þó mikill sælkeramatur. Þessi er með beikoni og rauðlauk en það er hægt að nota hvaða álegg sem er. Uppskriftin miðast við eina um það bil tólf tommu pitsu. 130 g hveiti ¼ tsk. salt 1 dl volgt vatn 2 g ferskt ger Semolinamjöl Hvít sósa 2 msk. sýrður rjómi 20 g rjómaostur 1 hvítlauksrif, smátt skorið Nýmalaður pipar Karamellaður rauðlaukur 1 lítill rauðlaukur 2 tsk. smjör 0,5 msk. sykur 1,5 msk. balsamedik 50 g rifinn ostur 20 g beikon Parmesanostur Ferskt timían Byrjið á því að laga pitsubotninn. Notið matvinnsluvél. Setjið helm­ inginn af hveiti saman við salt. Gerið fer saman við vatnið og því er síðan hellt út í hveitið. Hnoðið og bætið restinni af hveiti við. Bætið vatni við eftir þörfum. Látið hefast undir plastfilmu og geymið meðan fyllingin er löguð. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar. Bræðið smjör á pönnu við meðalhita og steikið laukinn í um það bil 10 mínútur. Bætið þá sykri og balsamediki á pönnuna og steikið áfram í 5­10 mínútur. Gætið að því að laukurinn má ekki brenna. Hvíta sósan er búin til þannig að sýrðum rjóma og rjómaosti er hrært saman með hvítlauknum. Þeytið sósuna þar til hún er vel blönduð saman. Bragðbætið með pipar. Hitið ofninn í 250°C með bökunar­ plötu. Setjið semolinamjölið á borðið og fletjið út hringlaga pitsu. Reynið að hafa botninn þunnan. Setjið botninn á bökunarpappír. Smyrjið hvítri sósunni yfir og rifnum osti þar ofan á. Þá er lauknum raðað á botninn og síðan beikonbitum. Takið heita bökunarplötuna út úr ofninum og setjið pitsuna á papp­ írnum beint á hana. Bakið pitsuna í miðjum ofni í 8 mínútur eða þar til kantarnir hafa fengið lit og osturinn er bráðinn. Stráið timían og parmesanosti yfir. Blómkálspitsa Ef þú þolir illa brauðbotn eða langar til að prófa eitthvað nýtt þá er blómkálspitsa kannski málið. Hún er mjög bragðgóð og skemmtileg tilbreyting. Auk þess hentar hún vel þeim sem eru á kolvetnasnauðu fæði. Uppskriftin miðast við eina pitsu. 250 g rifið blómkál 1,75 dl rifinn parmesanostur 1 egg Salt 2 msk. sýrður rjómi 1 hvítlauksrif Nýmalaður pipar Rifinn blandaður ostur 1 msk. gráðostur Ólífuolía Stillið ofninn á 200°C. Skolið og þurrkið blómkálið en það þarf að vera alveg þurrt þegar það er notað. Notið matvinnsluvél til að mauka blómkálið en bætið par­ mesanosti og eggi saman við það. Smyrjið blómkálinu á bökunar­ pappírsklædda plötu. Reynið að hafa blönduna jafna, um 3­4 mm á þykkt. Saltið yfir botninn og setjið hann í heitan ofn í 20 mínútur. Hrærið saman sýrðum rjóma, hvít­ lauk og pipar. Takið botninn út og smyrjið blöndunni á hann. Dreifið ostinum yfir. Bakið áfram í miðjum ofni í 8­10 mínútur eða þangað til osturinn hefur bráðnað og botninn hefur fengið stökka kanta. Kælið stutta stund á rist og stráið fersku óreg­ anó yfir ásamt smávegis ólífuolíu. 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . m A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R BRÚÐKAUPSBLAÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um brúðkaup kemur út 23. mars nk. Allt sem hugsast getur varðandi brúðkaup. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 9 -0 1 D C 1 F 3 9 -0 0 A 0 1 F 3 8 -F F 6 4 1 F 3 8 -F E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.