Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 88

Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 88
Unnur Anna Valdi-marsdóttir, prófess-or við læknadeild Háskóla Íslands, stýrir viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi á áfallasögu kvenna. Henni við hlið við stjórn rannsóknarinnar starfar besta vin- kona hennar, Arna Hauksdóttir, sem er einnig prófessor við lækna- deild Háskólans. Rannsóknir bæði Unnar og Örnu snúa að áhrifum áfalla og þung- bærrar lífsreynslu á heilsufar. Þær hafa starfað saman að rannsóknum í tuttugu ár, eru bestu vinkonur og hittust eiginlega fyrir skemmti- legan misskilning þegar þær hófu nám í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Þær bjóða upp á kaffi og kleinur á heimili Örnu í Vesturbænum. Þessa dagana undirbúa þær að senda af stað tugi þúsunda smáskilaboða á konur og bjóða þeim að taka þátt í rannsókninni á heimasíðunni www.áfallasaga.is. Arna: „Við höfum verið í ströng- um undirbúningi undanfarin ár fyrir þessa rannsókn. Nú geta konur frá átján ára aldri með skráð símanúmer búist við því að fá sms á næstu dögum þar sem þeim er boðið að taka þátt. Það er einfalt. Í skilaboðunum er konum boðið að taka þátt í rannsókninni og fara á heimasíðuna okkar og skrá sig þar. Það þarf þó ekki að bíða eftir skila- boðum, því allar konur frá 18 ára aldri geta nú þegar skráð sig í rann- sóknina á vefsíðunni.“ Hvernig ráðleggið þið konum að bera sig að í þessu? Arna: „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar  kona er búin að ákveða að taka þátt að ákveða að gefa sér góðan tíma. Við höfum sagt að meðaltími til að svara þessum spurningum sé um hálf- tími. Sumar  þurfa styttri tíma, aðrar lengri. En í öllu falli er gott að gefa sér góðan tíma og setjast niður þar sem  konan getur verið ein með sjálfri sér, helst án truflunar og þannig  svarað spurningunum í næði. Við viljum ítreka að konur geta verið fullvissar um að þessi svör á hver fyrir sig og engan annan.“ Hvað gerið þið svo við gögnin? Unnur: „Við höfum sett okkur þrjú meginmarkmið. Í fyrsta lagi ætlum við að kortleggja algengi margvíslegra áfalla meðal kvenna á Íslandi. Það hefur í raun- inni ekki verið gert áður  og ekki með þeim umfangsmikla hætti eins og við erum að gera. Í spurninga- listanum er meðal annars að finna langan lista af alls konar áföllum sem fólk getur lent í. Ekki bara þau áföll sem samfélagið hefur  verið mest með hugann við undan- farið vegna #metoo byltingarinnar, heldur  líka aðra lífsreynslu  eins og erfiða fæðingarreynslu, ástvina- missi, einelti, skilnað, framhjáhöld, alls konar áföll. Við höfum flestar lent í einhverjum áföllum, stórum eða smáum. Þetta hefur ekki verið kortlagt áður með þessum hætti. Annað markmiðið er að skilja tengsl þessara áfalla við sálræna og líkamlega heilsu. Við vitum heil- mikið um áhrif áfalla á sálræna heilsu en minna um tengsl þeirra við líkamlega heilsu. Eins og áhætt- una á sjálfsónæmissjúkdómum, hjartasjúkdómum, krabbameinum og fleiru. Og svo er þriðja markmiðið, að skilja hvort erfðirnar spili þarna einhverja rullu. Hvort erfðaþættir hafi áhrif á það hvernig heilsufar þitt þróast eftir slík áföll. Það gerum við í samstarfi við Íslenska erfða- greiningu með tengingu við gögn sem eru þegar til staðar.“ Í okkar fyrri rannsóknum höfum við tekið eftir að það er mjög misjafnt hvaða áhrif áföll hafa á heilsufar einstakl- inga, sumir virðast jafna sig meðan aðrir missa algjörlega heilsuna. Og við vitum töluvert um umhverfisþættina. Að fjölskylda og vinir skipta miklu máli, að geta talað við einhvern. Hafa öruggan fjárhag og ýmislegt fleira. En við vitum lítið um það hvort það sem við fáum í vöggugjöf, erfðirnar, skiptir máli í þessu samhengi. Það eru því þessar þrjár vörður sem við erum að einblína á. Síðan eru endalausir möguleikar. Þegar við héldum fjölsóttan og vel heppn- aðan kynningarfund um rannsókn- ina um daginn þá kom til dæmis tillaga úr sal: Er hægt að skoða mis- munandi algengi og áhrif áfalla eftir kynslóðum? Og við höfðum ekkert sérstaklega verið að hugleiða það en finnst það frábær hugmynd. Þetta getum við gert með þessum gögn- um. Það er endalaust af verkefnum sem þessi efniviður getur skapað. Þátttaka hverrar konur getur verið mikilvæg fyrir hana sjálfa  en líka gjöf sem stuðlar að almannahag.“ Arna: „Já, einmitt í gegnum mikil- væga þekkingarsköpun til framtíð- ar, og þannig breytt heiminum, svo ég gerist háfleyg. Það má líka nefna að þegar kona samþykkir að taka þátt í rannsókninni þá er hún ekki bara að samþykkja að taka þátt í að svara þessum spurningalista heldur líka mögulegum eftirfylgdarrann- sóknum.  Á þann hátt höfum við möguleika á að fylgja betur eftir ein- hverjum ákveðnum þáttum í þeim spurningum sem við erum að leggja fyrir núna. Og þá höfum við mögu- leika á að hafa samband aftur til að rannsaka nánar eitthvað ákveðið efni. Akkúrat núna  er fókusinn á áföll og sögur kvenna um áföll en þessi rannsókn gefur líka tækifæri til að rannsaka aðra þætti með.“ Hverjar eruð þið og hvernig lá leið ykkar í sálfræði? Unnur: „Ég er frá Ólafsfirði og ólst þar upp þar til ég var sex- tán ára. Svo fór ég í MA og kláraði þaðan stúdentspróf. Ég var á nátt- úrufræðibraut í MA, var með æðis- legan líffræðikennara. Var búin að vera að velta þessu fyrir mér, vissi að ég vildi fara í nám sem tengdist að einhverju leyti lífeðlisfræði eða heilsufari mannsins. Ég var mikið að hugsa um að fara í læknisfræði, líffræði eða sálfræði. Ég ákvað að velja sálfræði. Ég hélt áfram að hafa þennan áhuga á lífeðlisfræðinni og tengslum tilfinninga við heilsufar og lífeðlisfræðilega þætti. Þetta er allt beint framhald af því. Ég byrjaði svo í sálfræðinni 1992. Þar hitti ég Örnu! Ég þekkti auð- vitað engan og var hálf villuráfandi um ganga háskólans. Arna hélt að ég væri önnur manneskja á kynningar- fundi um námið, heilsaði mér og upp úr því fórum við að tala saman. Ég var nýflutt i borgina og spurði út í strætisvagnaferðir og hún kenndi mér á fleira sem tengdist mínu nýja borgarlífi. Þarna hófst okkar vin- skapur sem hefur staðið óslitinn upp frá því.“ En þú Arna? Arna: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og er Reykvíkingur í húð og hár þó að ég eigi ættir að rekja til Suðurlands í báðar ættir. Eftir MH árin ákvað ég að fara í sálfræði. Og ég var ekki jafn fókuseruð og Unnur þegar ég valdi sálfræðina. Ég var að spá í að fara í myndlistarnám, ég byrjaði á því þegar ég var stúdent að skrá mig í frönsku í háskólanum. Svo hætti ég við það og þá varð sál- fræði endanlega fyrir valinu. Það var í rauninni mamma mín sem sann- færði mig um það að ég gæti það. Þetta var spurning um sjálfstraust og ég fékk þar hvatninguna sem ég þurfti á að halda.“ Þú hefur kolfallið fyrir faginu? „Já, ég gerði það. Ég hafði alltaf haft áhuga á andlegri líðan. Hafði lengi verið að vinna með börnum til dæmis. Ætlaði þá að leggja fyrir mig barnasálfræði en svo eftir því sem leið á námið þá opnuðust fleiri víddir. Ég man að í lok námsins þá tók ég valnámskeið í heilsusálfræði og það var það sem kveikti á þess- ari tengingu minni sem Unnur er að tala um. Tengsl hugar og líkama.“ Þið gerðuð saman lokaverkefnið ykkar í háskólanum og gerðuð rannsókn á krabbameinssjúkum. Þá voruð þið líka að rannsaka áhrif áfalla á heilsu? Á þessum tíma var þetta ekki mikið rætt, er það? Sam- spil áfalla og heilsu? Arna: „Einmitt, það er rétt. Það var til dæmis erfitt að finna eldri rannsóknir um efnið. Við héldum áfram að rannsaka áhrif áfalla á heilsufar í doktorsnám- inu okkar í Svíþjóð. Við lukum báðar doktorsprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þó á ólíkum tímum væri vorum við með svipað rannsóknarefni á þessu sviði, Unnur var á undan og rann- sakaði árhrif á heilsu meðal ekkja og svo kom ég með sambærilega rannsókn meðal ekkla.  Þegar við vorum að kynna niðurstöður okkar úr doktorsverkefninu okkar á þessum tíma, þá fengum við stundum þau viðbrögð að þetta væru lítil dúlluverkefni sem væru ekki alvöru vísindi. Af því að við vorum að skoða áhrif áfalla á heilsu, þá þóttum við vera svolítið eins Bestu vinkonur í vísindum Prófessorarnir Arna Hauksdóttir og Unnur Valdimarsdóttir segja frá einstakri vináttu sinni og stóru rannsókninni Áfallasaga kvenna. Þær hittust við upphaf náms í sálfræði við Háskóla Íslands 1992 og hafa fylgst að síðan þá. Arna og Unnur hafa fylgst að síðan þær hittust í Háskóla Íslands árið 1992. FréttAblAðið/SteFán Ég VAr nýflUtt i borginA og spUrði út í strætisVAgnAferðir og Hún kenndi mÉr á fleirA sem tengdist mínU nýjA borgArlífi. ÞArnA Hófst okkAr VinskApUr sem HefUr stAðið óslitinn Upp frá ÞVí. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 8 -C 6 9 C 1 F 3 8 -C 5 6 0 1 F 3 8 -C 4 2 4 1 F 3 8 -C 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.