Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 17.03.2018, Qupperneq 94
V ið bjuggum saman og við börðumst saman, það er auðvitað aug-ljósasta ástæða þess að við Sahin urðum vinir,“ segir Nurhak, einn nánasti vinur Hauks Hilmars- sonar í Sýrlandi. „En Sahin var líka þannig í sér, hann varð vinur allra hérna.“ Sagt er að Kúrdar eigi engan vin nema fjallið. Hverjir eru það sem ferðast til Sýrlands til að gerast fjöll Kúrda? „Þetta er mjög blandaður hópur. Stærsti hópurinn samanstendur af pólitískum aktívistum, herskáum kommúnistum, anarkistum, fem- ínistum og antífasistum. Fyrst voru þetta nánast eingöngu fyrrverandi hermenn en það hefur breyst tölu- vert á undanförnum tveimur árum. Það eru enn fyrrverandi hermenn og eitthvað um ævintýramenn, en ég myndi segja að meirihlutinn væri fólk á svipaðri bylgjulengd og Sahin,“ segir Caleb Stevens, 23 ára Bandaríkjamaður. Hann gekk til liðs við YPG um svipað leyti og Haukur eftir að hafa lokið herþjálfun hjá bandaríska hernum. „Eins og við hin kom Sahin hingað til stuðnings og samstöðu með Rojava-byltingunni og það eru margar ástæður sem hvöttu hann og okkur öll til að taka þátt í þessu, flestar þeirra augljósar í ljósi síðustu tveggja áratuga og á hvaða leið hlut- irnir hafa verið um öll Miðaustur- löndin,“ segir Nurhak, einn nánasti vinur Hauks í YPG. Vanir menn og órólega deildin Nurhak er enn í Sýrlandi. Slæmt samband kemur í veg fyrir síma- viðtal en þrátt fyrir að netspjall þurfi að duga má vel finna eldinn í brjósti Nurhaks. Honum er mikið í mun að koma málstaðnum, sem þeir Haukur hafa barist fyrir, skýrt og vel til landa vinar síns. Caleb virkar yfirvegaðari og jarðbundnari en Nurhak. Þeir eru jafnaldrar. Þótt margt geti skýrt hvað þeir eru ólíkir, ekki síst sú staðreynd að Caleb er kominn heim til Bandaríkjanna, burt úr stríðinu og æsingnum, gefur lýsing Calebs á skipulagi herdeilda YPG ákveðna hugmynd um þessa ólíku vini Hauks. Þótt Caleb og Nurhak berjist báðir með YPG tilheyra þeir sinni herdeildinni hvor. Caleb segir herdeild Hauks, Inter- national Freedom Battalion, saman- standa af  vinstrisinnuðu fólki frá Tyrklandi  og aktívistum allstaðar staðar að úr heiminum. Herdeild Calebs er hins vegar hefðbundnari herdeild, sem samanstendur mest af fyrrverandi hermönnum með minni áherslu á pólitíska hugmyndafræði, „þótt við værum allir mjög pólitískt þenkjandi auðvitað“. Komst inn í annarri tilraun Caleb segir ferilinn inn í YPG nokk- uð langan en samt furðu einfaldan. Hann leitaði að upplýsingum um samtökin og fann netfang. Í apríl í fyrra sendi Caleb tölvupóst til YPG sem hófst á þessum orðum: „Hello, I am a leftist from the United States interested in fighting for the cause in Rojava.“ Hann fékk svar um hæl með löngu umsóknareyðublaði með bæði ritgerðarspurningum og mjög ítarlegum spurningalista með almennum spurningum um menntun, fjölskylduaðstæður og 70 krossaspurningum um geðheil- brigði og persónuleikaeinkenni. „Þessi ferill var ekki svo flókinn, en svo þarf maður að komast alla leið frá heimalandinu sínu og til Rojava og það getur verið bæði erf- itt og flókið,“ segir Caleb sem flaug frá Bandaríkjunum til Jórdaníu og þaðan til Íraks þar sem hann þurfti að fara ólöglega yfir landamærin til Sýrlands. „Á þessum tíma réðu KDP (Pesh- merga) yfir landamærunum, það Leiðin  tilAfrin Vinir og félagar Hauks Hilmars- sonar minnast Sahin vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu, líf- inu með Kúrd- um í Rojava og hugsjónum sínum. eru hersveitir  hliðhollar svæðis- stjórn Kúrda í Írak. Íröksku Kúrd- arnir styðja ekki byltinguna í Rojava heldur eru þeir bandamenn Tyrkja. Þeir eru hægrisinnaðri og stjórn þeirra er nær alfarið fjármögnuð af olíuiðnaðinum. Kúrdarnir sem berjast í Rojava í Sýrlandi eru miklu vinstrisinnaðri og andvígari mark- aðsöflunum.“ „Við Sahin komumst yfir landa- mærin um svipað leyti, upp úr miðjum júlí. Mér skilst að Sahin hafi reynt einhverjum mánuðum áður að komast til Rojava, þann- ig að þetta var í annað skipti sem hann reyndi. Það var greinilegt að hann var staðráðinn í að gera þetta,“ segir Caleb. Nurhak staðfestir þessa frásögn. „Jú, það er rétt, Sahin hafði einu sinni áður reynt að komast yfir frá Írak en var vísað úr landi. Hann reyndi svo fljótlega aftur og komst yfir í júlí í fyrra og þá með vini sínum frá Grikk- landi,“ segir Nurhak. Hitti Hauk fyrst í herskólanum Samtökin eru mun skipulagðari en ætla mætti. YPG og YPJ (kvenna- deildin) eru hersveitir PVD sem er stjórnmálaafl Kúrda í Rojava. Caleb segir flokkinn sjá um allt utanum- hald, skriffinnsku og skipulag fyrir hersveitirnar. Og svo er auðvitað herskóli. „Þar hittumst við Haukur fyrst. Við vorum saman þar í viku en hann kláraði ekki þjálfunina hjá YPG heldur fór hann til annarra samtaka sem vinna með YPG og lauk þjálfun þar,“ segir Caleb. Hann segir Hauk í rauninni hafa tilheyrt tyrkneska marxistaflokkn- um. Sá flokkur hafi hins vegar sent IFB, alþjóðaherdeild YPG, liðstyrk og þar hafi Haukur barist við hlið annarra aktívista, femínista og and- fasista alls staðar að úr heiminum. „Haukur var þó aldrei eiginlegur félagi í flokknum, nema að nafninu til, en hann barðist við hlið dyggra félaga í honum.“ Í skóla YPG læra menn annars vegar kúrdísku og stjórnmál, meðal annars sögu vinstrihreyfingar Kúrda, og hins vegar vopnaburð og herkænsku. Aðspurður segir Caleb skóla YPG standa í mánuð. „En ég held að námið sem Sahin fór í hafi tekið tvær til þrjár vikur.“ Nurhak segir Sahin aðeins hafa farið í gegnum tveggja vikna þjálfun. „Hann kom svo til Raqqa í ágúst. Þá var ég búinn að vera í mánuð að berjast í Raqqa.“ „Ég er stoltur af að hafa verið með Sahin í hans fyrstu hernaðarað- gerð í Raqqa. Við fórum í gegnum þetta sem tveggja manna teymi en hluti af stærra alþjóðlegu herliði og börðumst í gegnum hverja orr- ustu þar til við frelsuðum Raqqa. Sahin gaf mér bæði orku og sjálfs- öryggi til að fara í gegnum þetta og varð seinna liðsforingi og það sem meira er, mjög góður vinur minn,“ skrifaði Nurhak til minningar um Hauk á Facebook-síðu sína eftir að honum bárust fréttir af falli Hauks. Hafa heyrt um Bónusfánann Caleb hitti Sahin aftur í baráttunni við ISIS um Raqqa. „Ég var náttúru- lega ekki í sömu herdeild og Sahin en deildirnar okkar höfðu stöðu hlið við hlið á víglínunni í Raqqa og við heimsóttum þá oft.“ Eru menn bara að skreppa í heim- sóknir í miðju stríði? Caleb segir oft ótrúlega mikið um bið og aðgerðaleysi. „Oft vorum við bara að vakta byggingar, ef ske kynni að ISIS-maður færði sig eða byrjaði að skjóta. Jafnvel á sjálfri víglínunni, vorum kannski í bardaga í 10 pró- sent tímans. Stundum vorum við að sækja og taka stærra landsvæði fá ISIS og þá gátum við tekið tólf tíma í að færa okkur varlega stað úr stað, eyða jarðsprengjum og vara okkur á vígamönnum ISIS. Öðrum stundum vorum við bara að halda stöðum, vera á verði og berjast ef ISIS-menn færðu sig úr stað eða réðust að okkur. Og bardagarnir sjálfir geta tekið allt frá örfáum mínútum upp í klukku- tíma í senn.“ Halda enn í vonina Þótt talsmenn IFB fullyrði að Haukur sé látinn hafa nánustu ættingjar hans ekki enn fengið örugga staðfestingu þess að hann hafi fallið og hafa ekki rætt við eða fengið öruggar heimildir frá vitnum, enda þótt fullyrt hafi verið að vitni hafi verið að falli hans. Hvorki Caleb né Nurhak gátu vísað á aðra sem voru vitni að falli Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hefur bent á að upplýsingar um fall hans hafi verið misvísandi. Fyrst átti hann að hafa lent í skothríð en nú er því haldið fram að um árás úr lofti hafi verið að ræða. Eva spurði áleitinnar spurningar í tilkynningu til fjölmiðla í gær. „Ef var enginn vafi á falli hans, af hverju var þá leitað að honum í öllum sjúkrabúðum?” spyr Eva og óttast um son sinn sem gæti legið einhvers staðar særður en lifandi. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is 1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r42 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 8 -A D E C 1 F 3 8 -A C B 0 1 F 3 8 -A B 7 4 1 F 3 8 -A A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.